Eining - 01.01.1948, Blaðsíða 6

Eining - 01.01.1948, Blaðsíða 6
6 E I N I N G Góðtemplarahúsið í Reykjavík Vart mun vera sá Reykvíkingur, sem ekki kannast við Góðtemplarahúsið við Templarasund. Það var á sínurn tíma reist af knýjandi þörf og miklum dugn- aði áhugamanna og hefur um marga áratugi þénað Reykjavíkurbæ, ekki að- eins starfsemi góðtemplara, heldur og öllum almenningi við fundarhöld og skemmtanalíf, jafnvel guðsþjónustur. Má sennilega fullyrða, að ekkert sam- komuhús í bænum eigi lengri né glæsi- legri sögu. Húsið var vígt 2. október 1887 af fulltrúa þáverandi stórtempl- ars, Jóni Ólafssyni skáldi. Það er því rúmlega 60 ára. Með árunum óx Reykjavíkurbær og hlaut þar að koma, að húsið yrði ófull- nægjandi. Árið 1924 var hafizt handa um endurbætur og jafnvel nýbygging fyrirhuguð, en þá reis upp mál milli Alþingis og eigenda hússins um lóðar- réttindin og varð því ekkert af fram- kvæmdum. Leið svo einn áratugur og náðist þá samkomulag um, að ríkis- stjórnin keypti húsið eins og það var þá, og skyldi greiða 150 þús. kr. á 10 árum, vaxtalaust, og skyldi greiðslu lok- ið 1945. Féð rann í byggingarsjóð húss, er verða skyldi félagsheimili stúknanna í Reykjavík og miðstöð bindindishreyf- . ingarinnar í landinu., eingöngu notað í þarfir Reglunnar. Skyldi stórstúkan vera ábyrg fyrir því að öll ákvæði kaup- samningsins yrðu haldin af Reglunnar hálfu, en stúkurnar skyldu hafa húsið endurgjaldslaust allt að 10 árum, eða þar til nýju húsi yrði komið upp. Reglan í Reykjavík er því húsnæðis- laus í raun og veru, að fráteknum fund- arsalnum á Fríkirkjuvegi 11. 12 ár eru liðin frá því, er húsið var selt, og að minnsta kosti 2 ár fram yfir þann tíma, er nýtt hús hefði átt að vera fullgert. Sérstaklega er húsnæðisskorturinn til- finnanlegur hvað snertir allar samkom- ur. Hér vantar samkomuhús, sem getur laðað að sér æskulýð borgarinnar og verið staður fyrir skemmtanir og fræðslustarfsemi þeirra manna, bæði ungra og gamalla, sem ekki vilja verða fyrir óiiæði og óþægindum áfengis- nautnarinnar. Hvers vegna er þá ekki búið að koma upp nýju húsi? Hér verður slíkri spurn- ingu ekki svarað, til þess er það of langt mál. Margar tálmanir hafa verið á veg- inum, en hin veigamesta mun þó vera aldarfjórðung hefur þessi hófsemdar- tilraun tekist þannig að hér er sannar- lega um enga hófsemd að ræða“. Sig. Júl. Jóhannesson 'þýddi. Lögberg, 26. júlí 1947. sú, að til þess að koma upp húsi, er svari kröfu tímans og þoli fullkomlega samanburð annarra samkomuhúsa, þarf meira afl og meiri fjárframlög, en hing- að til hafa fengist, því að framfarir og kröfur á þessu sviði hafa verið ó- trúlega miklar. Hefur þá ekkert verið gert í málinu þennan rúma áratug, sem framkvæmd- ir hafa dregizt? Jú, vissulega. Gerðar hafa verið margvíslegar athuganir og mikill undirbúningur farið fram, sem koma mun að notum, þegar hafizt verð- ur handa um bygginguna sjálfa. Einna mestur vandi hefur það verið, að finna lóð undir slíkt hús, en nú eru fullar horfur á, að það mál leysist viðunan- lega. Vitað er, að bæjarráð hefur litið með velvilja til bindindisstarfsins í bænum og á sínum tíma bauð það lóð undir nýtt góðtemplarahús. Má telja víst, þótt ekki kæmi til framkvæmda í það skiptið, að enn standi þetta góða tilboð, annað hvort í beinu framlagi lóðar, eða öðru tilsvarandi. Síðastliðið haust var Alþingi send beiðni um fjárstyrk til húsbyggingar- innar. Lausleg áætlun um fyrirhugað hús var látin fylgja beiðninni og má sjá af þeirri áætlun, að templarar ætla ekki að liggja á liði sínu. Með ýmsum ráðum og úr eigin vasa hyggjast þeir að leggja fram