Eining - 01.01.1948, Síða 8
8
E I N I N G +
Einlng
Mánatinrbla® nm bindlndi»- o& menningarmál.
UitNtjdri <>•? ábyrgrðnrmntSur: Pétur Sigurðsson, pósthólf 982,
Reykjavík. Sími: 5956. Heimili: Bergþórugata 53.
Blaðiö kostar 1 kr. í lausasölu, 10 kr. árgangurinn. Afgreiðslan
hjá ritstjóranum.
Illnfiifi er gefiÖ fit nti tilhlutun: Samvinnunefndar um lyindindis-
mál. með fjárstyrk frá Stórstúku íslands, íþróttasambandi íslands,
Sanvhandi bindindisfélaga í skólum og Ungmennafélagi íslands.
í nefndinni eígr;‘ fiilltn'in einnig: Prestafélag íslands, Áfengis-
varnanefnd lcvenna. Allíýðusamband íslands og Samband íslenzkra
liarnakennara.
\ efiidarmenn: Pétur Sigurðsson, formaður, Gísli Sigurbjörnsson.
f'-hirðir, Jón Gunnlaugsson, ritari, frú Sigríður Björnsdóttir. s«'ra
Jaknb Jónsson, lngimar Jóhannesson. yfirkennari, Hermann Guð-
mundsson, forseti Alþ.samb. ísl., Stefán Jónsson, kennari, Stefán
ltunólfsson frá Hólmi.
Aramót
Þegar maöurinn fœðist, er þaö að mestu leyti fullkomin
ráögáta, hvort liann kann aö verða bööull manna eða bless-
un kynslóöinni.
Svo er og um livert nýtt ár, sem upp rennur.
Á íslandi kvaddi áriö 1947 meö afturhvarfi ríkisstjórnar
og Alþingis frá stöðugt vaxandi dýrtíö að viöleitni til bjarg-
ar atvinnuvegum landsmanna og niöurfœrslu dýrtíðarinnar.
En einnig þetta viröist œtla að verða ófriðarefni.
Eftir sóun og fjárbruöl stríðsáranna stóö þjóöin andspœn-
is óvenjulega kröppum gjaldeyrisvandrœöum. Tekin var upp
skömmtun á flestri erlendri vöru, fyrirskipuö og undir-
búin eignakönnun. Þetta raunalega neyöarúrrœöi í við-
skiptalífi þjóöa, þar sem hinn lieiöarlegi maöur er settur
á bekk meö f járdráttarmönnum og svikurum.
Hekla hélt uppi gosi rúmlega hálft áriö og hefur aldrei
áöur oröiö jafnmikill Ijómi um Heklugos sem aö þessu
sinni. Múgur og margmenni streymdi í lieimsókn til Heklu,
kvikmyndir voru teknar og vísindalegar rannsóknir iökaöar.
Hvalf jaröarsíldin kom mönnum á óvart og skákaöi for-
sjálni og búhyggindum nútíma atvinnulífs, en hún bœtti
nokkuö fyrir brot sinnar norðlenzku systur, sem aö þessu
sinni brást aö miklu leyti. Sunnanlands brást sól og þurrk-
ur. Heyfengur bœnda varö ýmist rýr éöa enginn. Varla kom
sólskinsdagur allt sumariö, en um Noröurlönd og víöar voru
hitar og þurrkar svo miklir að tjóni ollu.
í vesturhluta Evrópu voru þurrkarnir hinir mestu, sem
komiö liöföu í 50 ár. Sums staöar lirundu skepnur niöur í
haganum. í Svisslandi segja sérfróöir menn, aö þrjú ár
muni þurfa til aö bœta upp allt búpeningsdrápiö þar, sök-
um þurrka og uppskerubrests. Talið var, aö hveitiuppskera
Englands mundi veröa 30% minni, en í meöalárum. En flóö
og snjóþingsli vetrarins ollu þar stórtjóni, svo aö nœstum
er einstakt í sögu þeirrar þjóöar. Alls fórust yfir ein milljón
sauöfjár, í einum landshluta 200,000. Útflutningur kinda-
kjöts frá Welsh.. sem hefði getaö oröiö 400,000 kroppar,
varö aðeins 40,000.
í Indlandi hafa milljónir manna verið rifnir upp frá
heimilum sínum og störfum. Matvara er þar nú ekki meiri,
e.i hún var 1943, er hungursneyöin geysaöi í Bengal og ein
milljón manna dóu úr hungri. / Suðurhluta Asíu lifir 90%
íbúanna á hrísgrjónum, en lirísgrjónaforðinn er nú aöeins
ein:z þriöji af því, sem þarf tii þess aö fullnœgja þörfinni.
í Bcndaríkjunum varö maísuppskeran svo rýr, aö þaö
mun draga að mun úr útflutningi kornvöru. Hveitiuppskera
Frakka varö 50% minni en áriö áöur, og þjóöin liefur nú
staðið á þröskuldi borgarastyrjaldar, átt aö stríöa viö hat-
römni verkíöll cg vandrœöi, aem valdiö hafa henni stór-
tjóni. Á Italíu geröi ein milljón bœnda verkfall um tíma.
