Eining - 01.01.1948, Page 13
E I N I N G
13
Mdl er þeim að sjd
að sér
„Bi'egst Amerika æskulýð sínum?“
spyr norskt blað, og hefur svo eftir
Philly Wylie í amerískm blaði þessar
setningar:
„Fræðslu- og skólakerfi Bandaríkj-
anna hefur brugðizt gersamlega, (spill-
et fallit). Því hefur ekki tekizt að ala
upp menn til þess að verða þroskaðir,
menntaðir og vel upplýstir þjóðfélags-
þegnar með ábyrgðartilfinningu. Þeir
eiga því ekki til nægilegt siðgæðisþrek
og andlegan styrkleika. Hjónaskilnuð-
um fjölgar, ungir menn eiga ekki sál-
arlegt jafnvægi og geðró, og yfirfullt
er í fangelsum og geðveikrasjúkrahús-
um.
Hinn mest áberandi galli fræðslu-
k kerfis okkar er sá, að unglingarnir
þroskast ekki til að geta tjáð sig greini-
lega. Orðaforði þeirra, sem koma frá
þessum skólum, er svo lítill, að sýni-
lega hafa þeir ekki fengið þá upp-
fræðslu, sem þarf til þess, að menn
geti hugsað skýrt og komið orðum vel
og skynsamlega að hugsun sinni. Við
eigum aðgang að betri þroskalindum,
en þeim, sem hér um ræðir, en helzt
lítur út fyrir, að fjöldinn allur vilji
ekki sinna öðru en hégómlegum kvik-
\ myndum og léttúðugu útvarpsrausi".
Svo segist þessum blaðamanni í nóv-
ember 1947. En ekki er það glæsilegra,
sem sagt er í Reader’s Digest, október
sama ár. Þar segir:
„Spurningapróf í gagnfræðaskólum
um öll Bandaríkin, hafa leitt í ljós þá
alvarlegu staðreynd að mikill hluti nem-
endanna er ekki sæmilega læs“.
Þar segir svo, að þessi æskulýður
geti fært sér í nyt myndablöð og ýmis-
legt fánýtt léttmeti, einkum skólabæk-
ur. En öðru máli gegni um fullkomn-
ara lesmál. Lestrarkunnátta sé þó mjög
nauðsynleg nú um stundir, og sökum
skorts á henni, geti þessi æskulýður
ekki notið sín til fulls menningarlega,
félagslega eða við almenn störf.
I 31 ríki Bandaríkjanna hafa kenn-
arar lýst yfir því, að „í 96 prósent af
bekkjum móðurmálskennslu gagnfræða-
skólanna sé skortur á lestrarkunnáttu
nemendanna ýmist yfirgnæfandi eða
mjög áberandi tálmun. Meiri hluti þess-
ara kennara fullyrða, að nemendur
þeirra lesi minna, að fráteknum skóla-
bókum, en tíðkaðist fyrir 10 árum“.
Engum dettur víst í hug, að þessir
unglingar séu ver gerðir né gefnir, en
unglingar voru áður. Hitt er að verða
augljóst, að þjóðaruppeldi margra þjóða
hefur verið á hinum verstu refilstig-
um. Fróðleikshrafl vegur ekki upp á
móti öllu æsimáli og áfengi nautnalífs
og fánýtra skemmtana, sem ágjarnir
aðilar selja til siðspillingar og afmennt-
unar kynslóðinni. Má hér nefna kvik-
myndir, reyfara, hasarðblöð, margvís-
legar lélegar skemmtanir, áfengi og
sígarettur. Allt er þetta gróðavegur
mikill fyrir seljandann, en mismunandi
skaðræði fyrir kaupandann.
Hér við bætist svo hin sorglega stað-
reynd, að mikill fjöldi þeirra manna,
sem fást við uppeldi æskulýðsins í skól-
um, á heimilum og jafnvel innan kirkj-
unnar, á enga þá lífsskoðun til, sem
hægt er að segja um, að grundvölluð
sé óhagganleg á bjargi mannkærleika
og guðshyggju. En án þeirrar undir-
stöðu siðgæðis og andlegs þroska, verð-
ur allt uppeldi rótslitið, losaralegt og
léttvægt. Fróðleikshrafl má sín þar lít-
ils. Logheitar stjórnmálaskoðanir, sem
hafa asklokið fyrir himinn og „magann
fyrir sinn Guð“, bæta heldur ekki úr
slíkum vanda, jafnvel ekki guðfræði-
þynka eða harðsoðinn „rétttrúnaður“, án
þeirrar auðlegðar og rótfestu, sem að-
eins fæst við þann vizku- og heilsu-
brunn, sem aldrei hefur brugðizt þeim,
er svölunar og næringar hafa leitað sér
þar, bæði þeim sjálfum og öldum og
óbornum til varanlegrar velferðar og
blessunar.
Eigi fræðarar æskulýðsins að geta
auðgað hann þeirri þekkingu, siðgæðis-
þreki og manndómi, sem stenzt hverja
raun, þá verða þeir að hafa kaíað djúpt
eftir sannleiksperlunni dýru.
Pétur Sigurðsson.
Kaupið timbur
og ýmsar aðrar byggingavörur
bjá sfærstu timburverzlun landsins
Timburverzlunin VÖLUNDUR h.í
Reykjavík
Búnaðarbanki Islands
Höfum áuallt fyrirliggjandi allskonar Stofna'ður með lögum 14. júní 1929.
hjúkrunargögn og umbúðir. Útbúum með stuitum fyriruara meðala- kassa uið allra hcefi í stutt og löng ferðalög. Bankinn er sjálfstæð stofnun undir scrstakri stjórn og er eign ríkisins. — Trygging fyrir innstæðufé er ábyrgð ríkissjóðs auk eigna bankans sjálfs. Bankinn annast öll innleml bankaviðskipti, tekur fé á vöxtu í sparisjóði, hlaupareikningi og viðtöku- skirteinum. — GreiBir iiœstu innlánsvexti.
INGÓLFS APÓTEK i Aðalaðsetur í Reykjavík: Austurstræti 9. Útibú á Akureyri.