Eining - 01.01.1948, Qupperneq 5
E I N I N G
5
V.
I
nýjar og merkilegar niðurstöður frá
læknunum, rökstuddu bindindissemi,
skýrðu frá sjónarmiðum sálfræðinga í
áfengismálunum, bentu á, hvernig við
eigum að ná unga fólkinu inn í bind-
indishreyfiriguna, og loks lögðu vorir
beztu menn niður fyrir sér, hvernig
löggjöfinni um afhendingu og sölu á-
fengis yrði heppilegast fyrir komið. í
því máli var ein allsherjar norræn skoö-
un ríkjandi, eftir því sem fram kom í
umræðunum: Burt með skömmtunina!
Það kom fram hörð gagnrýni á
skömmtunarkerfi Svía (áfengisbókun-
um), en hins vegar voru menn almennt
fylgjandi danska kerfinu: hásköttum á
áfengi og háu söluverði. —
Ég hlakka til að fá Kongress-tíðind-
in. Á þeim er áreiðanlega mikið að
græða fyrir okkur, sem höfum áhuga
á bindindismálinu.
B. T.
Stefnuskrd norrænu bindindishreyfingarinnar
I sambandi við norræna bindindis-
þingið í Stokkhólmi s. 1. sumar kom þar
saman 17. júlí aðalnefnd þess og sam-
þykkti eftirfarandi stai-fsreglur og
stefnuskrá.
Markmið: Afengisneyzlan upprætt á Norð-
urlöndum.
Leiðin: Dregið skal úr áfengisneyzlunni stig
af stigi.
Mismunandi starfsreglur:
I.
Vísindaleg rannsókn á áhrifum og skaðsemi
áfengisneyzlunnar og hvernig hægt er að
draga úr henni.
II.
1. Aukin bindindisfræðsla í háskólum og öðr-
um æðri skólum, einnig barnaskólum.
2. Oflug fræðslu- og upplýsingarstarfsemi
með útgáfu slíkra bóka, blaða og rita,
fræðsluerindum, kvikmyndum og útvarpi.
Skal ríkið styrkja þá starfsemi.
III.
Bindindisstarfið sé styrkt af ríki og bæjar-
félögum.
IV.
Afengir drykkir skattlagðir hátt.
V.
Dregið skal úr ofnautn áfengis, eftir því
sem frekast er unnt með því að setja þá menn,
er hafa sterka áfengishneigð, undir umsjón
og læknisaðgerð um tíma, öllu fremur en hei'ða
stöðugt meira á hömlum, er gildi jafnt fyrir
alla.
VI.
1. Algerlega sé fyrirbyggt að einstakir
menn geti hagnast á áfengisframleiðslu
og áfengissölu.
2. Hlynt verði sem bezt að starfrækslu veit-
ingahúsa án allra vínveitinga.
3. Aukin framleiðsla og neyzla góðra óá-
fengra drykkja.
VII.
1. Ekkert áfengi sé um hönd haft í veizlum,
sem kostaðar eru af almannafé.
2. Áfengisveitingar séu bannaðar í sambandi
við dansskemmtanir, íþróttaiðkanir, úti-
samkomur, í lystigörðum og við allt
skemmtanalíf.
VIII.
1. Áfengislöggjöf skal miða að því, bæði við-
víkjandi framleiðslu og sölu, að neyzla
áfengis verði sem minnst og skaðlausust.
2. Hverju héraði (borg og byggð) skal gef-
inn ákvörðunarréttur um, hvort þar skuli
vera áfengissala eða ekki.
3. Bannað sé að opna áfengissölur í bústaða-
hverfum borganna.
4. Stuttur útsölutími áfengisverzlana.
IX.
Heimta skal fullkomið bindindi af öllum
þeim, sem einhver störf hafa á hendi í sam-
bandi við umferð og herþjónustu, einnig við
öll önnur störf, þar sem áfengisneyzlan getur
verið sérstaklega hættuleg.
X.
Engir þeir milliríkjasamningar skulu gerð-
ir, er leggi hömlur á frjálsa bindindisstarf-
semi.
XI.
1. í áfengislöggjöfinni skulu refsiákvæði sett
þann veg, að sem sterkust vörn sé gegn
afbrotahneigð manna á því sviði, og létti
sem bezt framkvæmd laganna og alla lög-
gæzlu.
2. Reglur þær, sem settar eru eftirliti ríkis
og bæja- eða sveitafélaga um áfengissölu,
séu þannig gerðar, að sem auðveldastar
verði í framkvæmd, og dragi sem mest úr
áfengisneyzlunni.
XII.
Ríkisvaldinu ber að taka framfyrir höndur
þeirra manna, sem með starfrækslu skemmt-
analífs reyna að hagnýta sér skemmtanaþörf
æskulýðsins, þannig að til skaða sé almennri
reglusemi og velferð manna.
Sveita- og bæjarfélög skulu einnig hafa
vald til þess, að banna slíkar skemmtanir.
