Eining - 01.01.1948, Qupperneq 2

Eining - 01.01.1948, Qupperneq 2
2 E I N I N G 4- ara að skipuleggja tilfinningalíf sitt eða ráða við óþægilegar venjur“. Félagsmálasérfræðingar eru sammála um, að lausung sé versti óvinur hins farsæla hjúskaparlífs. Könnun, sem YMCA — Kristilegt félag ungra manna — lét framkvæma, leiddi í ljós, ekki að- eins vaxandi lausung í kynferðismálum unglinga innan við tvítugsaldur, heldur einnig að 80 prósent þeirra kenndi því um, að fjárhagsörðugleikar stæðu þeim í vegi til stofnunar hjúskapar. Bæja- og sveitafélög okkar, sem eru á kafi í afbrotamálum og lausung æsku- lýðsins, hrópa um villuráfandi stúlkur, afbrot unglinga í kynferðismálum, ógiftar ungar mæður. „En hvað er þetta“, spyr Will C. Turnbladh, starfs- maður The National Probation Associa- tion, „annað en sönnun þess, að margir æskumenn standa andspænis þeim múr- vegg, er lokar þeim hina heppilegu leið ?“ „Stofnun hjúskapar á unga aldri“, heldur greinarhöfundur áfram, „er ekki aðeins vörn gegn spillingu, en hefur líka margt gott í för með sér. Ég heim- sótti nokkra heimkomna hermenn í New York borg. Isaac Bardavid, sem verið hafði þrjú ár í styrjöldinni, sagði að hann og kona hans, Charlotte, hefðu gift sig, er hún var 18, en hann 21 árs, og þau sögðu bæði, að það hefði gefið þeim tækifæri á að vaxa upp í samfélagi og samlaðast hvort öðru betur, en hefðu þau gift sig seinna. „Og ég get full- vissað þig um“, sagði Isaac, „að við horfum með meiri djörfung fram á veg- inn tvö saman, en værum við ein að- skilin. Ég er viss um, að ég er betri borgari kvongaður, faðir eins barns og á von á öðru, en þótt ég væri laus og liðugur. I fyrsta skipti á ég nú ofurlítið í sparisjóði, og ég hugsa fyrir fram- tíðinni, en laus og liðugur mundi ég hafa skrölt hér og þar, tamið mér næt- urvökur og ekki náð að neinu verðugu marki“. Til þess að lengja þetta mál ekki um of, verður nú ekki þýtt meira af greininni orðrétt, en það er all-eftir- tektarvert, að stofnanir og dómstólar, sem fjalla um mál æskumanna og heimila í stórum stíl, eru á einni skoðun um þetta, að bezt sé að æskumenn geti stofnað til hjúskapar á unga aldri, og að þjóðfélagið þyrfti að gera þeim það fært. Og þótt um fjárhagslega erfið- leika sé að ræða, þá geri það unga fólkið að meiri og betri mönnum að glíma við þá örðugleika í hjúskaparlífinu. í greininni er þess getið, að þúsundir foreldra kosti börn sín í menntaskólum og jafnvel lengur, en hafi allt illt í hótunum við þau, ef þau stofni til hjú- skapar fyrr en þau hafi lokið námi. Þetta er auðvitað mjög varhugavert. Þá segir þar einnig, að í sumum há- skólum Bandaríkjanna sé einn þriðji námsmanna giftir, og hin glæsilega staðreynd sé sú, að þeir reynist yfir- leitt miklu duglegri við námið, sérstak- lega þeir, sem hafi fyrir konu og barni að sjá, því að þeir haldi betur á getu Q^* sinni og kröftum en ella. Við háskóla í Wisconsin hafa hinir kvonguðu og héim- Margbrotið líf, vaxandi svikaþarfir, komnu hermenn fengið miklu betri ein- kveifarlegir siðir, afarmikil taugavið- kunnir við próf en hinir, og þeir þó kvæmni, hnignun samvizkunnar, allt allra beztar, sem höfðu þegar fyrir börn- t>etta hugsjónaglingur lélegrar raun- um að sjá. hyggjutrúar, sem gerir nautnina að tak- Prófessor við háskólann í Iowa segir: marki mannsins, ofurselur hann óttan- „Hjúskaparlífið gerir stúdentana ráð- um' klann óttast þjáningar, hann ótt- settari. Þeir hafa þá einhvern ákveðinn ast að Þurfa að afsala sér þægindum sín- að hugsa um, einhvern, sem gleðst, er um> kann óttast að verða neyddur til þeim farnast vel í náminu og uppörvar vmnu °£ sérstaklega það, sem innibind- þá, ef illa gengur“. ui' allan annan ótta, hann óttast að deyja. Hér hefur mikið vandamál fengið Vei þeim, sem