Austurland


Austurland - 28.05.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 28.05.1998, Blaðsíða 8
Londonlamb Pi p ars tei k o,« •»»«>aM kU»»0M9 0 c • , NESBAKKI .DVITlclDCKJUT ®477 1609 og 897 1109 ¦ Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Neskaupstað 28. maí 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Verður það Austurríki? Austurríki fékk flest atkvæði, 502, í könnun um nafn á nýtt sveitarfélag Eskifjarðar, Nes- kaupstaðar og Reyðarfjarðar. Næst flest atkvæði fékk nafnið Firðir, 430. Þar næst kom Aust- urbyggð með 221 atkvæði, Fjarða- byggð fékk 148 atkvæði, Fjarða- bær 143 atkvæði og Austurbær 118 atkvæði. Eitt nafn fékk innan við eitt hundrað atkvæði, Fjarðaborg, sem fékk 86 at- kvæði. Alls tóku 1720 manns þátt í skoðanakönnuninni um nafn, auðir seðlar og ógildir voru 72. Landsmót UMFI árið 2001 skrifað undir á Egilsstöðum Það var nóg að gera hjá nótaviðgerðarmönnum ísíldarnótum s.l. mánudag. Takaþurfti nót Barkar upp inni í höfn þar sem Garðar EA var við bryggju Netagerðarinnar. Beitir í baksýn. Ljósm. Eg. Mest landað af síldinni fyrir austan Loksins gaf norsk-íslenska síldin sig. Agæt veiði var um helgina og komu bæði Beitir og Börkur fullir til Neskaupstaðar á mánudaginn. Auk þess gaf Beitir Sigli um 200 lestir af síld og landaði skipið um 600 lestum. Nótaskipið Garðar EA landaði einnig um 600 lestum á mánudaginn. Öll síldin fór til bræðslu. Á þriðjudaginn hafði verið landað um 40.000 lestum af síld úr norsk-íslenska stofninum á Austfjörðum. Mest hafði borist til SR-mjöls hf. á Seyðisfirði um 15.000 lestir og næst mest til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaup- stað um 9.000 lestir. Á mánudaginn kom Bjartur með fullfermi af ísfiski. Af rúmlega 110 lesta afla Bjarts voru rúmlega 40 lestir af ísuðum gulllaxi. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands annars vegar og bæjarstjórn Egilsstaðabæjar hins vegar skrifuðu í síðustu viku undir samkomulag um fram- kvæmd 23. Landsmóts UMFÍ á Egilsstöðum árið 2001. I samn- ingnum skuldbindur bæjar- stjórnin sig til að leggja lands- mótinu til íþróttavöll fullbúinn fyrir knattspyrnu og til keppni í frjálsum íþróttum og búnings- aðstöðu við völlinn svo og íþróttahús og sundlaug. Egils- staðabær mun sjá um að koma upp tjaldsvæði og gera bflastæði auk ýmislegs annars sem fylgir mótshaldi sem þessu. Þá útvegar bærinn í samvinnu við UIA öll þau íþróttaáhöld sem notuð verða á mótinu. Landsmótsnefnd mun ganga til samninga við Golfklúbb Fljóts- dalshéraðs varðandi keppni í golfi og Hestamannafélagið Freyfaxa varðandi keppni í hestaíþróttum. Einnig verður leitað samstarfs við skóla og félagsheimili. Ákvörðun um lagningu gervi- efna á hlaupabrautir verður tekin þegar ljóst er hvort veruleg framlög fást frá öðrum aðilum, þó fyrir lok þessa árs. Féiag Eiðavina stofnað Ekki mikið um útstrikanir Ekki var mikið um að kjósendur í sameinuðu sveitarfélagi strik- uðu út nöfn frambjóðenda á kjörseðlum. Samkvæmt upplýs- ingum frá yfirkjörstjórn voru flestar útstrikanir, 8, á einn frambjóðanda og næst flestar 6 á einn frambjóðanda. Oftast var þó um að ræða eina útstrikun og var alls strikað yfir nöfn 12 frambjóðenda. ^\n9aveislan er okka^ 477-1306 -Fax: 477-1903 Á morgun, föstudag kl. 21.00, verður að Eiðum haldinn stofn- fundur samtaka um framtíð Eiðastaðar. í tilkynningu, sem undirbúningshópur hefur sent frá sér, segir meðal annars: Eiðastaður er á tímamótum. Yfirvöld menntamála hafa ákveðið að hefðbundið skóla- hald hætti þar. Áhugi hins opin- bera á að losa sig við staðinn er mikill. Nýlega hefur hinn frægi skóla- og sögustaður Reykholt verið seldur einstaklingum, sem hafa opnað þar hótel. Þetta vilja Eiðavinir ekki að gerist með Eiða! Margir aðilar hafa komið fram með hugmyndir um not af staðnum. Flestar eru þær þess eðlis að þær útiloka ekki hver aðra. Aðalatriðið er að um stað- inn skapist breið samstaða og þar hefjist rekstur, sem geri sem flestum fært að leita þangað og njóta þar hinnar ágætu aðstöðu til fundahalda, námskeiða, líkams- ræktar og útivistar. Þar má leggja stund á hvers konar þroskandi og endurhæfandi starf- semi. Það sem vantaði á Vestur- landi viðkomandi Reykholt var samstaða heimamanna. Eiðavin- ir vilja mynda víðtæk samtök sem starfa m.a. að því að afla stuðnings stjórnvalda við öflugt menningarstaf á Eiðum. Gefa út fréttabréf þar sem félögum gefst færi á að koma fram hugmynd- um sínum um starfsemi á Eiðum og fylgjast með því sem þar kann að verða í boði og kynna staðinn. Síðast en ekki síst verður stefnt að árlegum Eiða- mótum og auðvelda gömlum nemendum að ná saman um samkomur. Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000 agpjoíiusta í aratugi Nýsmíði úr áli og stáli -SVN Vélaverkstæði S 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.