Eining - 01.06.1945, Blaðsíða 7

Eining - 01.06.1945, Blaðsíða 7
r E I N I N G 7 Vormorgunn Hve dagurinn er heiður! Nú hillir ströndin blá, og hamraborgin fagra. Þar logar tindum á. í morgunroða gullmerluð glóa höfin þönd. Um grænar hlíðar belta sig silfruð þokubönd. Og það er eins og heimurinn hafi fæðzt í nótt. Um hreinleik ber allt vitni og guðdómlegan þrótt. Nú mundi enginn skilja neitt skraf um böl og synd. Það skín á öllu guðdómsins heilög dýrðarmynd. Pétur Sigurðsson. I. O. G. T. Umdæmisstúkan nr. 1 Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 1 var háð hér í Reykjavík dagana 26. og 27. maí. Sátu það 111 fultrúar úr Suður- landsumdæminu og voru þeir frá 2 þingstúkum, 16 undirstúkum og 5 ungl- ingastúkum. Umdæmisstigið tóku 25 fé- lagar. Samkvæmt skýrslu umdæmistemplars hefur félögum í undirstúkum í umdæm- inu fjölgað um 500 á árinu sem leið, en alls munu nú vera um 6000 Templarar í Suðurlandsumdæmi. Tvær nýjar undirstúkur voru stofn- aðar á árinu, önnur að Selfossi, hin í Hveragerði og hafa þær stöðugt verið að auka félagatölu sína. Auk þess var stofnuð þingstúka fyrir Rangárþing. Helztu samþykktir þingsins voru þessar: 1. Áskorun til bæjarstjórnar Reykja- víkur um að rannsaka hver áhrif áfengisútsalan hefur á bæjarfélagið, menningu þess og fjárhag. 2. Áskorun til ríkisstjórnarinnar um að láta lögin um héraðabönn koma til framkvæmda nú þegar. 3. Mótmæli gegn stofnun nýrrar áfeng- isbúðar í Reykjavík. Framkvæmdanefnd Umdæmisstúk- unnar var að mestu endurkosin og skipa hana nú: Jón Gunnlaugsson stjórnarráðsfull- trúi, umdæmistemplar. Þorsteinn Þorsteinsson kaupmaður. Sigríður Haldórsdóttir frú. Þorsteinn Sveinsson héraðsdómslög- maður. Ingimar Jóhannesson skólastjóri. Guðjón Magnússon skósjníðameistari. Jón Hafliðason fulltrúi. Kristín L. Sigui'ðardóttir frú. Pétur Zophoníasson ættfræðingur. Guðgeir Jónsson bókbandsmeistari. Mælt var með Guðmundi Þorbjarnai'- syni, Stóra-Hofi, sem umboðsmanni stórtemplars. Skýrsla umdæmistemplars ber það með sér, að víða hafa verið hafðir út- breiðslufundir í umdæminu á síðast liðnum vetri, sumir fjölmennir og mjög vel hcppnaðir. Yfirleitt hefur verið innt af hendi fjölþætt og mikið starf: út- breiðslustarf, leikstarfsemi, mikil þátt- taka í velheppnuðu happdrætti, bindind- ismálasýning í Reykjavík, útgáfustarf- serni og margt fleira. Ýmsar stúkur hafa starfað ágætlega. Að sumu leyti hafa undanfarnir tímar verið óhagstæð- ir og skapað alls konar erfiðleika. Um- dæmistemplar hefur vakað vel yfir sínu starfi og lagt á sig fyrir það mikla fyr- íihöfn. Happdrætti templara Dregið var hjá borgarfógeta, og upp komu þessi númer: 34189 27156 13457 8186 15154 32595 38241 10976 36036 8558 13886 35836 4312 35827 45335 46462 47831 33698 20352 35677 1407 40405 48249 19678 44483 424 20797 23516 21417 9345 22362 37848 11896 11304 4805 9359 24650 44514 14625 4864 46545 11235 11862 10027 5951 48865 3542 32640 46236 48121 16097 8366 6023 16789 9923 23366 23743 11337 21805 2528 47119 8296 42179 34501 10868 44740 41190 31167 48039 8749 18111 19668 16147 8782 17111 46323 43079 46432 45148 47488 31418 44742 14806 31753 19431 38811 1891 44858 44300 44708 31140 45271 17599 317 24933 1107 3666 8426 34274 41512 23111 41304 Birt án ábyrgðar. Vinninganna sé vitjað á Fríkirkjuveg 11, kl. 6—7 e. h. alla virka daga, nema laugardaga. F ögnuður og skrílsháttur f Reykjavík eru margir andbanning- ar, og munu þeir vera allfjölmennir í stétt viðskiptamanna. Mér varð að orði, er eg gekk um bæinn og virti fyrir mér rúðubrotin í verzlunum bæjarins eftir fagnaðardagana 8. og 9. maí; Einu sinni fengu þá hlutaðeigandi Reykvíkingar að sjá og finna til þess, hve notalegt það er að menn stjórnist af skjólstæðingi þeirra — Bakkusi. Áfengisviðskipti fslendinga, Englend- inga, Ameríkumanna og annarra þjóða er svartur blettur á menningu þeirra. Ruslaralýður sumra þessara þjóða er víst nógu illa upp alinn og nógu menn- ingarsnauður, þótt ekki sé hann einnig gerður bandóður og vitlaus með áfengi. Brezku sjóliðarnir, er æddu um götur Reykjavíkur þessi kvöld, æpandi, garg- andi, veitandi dauðadrukknir, að öllu leyti eins og örgústu villimenn, mölvuðu, skemmdu og stofnuðu til hryðjuverka, voru lítill sómi þjóð sinni. Ilið sama má segja um þann strákaskríl okkar, sem gerði sitt til þess að gera friðarfögnuð- inn að sömu viðurstyggðinni og skemmdarverk sjálfrar styrjaldarinnar. Þegar athuguð eru áfengisviðskipti hinna voldugustu þjóða heimsins og hinar hryllilegu og villimannslegu af- leiðingar þeirra, þá verður manni að spyrja, hvort þessar þjóðir trúi ekki fremur á áfengi og peninga, en Guð, þótt þær tali fagurlega og auðmjúklega um Guð, þegar fjandinn er að því kom- inn að hirða þær. Þessar þjóðir þykjast halda uppi vörn og baráttu fyrir frelsi og farsæld allra þjóða, en búa milljónum manna hin aumustu og átakanlegustu kjör með peningadýrkun sinni og áfeng- isviðskiptum. Áfengisneyzlan eyðilegg- ur fyrir þeim sjálfum fleiri menn en hinar mannskæðustu styrjaldir. Áfeng- isneyzlan setur svarta bletti á mann- dóm og menningu þjóða við öll hátíðleg tækifæri, á allan mannfagnað, hvort heldur eru ófriðarlok, vertíðarlok, jafn- vel jólahátíð og fermingarveizlur. Lengi munum við minnast framkomu ensku sjóliðanna í Reykjavík við ófrið- arlokin 8. og 9. maí 1945. Meðan þjóð- irnar rækta villimennsku, tilbiðja nautn- ir og peninga, er ekki mikil von um var- anlegan frið í heimi manna, þótt þær tali fagurlega um frið og hræsni eitt- hvað um trú á Guð og sjálfan friðar- höfðingjann. Pétur Sigurðsson. Leiðrétting. í síðasta blaði hafði misprentast fyr- irsögn á smágrein á 1. bls. Þar stóð: Forsetaefnið, en átti að vera: Ráðherra- efnið. En ef til vill vei’ður þessi tilvilj- un sannspá.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.