Austurland


Austurland - 28.05.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 28.05.1998, Blaðsíða 1
Austurland 48. árgangur Neskaupstað, 28. maí 1998. 20. tölublað. ÓlafNíels vantaði 5 atkvæði Olaf Níels Eiríksson annan mann á Óskalistanum í Búðahreppi, vantaði 5 at- kvæði til að komast í hrepps- nefnd. Listinn fékk 23% atkvæða og 1 mann kjörinn og er fulltrúi hans í odda- aðstöðu þar sem B og F list- inn fengu þrjá fulltrúa hvor. Konur í meirihluta í Austur-Héraði Konur eru í meirihluta í nýrri sveitarstjórn Austur-Héraðs. Þær eru 5 af 9 bæjarfulltrúum og sennilega eina bæjar- stjórnin á landinu þar sem konur eru í meirihluta kjör- inna fulltrúa. Á Austur-Héraði vann B listinn mikinn sigur undir forystu Brodda Bjarnasonar. Listinn fékk 42% atkvæða og 4 menn kjörna. F listinn, listi félagshyggjufólks, fékk 33% og 3 bæjarfulltrúa og D listinn fékk 2 fulltrúa kjörna. Hreinn meirihluti D listans á Seyðisfirði Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í bæjarstjórnarkosn- ingunum á Seyðisfirði og hefur þar hreinan meirihluta, 4 bæjarfulltrúa. Flokkurinn fékk um 50% atkvæða og bætti við sig tveimur bæjar- fulltrúum frá síðustu kosn- ingum. Bæjarfulltrúum á Seyðisfirði var nú fækkað um tvo, úr 9 í 7, en áður höfðu öll framboðin á Seyðisfirði, B listi Framsóknarflokks, D listi Sjálfstæðisflokks og T listi Tinda, samtaka félags- hyggjufólks, verið með 3 fulltrúa. Samkvæmt heimildum blaðsins verður staða bæjar- stjóra á Seyðisfirði auglýst laus til umsóknar. Vortónleikar Kór Norðfjarðarkirkju heldur vortónleika í Egilsbúð á annan í hvítasunnu og hefjast þeir klukkan 20.30. Á dagskránni verða létt lög úr ýmsum áttum eftir innlend og erlend tónskáld. Stjórnandi kórs Norðfjarðar- kirkju er Ágúst Ármann Þorláksson, undirleikari er Daníel Arason. ^"fj^\ \í %-| ' m m _ M _____ 1 ! » * — ' Bœjarstjóraefni Fjarðalistans, Guðmundur Bjarnason bœjarstjóri í Neskaupstað og nýkjörnir bœjarfulltrúar listans, Elísabet Benediktsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Smári Geirsson, Asbjörn Guðjónsson, Guðrún Óladóttir, Guðmundur R. Gíslason, og Petrún Bj. Jónsdóttir. Ljósm. as Fjarðalistinn með hreinan meirihluta konurnar íbæjarstjórninni allar írá FJarðalistanum Fjarðalistinn er sigurvegari kosn- inganna í sameinuðu sveitar- félagi Eskifjarðar, Neskaup- staðar og Reyðarfjarðar eða Austurríki eins og flestir þeirra sem tóku þátt í skoðanakönn- uninni um nafn, völdu. Fjarða- listinn fékk 7 menn af 11 kjörna og konurnar þrjár sem sitja í hinni nýju sveitarstjórn koma allar af Fjarðalistanum. Á kjörskrá voru rúmlega 2300 kjósendur, atkvæði greiddu 1968. Gild atkvæði voru 1903, auðir og ógildir seðlar 65. Fjarðalistinn hlaut 53% atkvæða og sjö bæjarfulltrúa eins og fyrr segir, D listinn fékk 29% og 2 menn kjörna, B listinn fékk 22% og 2 menn. H listinn, Austfjarðalistinn, fékk 6% og engan mann kjörinn. Segja má að Framsóknarflokkurinn hafi goldið hálfgert afhroð í þessum kosningum, fólk í sameinuðu sveitarfélagi hafnaði algjörlega þeirri fjarstýríngu að sunnan sem frambjóðendum flokksins boðuðu á fundum og í rituðu máli. Austurríki var það nafn sem hlaut flest atkvæði í skoðana- könnun sem fram fór samhliða kosningunum, næst flest atkvæði fékk nafnið Firðir. Allt er hins vegar í óvissu um nafngiftina þar sem núgildandi sveitar- stjórnarlög heimila það ekki. Óánægja með síldarkvóta Margir útgerðarmenn nótaskipa eru ósáttir við þær reglur sem gilda um úthlutun kvóta norsk- íslensku síldarinnar næstu þrjú árin. Litið er framhjá veiði- reynslu skipanna en kvótanum annars vegar skipt efir burðar- getu og hins vegar jafnt milli allra skipa sem tekið hafa þátt í veiðunum. Sem dæmi um „óréttlæti" í úthlutun fær skip eins og Börkur 5600 lestir en hefði fengið 7400 hefði veiðireynsla ráðið, en Garðar EA, sem Samherji hefur nýverið keypt og hefur enga veiðireynslu, fær 7000 lestir í sinn hlut. Garðar EA hefur veiðireynslu Jóns Sigurðssonar EA og hefði samkvæmt henni átt að fá 3500 lestir í sinn hlut. Jón Kjartansson SU fær 5200 lestir en hefði fengið 6600 lestir hefði veiðireynsla ráðið. Hólma- borgin SU, Beitir NK og Guð- rún Þorkelsdóttir SU fá svipaða úthlutun og ef margnefnd veiði- reynsla hefði ráðið. Leikfelay Norð- fjarðar endur- vakið í kvöld verður leikfélag Norð- fjarðar endurvakið en starfsemi þess hefur legið niðri síðustu tvö árin. Það er hópur áhugafólks um leiklist á Norðfirði sem stendur að endurvakningunni, en allir eru velkomnir á aðal- fund sem haldinn verður í kvöld klukkan 20.00 í BMskjallaranum. Landsbankahlaupið fór fram s.l. laugardag. I Neskaupstað hlupu 59 krakkar og að hlaup- inu loknu stóð starfsfólk bank- ans og makar fyrir pylsuveislu. Að vanda fengu allir þátt- takendur verðlaunapening og 3 fyrstu í hverjum flokki sérstök verðlaun. Ljósm. Eg. ¦¦ti, ^Bautabunn« , f Verðlækkun á tómöturn og gÚTkum \ Grænmeti í úrvali _ 4771301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.