Eining - 01.01.1948, Qupperneq 11
E I N I N G
11
#
Afeitgisniáliii á Alþingi
\
s
s
Á Alþingi því, sem nú situr, hefur
verið rætt um áfengismál og bindindis-
starfsemi meira en oft áður á því virðu-
lega þingi, og hafa þingskjöl um þessi
mál, ýmist í formi þingsályktanatillagna
eða lagafrumvarpa orðið fleiri í haust,
síðan þingið hófst, en nokkru sinni fyrr
á svo skömmum tíma. Þá verður ekki
annað sagt, en að umbjóðendur alþing-
ismanna, kjósendurnir í landinu, hafi
fylgzt nokkuð með því, sem fram hefur
farið í þessum málum í Alþingi. Er
það vel farið, að þeir láti sig nokkru
skipta þingmál, enda getur það verið
styrkur alþingismönnunum í vanda-
sömu starfi þeirra.
Áfengismálin eru vissulega í flokki
hinna vandasömu mála. Hvort sem þau
eru rædd á Alþingi eða annars staðar,
virðist mönnum bera saman um brýna
nauðsyn þess, að eitthvað sé gert, sem
bæta mætti núverandi ástand. En skipt-
ar skoðanir eru um, hvað gera skal, og
er það ekki undarlegt í svo alvarlegu
máli.
Um eitt virðast menn þó sammála,
að auka beri bindindisfræðslu, og er
nýjasta framkomna frumvarpið einmitt
um það, að hækka verulega framlag
ríkisins til bindindisfræðslunnar. Flyt-
ur það Bjarni Benediktsson dómsmála-
ráðherra.
Það ætti að vera sameiginleg ósk allra
Islendinga, að Alþingi mætti takast að
leysa þessi mál á sem beztan hátt og
að vilja sem flestra landsmanna.
Til fróðleiks skal getið hér á eftir
erinda þeirra, sem Alþingi hefur í haust
borizt um áfengismálin.
Stórstúka íslands skorar á Alþingi,
að samþykkja tillögu til þál., um ráð-
stafanir til að draga úr áfengiskaupum.
Stjórn áfengisvarnanefndar kvenfé-
laga í Reykjavík og Hafnarfirði sendir
ályktun áfengisvarnar kvenna í Árnes-
sýslu um sama efni.
Sama nefnd 1) skorar á Alþingi, a)
að vinna gegn aukinni áfengisneyzlu,
b) að sjá um að áfengislög landsins
gildi á Keflavíkurflugvelli. 2) mómælir
a) framkomu frv. um ölgerð og sölu
öls, b) hömlulausri sölu áfengis og
tóbaks, meðan nauðsynjavörur eru
skammtaðar.
Samvinnunefnd bindindismanna skor-
ar á Alþingi að samþykkja tillögu til
þál. um: 1) ráðstafanir til að draga úr
áfengisnautn, 2) afnám vínveitinga á
kostnað ríkisins, og 3) afnám sérrétt-
inda í áfengiskaupum. Ennfremur skor-
ar nefndin á ríkisstjórnina og Alþingi
að auka bindindisfræðslu og koma góðu
skipulagi á allt bindindisstai’f í landinu.
Stúkan Framtíðin i Reykjavík skor-
ar á Alþingi að samþykkja sömu tillögu
til þál.
Héraðssamband U. M. F. Vestfjaróa
skorar á Alþingi og ríkisstjórn 1) að
láta lögin um héraðabönn koma til fram-
kvæmda sem allra fyrst, 2) að afnema
vínveitingar í opinberum veizlum á
kostnað ríkisins, 3) að láta bindindis-
menn ganga fyrir við embættaveitingar.
Mótmæli gegn lagafrumvarpi um öl-
gerð og sölumeðferð öls í landinu:
Frá Stjórn áfengisvarnanefnd kvenfélaga í
Reykjavík og Hafnarfirði.
— Stórstúku íslands.
— Stúkunni Hörpu í Bolungavík.
— Verkakvennafé). Framsókn í Reykjavík.
(vill algert aðflutningsbann).
— Afengisvarnanefnd kvenfélaga á Siglu-
firði.
— Stúkunni Verðandi í Reykjavík.
— Samvinnunefnd bindindismanna.
— Umdæmisstúkunni nr. 1.
— Stúkunni Víkingur í Reykjavík.
— Hinum almenna kirkjufundi í Reykjavik.
— Þingstúku Reykjavíkur (3 skjöl).
— Stúkunni Borg í Borgarnesi.
— Stúkunni Framtíðin í Reykjavík.
— Afengisvarnanefnd kvenna í Vestmanna-
eyjum.
— Stúkunni Freyju í Reykjavík.
— íþróttasambandi íslands.
— Stúkunni Daníelsher í Hafnarfirði.
■—• 20. þingi Alþýðusambands íslands í
Reykjavík.
— Áfengisvarnanefnd kvenfélaga á Akur-
eyri.
— Stjórn kvenfélags Eyrarbakka.
— Áfengisvarnanefnd kvenfélags Eyrar-
bakka.
— Kvenfélagi Alþýðuflokksins í Reykjavík.
