Íþróttablaðið - 01.01.1925, Qupperneq 8
2
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Fyrsta fimleikaför I. R.
til Noröurlandsins.
Eftir Bennó.
I.
Flestir menn hafa einhver hugðastörf
(hjáverkastörf). Mjög mikið ríður á
því að þessiTáhugastörf séu vel valin,
svo þau verði bæði einstaklingnum og
þjóðfélaginu til gagns og farsældar.
Það eru nú rúm átta ár, síðan fyrst var vakið
máls á því í Iþróttafélagi Reykjavíkur (= I. R.),
að senda ætti
beztu fimleika-
menn félagsins
kringum land,
að sýna fim-
leika í öllum
helztu kaup-
stöðum lands-
ins; því það
mundi áreið-
anlega vera
bezta leiðin,
til að útbreiða
fimleika-listina
í okkar strjál-
bygða landi.
En fimleikar
eru af mörg-
um taldir vera
aðalundirstaða
fyrir frekari í-
þróttaiðkunum,
og keppni í
þeim, og ættu
íþróttamenn vorir að muna það betur, en þeir
hafa gert til þessa. Er enginn efi á því, að t. d.
íslenzka glíman yrði ólíkt fallegri og tilþrifameiri,
ef glímumenn vorir vildu leggja meiri stund á
fimleika, en þeir hafa gert hingað til.
En bæði vegna fjárskorts og annara orsaka,
hefir aldrei orðið neitt úr þessum fimleikaleiðangri
í. R., fyr en á þessu ári (þ. e. 1923), að félagið
sendi karlasveit sína norður á Akureyri. Þó hafði,
eins og gefur að skilja, oft verið á það minst inn-
an félags, og áhuganum fyrir slíkri útbreiðsluför
haldið vakandi. I fyrstu var tilætlunin að senda
minst 10 manna sveit, en er leið að burtfarardegi,
komu ýmsar óvaentar hindranir, er höfðu þau á-
hrif að við urðum að eins sex fimleikamennirnir,
er norður fóru fyrir félagið að sýna, og voru
það þessir: Björn Steffensen, Ósvaldur Knudsen,
Sigurliði Kristjánsson, Magnús Þorgeirsson, Tryggvi
Magnússon og undirritaður.
Auk þess voru með í förinni: Steindór fimleika-
kennari Björnsson, frá Gröf, sem var umsjónarmaður
áhalda, og Guðm. myndhöggvari Einarsson, frá Mið-
dal, er var fánaberi á sýningunum. Fimleikakennari
Björn Jakobs-
son, frá Narfa-
stöðum, stjórn-
aði fimleika-
sveitinni, og
æfði hana sér-
staklega undir
þessa norður-
för, og það á
hverjum degi
síðasta mán-
uðinn. Þótti
stjórn íþrótta-
félagsins og
öðrum áhuga-
sömum félags-
mönnum, þessi
sveit vera vel
valin, og ef-
uðust ekki um
að hún mundi
verða félag-
inu til sóma,
og íþrótta-
stefnunni til gagns og framfara. Varð sú og raunin
um sýningarsveitina, eins og síðar segir.
II.
Við lögðum af stað héðan 11. júlí, með e.s.
»Ðotníu« áleiðis til Akureyrar. Skipið átti að fara
héðan kvöldið áður, en vegna bilunar á gufupípu
gat það ekki farið fyrr en daginn eftir. Vegna
þessarar tafar gat ekki orðið úr fimleikasýningu á
Skutulseyri (— Isafirði), eins og til stóð; því þang-
að kom skipið daginn eftir (kl. 5 árdegis), eftir
beztu sjóferð. Skipstjórinn var ófáanlegur til að
Frá vinstri: Guðm. Einarsson (fánaberi). Björn Jakoksson (fimleikakennari).
Ben. G. Waage (fararstjóri). Björn Steffensen (gjaldkeri fararinnar'. Ósvaldur
Knudsen. Sigurliði Kristjánsson. Magnús Þorgeirsson. Trvaavi Magnússon og
Steindór Björnsson (umsjónarmaður áhalda).