Íþróttablaðið - 01.01.1925, Page 9

Íþróttablaðið - 01.01.1925, Page 9
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 bíða nokkuð; og fór skipið aftur frá Skutulseyri fyrir hádegi. Til Siglufjarðar komum við um mið- nætti 12. júlí, og vorum þar um borð um nóttina. Snemma um morguninn fórum við í land að svip- ast eftir sýningarstað; því ákveðið var að sýna þar um kvöldið. Við komum víða við. Salurinn í gamla kvikmyndahúsinu var svo lítill, að við vildum held- ur sýna úti, væri þess nokkur kostur. Bezt leizt okkur á að sýna á bryggju Edvins Jacob- sens, síldarútvegsmanns. En þegar farið var að falast eftir því, var okkur neitan að sýna þar. Umráðamaður bryggjunn- ar var þó íslenskur, og hét ]ón; ættaður úr Þingeyjar- sýslu, sem sögð er að vera mesta menningarsýsla lands- ins. Þótti okkur þetta kaldar viðtökur, og ólíkar höfðings- skap og gestristni fornmanna, t. d. Atla í Fljótum, þræls Qeirmundar heljarskinns, er hann tók við Vébirni Sygna- kappa og systkinum hans og húskörlum, upp á sitt eindæmi, og bað þau engu launa vistina. Vébjörn Sygna- kappi var nýkominn frá Nor- egi, vegna ósáttar við Hákon jarl (sbr. Landnámu bls. 110 til 112; útg. Sig. Kr. 1891). Okkur var áhugamál að sýna á Siglufirði, og ekki síður er við fréttum að fim- leikasýning hafði aldrei áður verið þar í kaupstaðnum. Héldum við þá á næstu bryggju, sem var eign Kveldúlfsfélagsins, og gaf forstöðumaður hennar, Matthías Hallgríms- son, þegar leyfi sitt, til að við mættum sýna þar. En þar sem mikið þurfti að girða hana og lag- færa, var hætt við að sýna þar, en fljótlega tekið rausnarboði Helga kaupmanns Hafliðasonar, er okkur barst í þeim svifum, um að sýna á bryggju- torgi hans, er lá skamt frá Kveldúlfsbryggjunni, og hann létjagfæra og útbúa svo við gætum sem bezt notið okkar þar. III. Þar sem sýningarstaðurinn var nú fenginn, var fimleikasýningin auglýst í skyndi á öllum götuhorn- um og símastaurum. Svo hagaði til að tvær tré- bryggjur lágu út á sýningarsvæðið, og var því gott að selja þeim aðgang, sem landleiðina komu. Þó síldartíminn væri að byrja, og fyrsta veiðin að koma á land, var töluvert af fólki komið, þegar sýningin hófst. en þeg- ar staðæfingarnar voru vel byrjaðar, komu helmingnum fleiri — á bifbátum. Og voru þeir svo þéttskipaðir, að ýmsir farþeganna höfðu leitað hælis upp í siglutrjánum — vitan- lega til að njóta útsýnisins. Það var nýstárleg sjón að sjá fólkið í siglutrjánum, frá sýn- ingarstaðnum, vaggandi á öld- unurn. Og hafði það þau ein- kennileg áhrif að mönnum fanst bryggjan vera á floti. Vinur okkar, ]ón úr Þing- eyjarsýslunni, lét sér nægja að vera á Kveldúlfsbryggunni; er vonandi að við höfum »kristnað« hann áður sýning- unni lauk. Ahorfendur virtust vera mjög hrifnir, og klöppuðu okkur óspart lof í lófa. Vmsir bæjarbúar buðu okk- ur heim til sín á meðan við dvöldum á Siglufirði, og bið- um eftir e.s. »Síríus«, sem koma átti daginn eftir. Eg vil hérmeð leyfa niér í nafni I. R. að þakka þessu fólki, fyrir hinar ágætu viðtökur. Ég var svo heppinn að vera á fallegasta staðn- um á Siglufirði, á prestsetrinu, Hvanneyri. Er þaðan stutt upp í Hvanneyrarskál, og var haldið þangað daginn eftir sýninguna, og upp á Stráka- hyrnu, sem er sögð vera um 1500 stikur yfir sjávarflöt. Er þaðan mjög fallegt útsýni, bæði inn og út fjörðinn, þar sem bátarnir voru á síldveið- ‘ um, og eins yfir kaupstaðinn, með hinum mörgu . Sýningarsveitin: Ben. G. Waage, Björn Steffensen, Osvaldur Knudsen, Sigurliði Kristjánsson, Magnús Þor- geirsson og Tryggvi Magnússon.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.