— Stúkunni Mínervu í Reykjavík.
-—• Stjórn íþróttasambands Akureyrar.
■—• Kvenfélags Hraungerðishrepps.
-—• Stúkunni Einingunni í Reykjavík.
— Kvenfélagi Grindavíkur.
— Áfengisvarnanefnd Ólafsfjarðar.
— Stúkunni Hlíðin í Fljótshlíð.
— Stúkunni íþöku í Reykjavík.
— Stúkunni Hörpu í Bolungavík.
— Kvenfélaginu Bergþóra í Vestur-Land-
eyjum.
— Stjórn Ungmennafélags Islands.
— Ungmennasambands Snæfellsness og
Hnappadalssýslu.
— Stúkunni Dröfn í Reykjavík.
— Sjálfstæðiskvennafélaginu Varboða í
Hafnarfirði.
— Áfengisvarnanefnd Bólstaðahlíðarhrepps
í Austur-Húnavatnssýslu.
— Áfengisvarnanefnd kvenna á Stokkseyri.
— Stúkunni Frón í Reykjavík.
— Almennum borgarafundi á Akureyri
25. nóvember.
— Stúkunni Framför í Garði.
— Stúkunni Vík í Keflavík.
— Verkalýðsfélaginu Skjöldur á Flateyri.
— Stúkunni Straumhvörf á Flateyri.
— Fundi í Neskaupstað, sem haldinn var
að tilhlutan kvenfélagsins Nanna og
slysavarnafélagsins þar.
—- Stjórn hins skagfirzka kvenfélags.
— Barnastúkunni Fyrirmyndin.
— Stúkunni Dagsbrún á ísafirði.
— Fjórum kvenfélögum í Barðastrandar-
sýslu.
— 686 alþingiskjósendum á Akureyri.
— Stúkunni ísfirðingur.
— Sambandi sunnlenzkra kvenna.
— Stúkunni Akurblóm á Akranesi.
— Kvenfélagi Gaulverjabæjarhrepps.
— Kvenfélaginu Sigurvon í Staðarsveit á
Snæfellsnesi.
— Kvenfélagi Húsavíkur, stúkunni Pól-
stjarnan og verkakvennafélaginu Von á
Húsavík.
— Náttúrulækningafélagi íslands.
— Stúkunni Framsókn á Siglufirði.
— Stúkunni Hörpu í Bolungavík. (undir-
skrift 282 kjósenda).
— Mæðrafélaginu í Reykjavík.
— íþróttabandalagi Hafnarfjarðar.
— Áfengisvarnanefnd kvenna á ísafirði.
— Sameiginiegum fundi stúknanna Isafold-
ar og Brynju á Akureyri.
— Umdæmisstúku Vestfjarða.
— Kvenfélagið Neisti í Barðastrandahreppi.
Alls eru þetta 75 erindi send Alþingi varð-
andi áfengismálin.
Samvinnunefnd bindindismanna.
Glæpir og áfengi
,,Eigi sigur að vinnast á glæpalífinu,
verður að sigra áfengisbölið", segir í
norska blaðinu, Follcet.
Þar er hryggileg saga ungs manns.
Hann er 24 ára, sýnir þrítugri konu
giftri líkamlegt ofbeldi, er dæmdur í
tveggja ára fangelsi, þótt hann væri
drukkinn, er hann framdi ofbeldisverk-
ið. Hann sækir um náðun, um 100 kon-
ur og karlar styðja með undirskriftum
náðunarbeiðni hans, og hann fær hinn
bezta vitnisburð hjá öllum, sem eru
honum handgengnastir. Náðunarbeiðni
hans er vísað á bug og hann situr í
fangelsi í tvö ár. í desember 1946 er
hann aftur frjáls maður, en í marz
1947 er hann tekinn fastur á ný og þá
fyrir enn alvarlegra ofbeldisverk. Einn-
ig þá var hann drukkinn.
Við réttarhaldið kom í ljós, að nokkru
áður en hann beitti konuna ofbeldi,
hafði hann haft í frammi nauðgunar-
tilraun við ungling. Einnig þá var hann
drukkinn.
Læknar geta ekki fundið neitt ónor-
malt við unga manninn. Um slæma erfð
er ekki að ræða, hann er frá góðu heirn-
ili og hafði aldrei orðið fyrir neinu ó-
heppilegu á bernskudögum sínum.
,,Það er áfengið, sem hefur gert hann
að glæpamanni“, segir norska blaðið,
og undirstrikar þá setningu. Bætir svo
við fleiri hryggilegum sögum um
drykkjuskap og lagabrot.
Sumar og vetur
Gaman er í sumarsælu
sveima um blómgan skógarrunn.
En í vetrar aftankælu
er mér líka fegurð kunn:
Þegar jörðu mildur máninn
munargeislum blíðum vefur,
og í friði undir snjánum
anganrósin ljúfa sefur.
Hákon.
Hafir þú verið í samkvæmi, þar sem
þér hefur fundizt þú þurfa að skamm-
ast þín fyrir grófar hendur og sprungn-
ar af erfiði, þá hefur þú verið í slæmu
samkvæmi. — Björnstjerne Björnson.