í Grjkklandi eyðilagðist einn þriöji hluti hveitiuppsker-
unnar, og yfir 300 þúsundir manna liafa oröið að yfirgefa
heimili sín og flýja myröandi og rœnandi herflokka.
Tjón af eldsvoöa, bœöi um öll Noröurlönd og víðar, hefur
oröið miklu meiri en mörg undanfarin ár. Gjaldeyrisvand-
rœöi kreppa víöa aö þjóöum og brezka heimsveldiö liefur
staöiö andspœnis liiiium mestu fjárhagserfiöleikum, sem
sögur fara af hjá þeirri þjóö.
Stríö liefur veriö í Indónesíu, í Indlandi og borgarastyrj-
óld í Grikklandi, einnig í Kína, og í Palestínu hafa verið ^ r
stöðug manndráp og skemmdarverk, og í lok ársins dregur
þar upp ófriöarbliku.
Segja má, aö enn logi í rústum styrjaldarinnar víðsvegar
um heim. Alls staöar er ókyrrð, uppþot, œsingar, verkföll,
skcmmdarverk og hatrömm stétta- og flokkabarátta. Millj-
ónir manna búa viö hungursneyð. Börn eru vansköpuð af
nœringarskorti og mikill fjöldi manna deyr úr hungri, en
aðrir lifa í ofáti og ofdrykkju.
Á íslandi drukku menn áfengi fyrir 40—50 milljónir
króna, í Englandi fyrir nœstum 700 milljónir stpd., í Banda-
ríkjunum fyrir 7 milljaröa eöa miklu meira. Enginn veit
um þá sóun til fulls. í Svíþjóð drukku menn áfengi fyrir
tœpar 800 milljónir sœnskra króna, í Danmörku fyrir 5—
600 millj. kr., í Noregi fyrir 4—500 millj. kr., í Canada fyrir
4—500 milljónir dollara.
Ógrynni af matvöru, sem nœgt heföi til fóöurs milljón-
um hungraöra manna, hefur veriö snúiö í áfengi, sem veld-
ur meira tjóni en allt annað, á eignum manna, mannslíf-
um, menningu, verömœtum, siöferöi og öllu dyggöugu og
lofsveröu, en veldur liruni lieimila, slysum, glœpum, ofheld-
isverkum, úrkynjun, eymd, fátœkt og ólýsanlegu böli í öll-
um myndum.
Slíkar eru sárabœtur þjóðanna. i
Sé það satt, aö liver og einn uppskeri samkvœmt því er
hann sáir, þá hefur illa veriö sáö.
Ef hinar svo kölluöu kristnu þjóöir heföu ástundaö á 17.
og 18. öld kristilegar dyggöir, sanngirni, jöfnuö og réttlœti
í viöskiptum, atvinnumálum og aðbúö manna á öllum sviö-
um, þá heföi aldrei neinn efniskyggju-Marxismi stungið
upp höföinu, engin frelsisstyrjöld áti sér staö í Ameríku,
engin stjórnarbylting í Frakklandi, engin bylting í Rúss-
landi, enginn facismi eöa Hitlerismi oröiö til, og engar tvœr
heimsstyrjaldir með öllum þeirra. ógnum og manndrápum. j
Þá þyrfti nú enginn aö stara ógnþrungnum augum á at.óm-
sprengju liangandi í loftinu rjfir höföum ógcefusamra þjóöa.
Allt þaö blóö, sem runniö hefur í þessum hamförum kyn-
slóöanna, munu komandi aldir krefja af liinum ótrúu og
sviksömu þjónum, sem fyrir miklu var trúaö, en brugöust
köllun sinni og létu meinsemdirnar þróast og dafna í skjóli
andvaraleysis, eigingirni og makinda, og þeirrar skynhelgi,
sem játar Guö meö vörunum en afneitar honum í verki.
Aöeins þar, sem kristindómur þjóöa hefur brugöizt, getur
efnishyggjan brotizt til valda, ræktaö guöleysi, stundað J
skemmdarverk og steypt mannkyni í glötun.
Hvaö fœrir svo áriö 1948 þjáöu mannkyni?
Þaö er ekki allt komiö undir alþjóöaráöstefnum og lög-
gjafarþingum þjóöa. Sá ófriöarandi, sem stööugt veitir
mannkyni dýpstu sárin, er aö verki í fjölskyldulífi manna
um allan heim og í brjósti lwers einstaklings.
Vilji menn fá betri heim og bjartari tíma, en veriö hafa,
þá veröur hver og einn aö stunda sjálfsbeírun og þegnskap
í hvívetna. Þá veröur jafnvel eignakönnun óþörf, og ekki
aöeins grœdd sár þjóöanna, heldur og þvegin af þeim marg-
ur smánarblettur.
MeÖ slíkum ásetningi skulum við stíga inn fyrir þröskuld
liins ókomna og bjóöa hver öðrum:
GLEÐILEGT NÝÁR.