milljónir króna. Er það mikill og þungur baggi félitlum menn- ingarsamtökum. En með þetta fyrir augum leggja templarar á sig árlega vinnu og fyrirhöfn til þess að afla bygg- ingarsjóðnum tekna á ýmsan hátt. Farið var fram á, að ríkið legði til einn þriðja byggingarkostnaðar. Um tíma horfði vel um þetta mál, en á síð- ustu stundu, í þinglok í fyrra, var það eyðilagt. Templurum þótti það illt verk, að svo skyldi fara um þetta nauðsynja- mál. Auðsýnt má það vera, að þegar ein- staklingar fórna miklu til styrktar sam- eiginlegum velferðarmálum þjóðarinn- ar, þá ber þjóðfélaginu siðferðileg skylda til að styrkja slíka viðleitni með ráðum og dáð. Þetta mun líka vera þing- mönnum og öðrum ráðamönnum þjóð- arinnar ljóst. Með slíkri liðveizlu við góð málefni styrkir þjóðfélagið sig sjálft fyrst og fremst, og það sem það kann að leggja til bindindisstarfsemi, verður þó aldrei nema örlítið brot þess mikla fjármagns, sem rennur í ríkissjóð fyrir mjög hættu- lega verzlun með eiturnautnavörur. Rétt fyrir þingslit í fyrra bar nú- verandi utanríkisráðherra Bjarni Bene- diktsson fram frumvarp „um heimild fyrir rikisstjórnina, til að verja fé til éflingar bindindisstarfsemi“. Það dág- aði uppi. í greinargerðinni segir svo: „Nauðsyn þykir bera til, að bindind- issamtökin í landinu verði styrkt með meiri fjárframlögum, af hálfu hins op- inbera, en til þeirra hefur 'verið varið til þessa. Einkum er brýn þörf á, að komið verði upp fullnægjandi húsnæði fyrir starfsemi templara í Reykjavík, en að því loknu má gera ráð fyrir, að halda þurfi áfram svipuðum fram- kvæmdum. f frumvarpinu er ætlast til, að féð verði greitt beint úr ríkissjóði, en mið- að við hagnað áfengisverzlunar ríkis- ins, þó svo, að hundraðshlutinn, sem til starfseminnar er ætlaður, verði meiri eftir því sem úr áfengissölunni dregur“. Frumvarp þetta ber nú ráðherrann aftur fram í Alþingi. (Það er birt í jólablaði Einingar). Þótt þessi tilhögun fjárveitingarinn- ar sé ekki að öllu leyti eftir óskum bind- indismanna, ber samt að fagna því, að skriður kemst á byggingamálið í heild. Telja templarar að málið þoli nú ekki lengri bið og hljóta því að standa ein- huga að kröfunni um aðstoð hins opin- bera til þessara framkvæmda. Fjöldi manna í landinu, bæði konur og karlar, sem ekki eru í reglu Góð- templara, skilja þessa nauðsyn og treystum vér þeim til að ljá þessu máli stuðning sinn, að það nái fram að ganga. Vér skorum á hæstvirt Alþingi, að athuga vel þá þörf, sem hér hefur ver- ið bent á og meta þau rök, er fram hafa komið, og ganga svo frá þessu máli að hægt verði að hefjast handa nú þegar um að koma upp veglegri templ- arahöll í Reykjavík, miðstöð bindindis- starfsins í landinu. Haraldur S. Norðdahl. Fyrir nokkrum árum var það ind- verskur fursti, sem átti flestar bifreið- ar, en hann átti þá líka 200 konur. ★ f ríkinu Baroda í Austur-Indlandi er til á safni teppi eitt, sem unnið var að í þrjú ár og var virt á þrjár milljónir króna. Hver þráður er keðja af allra fíngerðustu og dýrustu perlum, sem til eru. í miðju og hornunum eru hringir úr skírum demöntum. ir Á eynni Sumatra vex stærsta blóm í heimi. Það heitir Rafflesia-Arnodli og vegur 6 kgr. Þvermál blómhringsins er um einn metri. Það þarf um níu lítra af vatni á dag. kc Prestur nokkur var að tala yfir lík- börum manns, sem verið hafði óþokka- menni og drykkjumaður. Ekkjan hvísl- aði að syni sínum, hvort hann vildi ekki opna kistuna og athuga, hvort prestur- inn væri að tala yfir rétta manninum? Ef til vill hefðu þau lent á skökkum stað.- i X

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.