óttast, því að hann hitt- sanngjarna og hreinskilnislega athugun. u herra, sem hagnýtir sér hann. Það er betra að grafa fyrir rætur mein- Þegai þessi viðkvæmi staður er fundinn, anna, en að standa aðgerðalaus og Þa taka menn þar á okkur, eins og menn hneykslaður andspænis þeim. leiða björninn með því að stinga hring í nasir honum. Óttinn gerir okkur að þrælum. Þeir, sem hagnýta sér óttann, eru óteljandi. Meðal þeirra eru þeir skæðastir, sem hræða menn til þess að geta síðar hughreyst þá og þannig loks fengið þá til að launa sér sem velgerða- * mönnum. C. Wagner. — ManndáS. Þórarinn Ólafsson Mánudaginn 19. maí síðastliðinn lézt Þórarinn Ólafsson húsasmíðameistari að heimili sínu hér í Borgarnesi. Daginn áður var Þórarinn í glöðum vinahópi á fundi í Þingstúku Borgar- fjarðar, sem haldinn var á Akranesi, en hann var ótrauður liðsmaður Góð- templarareglunnar, og síðla kvölds skildum við stúkusystkini við hann við húsdyr hans. En næsta morgun kenndi hann meins, er hann ætlaði að rísa úr rekkju, og síðari hluta dags var hann látinn. Þórarinn var 62 ára að aldri, fædd- ur að Einifelli í Stafholtstungum 10. maí 1885. Kona hans, sem lifir mann sinn, er Jónína Kristín Jónsdóttir. Þau áttu þr.jú börn, sem öll eru á lífi. Guð- ríður gift Klemens Þorleifssyni kenn- ara í Reykjavík, Tyrfingur húsasmiður í Reykjavík, giftur Láru Þórðardóttur og Sigurbjörn skósmiður, giftur Aðal- björgu Pétursdóttur. Þau eru búsett hér í Borgarnesi, en Sigurbjörn hefur verið sjúklingur á Landakotsspítala um skeið. Ég rek ekki æviferil Þórarins, enda kynntist ég honum ekki að ráði nema stuttan tíma, en mér fannst þessir eig- inleikar einkenna hann mest: Hann var traustui' liðsmaður að hverju, sem hann gekk, hvort heldur það voru hin dag- legu störf vinnunnar eða félagsmál, og ástríkur og umhyggjusamur heimilis- faðir. Þrátt fyrir fremur hrjúfa fram- komu var Þórarinn gæddur innri hlý- leik, sem jókst við kynningu. Um minn- ingu hans er b.jart. Við stúkusystkin hans kveðjum hann með þakklæti og von um, að þau störf, sem hann vann að, megi þróast áfram á komandi tíma. Sigurbjörn Sigurjónsson. Mun sagan endurtaka sig Konungur fslands og Danmerkur. Friðrik VIII., staðfesti 30. júlí 1909 lög- in um áfengisbann á íslandi, og lét þess getið um leið, að hann gerði það með sér- stakri ánægju og vonaðist til að Danir kæmu á hjá sér sams konar lögum. En á Alþingi fslendinga voru nokkrir menn, sem hugsuðu öðruvísi. Strax 1911 kom fram á Alþingi tillaga um frestun á framkvæmd bannlaganna, og 1912 til- laga um afnám þeirra eða frestun. 1913 kom svo konsúla-áfengið. 1915 komu bannlögin til framkvæmda. 1915 voru staðfest á Alþingi lög, sem heimiluðu fólksflutningaskipum að hafa meðferðis áfengi. Kom þá og lækna- brennivín og áfengi til iðnaðar. Þannig hélt óvinurinn áfram að höggva skörð í þann merkilegasta varn- armúr, sem bindindismenn landsins höfðu hlaðið um siðgæði og velferð þjóð- arinnar. 1922 komu svo Spánarvínin, sem áttu að vera svo undur meinlaus og æskileg, en með þeim hefst drykkjuskaparöld í landinu. 1. febrúar 1935 halda sterku drykk- irnir aftur innreið sína í landið, og með þeim hefst óöld drykkjuskapar og af- brota, og það svo, að jafnvel andbann- ingum blöskraði, en slíku hefur farið fram síðan með all örum vexti. Samt heimta ágjarnir og áfengisþyrstir menn enn meira áfengi, heimta nú áfengis- bruggun í landinu. Mun sagan endurtaka sig? Halda þeir áfram ár eftir ár að flytja frum- varp til laga um bruggun áfengs öls, þar til þeim tekst að ná markinu? Það er alltaf auðvelt að toga niður á við, þótt sóknin á brattann sé erfið, og má því jafnan búast við hinu versta. Mannanna börnum hæfa óvitaverk og stríð. t -v

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.