Og yfirleitt ber að leggjast gegn öllu því fé-
lagslífi og þeim siðvenjum, sem örfa áfengis-
neyzluna og auka á hættur, sem eru henni
samfara. Aftur á móti skal hlúð sem bezt að
slíku þjóðaruppeldi, menningarstarfi og frí-
stunda- og skemmtanalífi, sem miðar að því,
að fullnægja athafna- og skemmtanaþörf
manna og leiðir sem bezt í ljós, að áfengis-
neyzla samræmist ekki vaxandi menningu.
Tóbaksreykingar eru:
1. óþarfar og óhollar,
2. kostnaðarsamar og óþrifalegar,
3. eitra andrúmsloftið,
4. eru tálsnara unglingum,
5. valda lélegum vinnuafköstum
og sviksemi við vinnu.
6. valda oft stórslysum og elds-
voða.
Látum tóbaksneyzluna deyja út
með eldri kynslóðinni.
Björgum æskulýðnum.
Bindindisfréttir.
Á bindindisþingi kvenna í Ameríku settu
konur sér nýlega það markmið, að vinna til
fylgis við algert bindindi eina milljón manna.
Sterkustu samtök bindindismanna í brezka
heimsveldinu er, The United Kingdom Alliance.
Nýlega hélt sá félagskapur ársþing sitt í
Manchester. Það var 95. þing þeirra. Þar
upplýsti einn fundarmanna, að samkvæmt
skoðanakönnun í Ameríku væri nú þegar einn
þriðji hluti landsmanna Bandaríkjanna fylgj-
andi algeru áfengisbanni.
Stúkan Frón 20 ára
Stúkan Frón nr. 227 varð 20 ára 10.
des. s. 1. Sló hún þá upp myndarlegri
afmælisveizlu í Góðtemplarahúsinu í
Reyk.javík og bauð þar til allmörgum
gestum. Samsætjnu stjórnaði Gunnar
E. Benediktsson lögfræðingur, flutti
stutt ávarp og bauð gesti velkomna.
Minni stúkunnar flutti Lúðvig C. Magn-
ússon skrifstofust.jóri, minni reglunn-
ar: Guðmundur Illugason lögreglu-
þjónn, minni Islands: Sveinn Sæmunds-
son yfirlögregluþ.jónn, minni kvenna:
Jón Hafliðason fulltrúi.
Af gestum flutti fyrstur ræðu stór-
templar, séra Kristinn Stefánsson, en
margir aðrir tóku til máls, og sungið
var milli ræðanna.
Sérstök skemmtiatriði voru: Fiðlu-
sóló: Óskar Cortes, með undirleik Haf-
liða Jónssonar, Píanósóló: Hafliði Jóns-
son, og síðast Heklukvikmynd, sem
Kjartan Ó. Bjarnason sýndi og út-
skýrði.
Veitingar voru rausnarlegar og borð
fagurlega búin.
Stúkan Frón á sér allmerka sögu, þótt
ekki sé hún eldri en 20 ára, og hefur
oft látið mikið til sín taka.
Hófdrykkja
og áfengisreikningur
Ritstjórnargrein í Free Press.
,,Þegar fólkið í Canada samþykkti það
með atkvæðagreiðslu, hvað eftir annað.
eftir fyrra stríðið, að fela stjórnunum
umsjá áfengissölunnar, var því haldið
fram að það yrði til þess að minna yrði
drukkið. Síðustu skýrslur um áfengis-
nautn í Canada sýna það að afleiðing-
arnar hafa orðið ofdrykkja í stað hóf-
drykkju.
Árið 1946 eyddi Canadiska þjóðin
400.000.000 — fjögur hundruð milljón-
um dollara — fyrir áfengi, samkvæmt
þeim skýrslum. Þetta er svo að segja
jafn mikið og öll útgjöld Sambands-
stjórnarinnar fyrir síðasta stríð.
Það eru 33.00 dollarar fyrir hvern
mann, hverja konu og hvert barn í
Canada. Eftir því að dæma eyðir hver
einasta fjölskylda í landinu 130.00 doll-
urum á ári fyrir áfengi, eða hér um bil
11.00 dollurum á mánuði. Fyrir þessa
upphæð mætti kaupa býsna mikið af
öðrum drykk — mjólk. Og það er stöðug
ráðgáta fyrir margar húsmæður, hvern-
ig þær eiga að haga svo fjárhag sínum,
að geta keypt nóg af þeim drykk.
Frá fjárhagslegu sjónarmiði er l:að
næsta alvarlegt að þjóðin skuli eyða
nálægt hálfri billjón dollara fyrir áfengi,
en hitt er þó ennþá alvarlegra, að það
sýnir aukinn áfengisþorsta, aukna á-
fengiseitrun, aukna tölu drukkinna bíl-
stjóra, og allt það annað illt. sem fylgir
áfengisnautninni. Þessar nýju skýrslur
eru í hæsta máta alvarlegar. Eftir heilan