Eining - 01.06.1945, Blaðsíða 6

Eining - 01.06.1945, Blaðsíða 6
6 E I N I N G Ekki nemo Sr. Ólafur Ólafsson. Ég álít að áfeng'ið sé þjóðarböl, sem við eigum að útrýma, og að við eigum ekki að gera áfengisbölið að mjólkurkú landsjóðs. Það er við- bjóðslegur gjaldstofn, og ég álít að hverjum eyri, er rennur í landsjóð af honum fylgi blóS og tár. (Alþingistíðindi 1905). í blaðinu „Ingólfur“ 19. marz 1945 er grein, sem nefnist „Áfengisbaráttan“. Þar er minnzt mjög réttilega á þau for- réttindi, sem fyiliraftar hafa hér á landi og sagt: „Þessi forréttur fyllirúta er svo furðulegur, að hann getur ekki átt rætur sínar i öðru en alvarlegum mis- tökum í baráttuaðferðum“. Og fyrr í greininni er staðhæft, hver þessi mis- tök séu. Þar segir, að bindindismenn hafi flaskað á því að herja of beint á alla áfengisnautn, og telja nautn áfeng- is hættulega. Og svo klykkir út með þessari rúsínu: „Er nú nema stigmunur á þessum mönnum og hinum, sem lifa til að drekka?“ Á litborgunardaginn. sfigmunur Nú höfum vér heyrt það. Ekki nema stigmunur! Það er eftir því ekki nema stigmunur á hinum gáfaða og glæsilega kennimanni síra ólafi Ólafssyni frá Arnarbæli, og fylliraftinum, sem liggur hálfdauður í göturæsinu, eftir að hafa drukkið út vikukaupið sitt. Skyldi kona hans og börn, sem standa klæðlítil, solt- in og grátandi yfir honum, viðurkenna, að á slíkum mönnum sé ekki nema stig- munur? í vor las ég grein í Vísi um lífið í Hafnarstræti. Það var ekki glæsileg, en sönn mynd af einni af aðalgötum höf- uðborgar hins íslenzka ríkis. Daginn eftir gekk ég fram hjá Mið- bæjarbarnaskólanum. Sólskin var og gott veður. Hundruð barna voru að leika sér á skólahlaðinu. Þau voru fjör- ug og kát og þroskavænleg eins og öll íslenzk börn, sem ekki hafa orðið í'yrir áföllum. Þetta var fagur hópur og hver sannur íslendingur hefði getað fyllzt þjóðarmetnaði og glæsilegum framtíð- arvonum við að horfa á hann. En þó — í gljóbjörtu sólskininu fannst mér hvíla skuggi aðvífandi böls yfir þessum hóp. Eg gat ekki varizt því að hugsa sem svo: Hve mörg ykkar verða komin niður í Hafnarstræti eftir svo sem 6—8 ár? Hve mörg af ykkur hefir áfengið þá gert að vændisdrósum og rónum? Mér varð hugsað til orða Guðmundar Björns- sonar landlæknis: „Unglingar þeir, sem venja sig á á- fenga drykki, eru vonarpeningur þjóð- félagsins. Vér vitum fyrir víst, að ein- hverjir af þeim hljóta að fara forgörð- um, hljóta að verða ofdrykkjumenn. En vér vitum ekki hverjir þeir verða. Vér getum ekki sagt við neinn einstak- an: Þér er óhætt! Vér verðum að segja við þá alla: Þið stofnið ykkur í hættu, þið eruð vonarpeningur, ef þið neytið áfengra drykkja“. Hver mun nú segja þessum börnum það? Ekki ríkið, sem þó kostar mennt- un þeirra. Því að eftir 5—6 ár, þegar þessir unglingar útskrifast úr Mennta- skóla, þá fær ríkið þeim „sinn skammt“ af áfengi, bæði piltum og stúlkum „sinn skammt“, til þess að þau geti „farið á fyllirí“. Slík er menning í voru landi. Það er eins og mönnum finnist ekki nema stigmunur á hinu hrausta og glaða barni í skólanum, og hinum vol- uðu og afvegaleiddu unglingum í Hafn- arstræti. Þeim finnst munurinn máske aðeins vera sá, að Hafnarstræti sé nokk- urs konar framhaldsskóli ríkisins. Það er skammt á milli Miðbæjarskól- ans og Hafnarstrætis. En munurinn á lífinu á þessum tveimur stöðum — er hann í raun og veru aðeins stigmun- ur, sem „mistök“ sé að benda á? Árni Óla. Engin vörusvik Fyrir nokkru var í Morgunblaðinu svofeld skrítla: „Má bjóða þér vindil, gamli vinur?“ „Nei, takk, eg er hættur að reykja“. — „Heyrðu, hvað heitir hún?“ Þetta er ágætt. Svona á það að vera. Sá sem bauð vindilinn, þóttist viss um, að vinur hans mundi hafa fastnað sér konu, þar sem hann vildi ekki þiggja vindilinn. Hver einasti fulltíða, fullvita og heil- brigður maður ætti að taka að sér konu, vera maður til að búa henni gott heim- ili og góð kjör, og láta sér þykja svo vænt um konu sína og heimilið, að hann þurfi -enga gerfigleði eða fáránlegar nautnir, svo sem reykingar, áfengis- neyzlu eða eitthvað þessu líkt. Sá mað- ur á varla skilið að eiga góða konu og heimili, sem getur ekki látið sér slíkt nægja. Sömuleiðis á hver kona að ala sig þannig upp, mennta og gera úr garði, að hún eigi það sjálfstraust og sjálfsálit, að hún þurfi ekki að grípa til alls konar gerfisnyrtingar til þess að vera viss um, að hún sé sjáleg, elskuleg og geðjist manninum sínum. Það er aumt, að þurfa að meta munn sinn svo lítils, að ekki sé hann sjálegur eða boðlegur nema málaður, eða að höndin þurfi að vera með langar lakker- aðar neglur, sem líkjast klóm. Flest eftiröpun og tízkudýrkun fer fram á kostnað manndóms og sjálf- stæðis.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.