Eining - 01.01.1948, Blaðsíða 10
10
E I N I N G
snjóar og frost (8. des. 14°) og síð-
ustu vikur ársins urðu mjög hrakviðra-
samar. — Aflabrögð voru með bezta
móti framan af vetrarvertíð, en er á leið,
hamlaði gæftaleysi sjósókn tilfinnin-
lega. Aftur gaf haustvertíð góðan afla.
Hinn 1. okt. var Þórður yfirdómari
Jónassen kosinn bæjarfulltrúi í stað
Jóns yfirdómara Johnsen, sem fór aftur
utan um haustið til vetrardvalar ytra.
Jónassen var einnig kosinn oddviti full-
trúanna. — í niðurjöfnunarnefnd var
kosinn Edvard Siemsen í stað M. W.
Bjerings.
Um vorið barst hingað svar stjórnar-
innar við málaleitun stiftamtmanns
Hoppe um upptöku Reykjavíkur í sam-
band dönsku kaupstaðanna um bruna-
mál og vátryggingu gegn eldsvoða. Taldi
stjórnin enn meðteknar upplýsingar ó-
fulinægjandi, en lýsti því yfir, að ef
Reykvíkingar vildu stofna með sér vá-
tryggingafélag gegn eldsvoða, mundi
stjórnin fús til að styðja það, með því
að tryggja í því félagi húseignir hins
opinbera hér í bæ með fullu virðingar-
verði þeirra og takast á hendur ábyrgð
á allt að 10 þús. ríkisdölum, ef eldsvoða
bæri að höndum, þó þannig, að einn
þriðji hluti virðingarverðs húsanna væri
ávallt í ábyrgð eiganda. Um haustið var
borgaarafundur haldinn um málið og
þessu boði stjórnarinnar hafnað, því að
tryggingin væri of lítil til þess að hús-
eigendur gætu fengið lán gegn veði í
húsum þeirra.
Kgl. tilskipun mælti svo fyrir, að
stækka skyldi og umbæta dómkirkjuna
samkvæmt tillögum og uppdrætti L A.
Winstrups húsameistara. Kostnaður var
áætlaður 30 þús. rdl. Skal byggja aðra
hæð úr múrsteini ofan á kirkjuna alla,
kórstúku austur úr henni og forkirkju
fram úr, hvorttveggja úr múrsteini. —
Einnig var ákveðið að gera skuli nýja
altaristöflu og setja sigurverk í turninn.
Jafnframt var í annarri kgl. tilskipun
mælt svo fyrir, að dómkirkjuprestur
skuli leystur frá þeirri skyldu að flytja
messur í Viðeyjar-bænhúsi, en sú þjón-
usta falin prestinum að Mosfelli og Gufu
nesi, sem embætti þar 10. hvern helgan
dag. — Hin stækkaða dómkirkja var
komin undir þak í lok ágústmánaðar um
sumarið. Sá hét Schytte, danskur timb-
urmeistari, er stjórnaði verkinu. — Með-
an á endurbyggingu dómkirkjunnar
stóð, fór messuflutningur fram í lík-
húsinu í nýja kirkjugarðinum, en tvö
prestsefni voru um sumarið vígð af
biskupi í Viðeyjar-bænahúsi. Þessi tvö
prestsefni voru Magnús Hallgrímsson
Thorlacius, aðstoðarprestur að Hrafna-
gili og Páll Jónsson aðstoðarprestur til
Miklabæjar í Skagafirði.
Fjáraðskilnaður Reykjavíkurkaup-
staðar og Seltjarnarnesshrepps var loks,
með kansellíbréfi 7. sept. um haustið,
endanlega fastmælum bundinn.
Meira.
r
Aíengið sigraði
Evrópumeistarann
Huseby
I dönsku íþróttablaði, sem gefið er
út á vegum „Politiken“, birtist grein
um íslenzka íþróttamenn þann 26. ágúst
í sumar.
Þar er yfirleitt farið mjög lofsam-
legum orðum um íslenzka íþróttastarf-
semi og einstaklinga innan íþróttahreyf-
ingarinnar og það er hrífandi að sjá,
hve greinarhöfundur virðist hafa fylgst
vel með íþróttaafrekum okkur íslend-
inga.
En það er sérstaklega einn kafli í
þessari grein, sem vekur eftirtekt, en
það er frásögn af okkar fyrsta Evrópu-
meistara, Gunnari Huseby. Hann er
þarna talinn „sorgarþátturinn í ís-
lenzkri íþróttasögu".
Eitt af stærstu vandamálum okkar
þjóðfélags hefur verið baráttan við á-
fengisbölið. Þessi barátta hefur sótzt
mjög misjafnlega á hinum ýmsu stöð-
um í þjóðfélaginu og hafa sumar af okk-
ar æðstu menntastofnunum verið sak-
aðar um að leggja þar lítið að mörkum,
er til framfara megi telja. Og svo hafa
limirnir oft viljað dansa eftir höfðinu.
í rauninni er sama sagan í þessu máli,
innan íþróttahreyfingarinnar.
Til forustu íþróttamálanna hafa að
vísu oft og víða valizt góðir og gegnir
menn, en því miður vilja þetta stund-
um verða misjafnir náungar, sem hvergi
annars staðar hafa átt þess kost að
koma nafninu sínu á prent. Stundum
eru þeir vel þekktir fyrir ölvun á opin-
berum skemmtistöðum og jafnvel á
samkomum, sem þeirra eigin íþrótta-
félög standa fyrir. Ég hef komið á
skemmtun hjá íþróttafélagi, þar sem
forustumaðurinn var að þvælast blind-
fullur, sjálfum sér og öðrum til skamm-
ar og leiðinda.
Hver getur ætlast til, að undir slíkri
forustu geti alizt upp reglusamir og
dugandi íþróttamenn. — Svo vitna þess-
ir forvígismenn í Huseby og segja: —
„Sjáið Huseby. Enginn drekkur meira
en hann, sjáið árangurinn". Já, sjáið
árangurinn. Og nú skulum við gefa
þessu danska íþróttablaði orðið:
Áfengið sigraði Huseby. Og svo kom-
um við að hinum sorglega kafla í í-
þróttasögu Islands, sem heitir Gunnar
Huseby. Þessi ungi maður, (sem aðeins
er 24 ára, en lítur út fyrir að vera 40)
hefur meðfædda íþróttahæfileika og auk
þess sjaldgæfa hæfileika til árangurs
í kúluvarpi og kringlukasti. En hættu-
legasti óvinur íþróttanna, áfengið, hef-
ur náð valdi á honum. Það var einnig
á góðri leið með það fyrir einu ári, en
framúrskarandi þjálfarar hjálpuðu hon-
um í þeirri baráttu. Árangurslaus til-
raun var einnig gerð í ár, en Huseby
hefur misnotað öll þau ágætu tækifæri,
sem honum hafa verið gefin, og nú er
hann glataður íslenzkum íþróttum.
Hryggilegt að íþróttirnar skyldu tapa
í þessari baráttu við áfengið.
(Idrætsbladet 26. ágúst 1947)
Ég geri ráð fyrir, að flestir geti tek-
ið undir með danska blaðinu, að það
sé hryggilegt, að íþróttirnar skuli þurfa
að bíða ósigur fyrir áfenginu. En svo
hefur oft farið og mun fara enn, ef
við tökum ekki upp miklu strangari bar-
áttu gegn áfenginu innan íþróttastarf-
seminnar, en við höfum gert hingað til,
því vægast sagt höfum við flotið sof-
andi að feigðarósi í þeim efnum.
Guttormur Sigurbjörnsson.
Höfðinglegar gjafir.
Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur gefið stúk-
unni Framsókn á Siglufirði 10 þúsund krónur
í afmælisgjöf á 25 ára starfsafmæli stúk-
unnar. Skal upphæð þessi renna í nýbygg-
ingarsjóð sjómannaheimilisins.
Á síðastliðnu ári færði frú Svafa Mathiesen
barnastúkunni Kærleiksbandið í Hafnarfirði
12 þúsund króna gjöf frá sér og nokkrum
mönnum, til minningar um mann hennar,
Árna Mathiesen, sem lézt á liðnu ári. Skal
stofna sjóð með þessari fjárupphæð er verja
skal til bindindisstarfsemi, og er tilhögun og
framkvæmd þess lögð í vald stúkunnar.
I. O. G. T.
Stúkan Daníelsher í Hafnarfirði fékk mynd-
arlega heimsókn á fund sinn þriðjudaginn 3.
des. s. 1. Það var stúkan Vík í Keflavík, sem
heimsótti, og fjölmennti mjög. Félagar henn-
ar voru næstum 50, en auk þess var hátt á
annan tug úr Reykjavík og Hafnarfirði.
Stúkusalurinn var þéttsetinn og meiri hlut-
inn var ungt fólk. Stúkan Daníelsher fagnaði
gestum vel og veitti myndarlega kaffi, smurt
brauð og kökur. Ræðuhöldum var í hóf stillt,
en á eftir var lífgað upp með dansinum.
Stúkan Vík í Keflavík var stofnuð í fyrra,
og áttu þau hjónin, Gissur Pálsson rafvirkja-
meistari og frú Sigþrúður Pétursdóttir, drjúg-
an þátt í að vekja hana til lífsins, en þar
hefur vel tekizt, því að nú telur stúkan 140
félaga. Unga fólkið er í meiri hluta, en traust-
ir og reyndir eldri félagar þar á meðal.
Meira áfengi, fleiri drykkjumannahæli.
Ráðgert er að reisa í Stokkhólmi mikið
sjúkrahús handa áfengissjúklingum.
Á hvaða leið er sú heimsmenning, sem eitr-
ar fyrir börn sín með áfengi og margs konar
skaðnautnum, en kostar svo óhemju fé til að
annast um afbrotamenn og sjúklinga, sem
slíkt nautnalíf framleiðir?
Matvara eyðilögð. Menn sveltir.
England vantar vinnukraft, en 400,000
manna eyða öllum tíma sínum og starfskröft-
um við áfengisgerð.
England skortir brauð og í nágrenni þess
deyr fólk úr hungri, samt notar þessi þjóð
níu hundruö þúsund lestir af korni til áfeng-
isgerðar. Væri þetta korn notað til skepnu-
fóðurs, mætti -hafa upp úr því 100,000 til
125,000 lestir af kjöti og 1,000,000,000 -— einn
milljarð eggja.
Þessar tölur eru birtar hér samkvæmt hin-
um beztu heimildum. Getur þjóðum verið
sjálfrátt, sem breytir matvöru hungraðra
manna í skaðlegan eiturdrykk, sem veldur
fjárhagslegu, siðferðilegu, menningarlegu og
heilsufarslegu böli, slysum, glæpum, úrkynj-
un og niðurlægingu í öllum myndum?