Íþróttablaðið - 01.01.1925, Qupperneq 12
6
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Þennan skúr ætti að byggja svo að færa mætti
hann úr stað, og taka í burtu þegar skautasvell
væri ekki. Þá ætti bæjarstjórnin að láta einhverja
af hinum föstu starfsmönnum á slökkviliðsstöðinni
hjálpa til við útbúnað skautasvæðisins og lána á-
höld til þess (t. d. vatnsslöngur og skófiur). Ef
þessu yrði komið í framkvæmd, þá er víst að
Skautafélagi Rvíkur mundi ekki verða skotaskuld
úr því að láta einnig búa til skeiðhring fyrir hrað-
hlaupara, og sérstakt svæði fyrir þá, er listhlaup
iðka. Á skautasvæðinu ætti jafnan að vera skauta-
kennari, til að leiðbeina efnilegum unglingum. Þá
þarf að verja skautasvæðið fyrir ágangi, og væri
heppilegast að lögregluþjónar bæjarins gerðu það.
Eg tel sjálfsagt að bæjarstjórn Rvíkur veiti ein-
hvern fjárstyrk til þessara umbóta, t. d. með því
skilyrði, að öll skólabörn fengju ókeypis að vera
á skautasvæðinu og einnig tilsögn í skautahlaupi
hjá Skautafélaginu. Það eru vitanlega fleiri umbæt-
ur, sem gera þyrfti við tjörnina, en þetta sem hér
hefir verið drepið á, er það sem mestu máli skiftir
fyrir skautafólkið. B.
Til skautamanna.
Hinn heimsfrægi skautamaður Norðmanna —
Oscar Mathisen, — sem nú er orðinn atvinnu-
maður, hefir gefið eftirfarandi ráð og leiðbeiningar
til allra skautamanna, en einkanlega þeirra, sem
hraðhlaup iðka.
»Ef menn ætla sér að vera góðir skautamenn,
þá er það fyrsta sem menn eiga að gera, að
hætta algerlega að neyta tóbaks og áfengis, og
það nokkrum mánuðum áður en skautaæfingar
byrja. Það er nauðsynlegt, til þess að hjartað og
lungun séu undir það búin, að þola hina erfiðu
áreynslu. Fara skulu menn sér hægt í fyrstu, með-
an þeir eru að ná réttum andardrætti, og eru að
fá stirðleikann úr bakinu; en síðan auka og herða
á æfingunum, smátt og smátt. Eftir 8 daga er
mátulegt að fara 5 til 6 hringi, en þó rólega.
Næsfa dag mega menn fara 8 hringi, og síðan
auka við á hverjum degi. Á þennan hátt æfast allir
vöðvar líkamans, og verða færir að þola hin erfið-
ustu kapphlaup. Rétt er að láta nudda sig eftir
hverja æfingu, því það heldur vöðvunum mjúkum.
Munið að láta skerpa skautana, því ófært er að
æfa á ryðguðum skautum. Verið vel klæddir, og
dveljið ekki lengur á svellinu en nauðsyn krefur
(æfingatímann). Verið komnir í rúmið kl. 10 að
kveldi. Þegar menn eru orðnir vel æfðir, skulu þeir
æfa í skautabúningi (tricot), a. m. k. tvisvar í
viku, svo að þeir venjist vel búningnum, áður en
kept er«.
Er rétt að skautamenn vorir hafi þessi ráð og
leiðbeiningar í huga þegar tækifæri gefst.
Bennó.
Frá Jóhannesi jósefssyni.
Flestir munu vita, að )óhannes glímukappi ]ó-
sefsson hefir dvalið í Norður-Ameríku um nokk-
urra ára bil, ferðast þar borg úr borg og leikið
listir sínar og íþróttir. Hingað fréttist, því miður,
sjaldan af ferðum Jóhannesar, og væri þó gaman
að heyra um afrek hans í Vesturvegi, sem eru
vafalaust mörg og frækileg.
En ]óhannes er meira en afburða íþróttamaður.
Hann er fyrst og fremst Islendingur. Starf hans
hnígur ekki að því einu að afla sér fjár og frægð-
ar, heldur og að hinu að beina athygli rnanna að
Islandi. En um það er þorri manna þar vestra
alls ófróður.
Nýlega hefir borist hingað grein um ]óhannes,
úr blaði einu í St. Louis. I niðurlagi greinarinnar
segir svo:
»En ]óhannes kýs þó fremur að tala um ísland
og íslenzk efni. »Gæti ég með starfi mínu vakið
eftirtekt manna á ættlandi mínu«, segir hann, »þá
er ég ánægður. Þar, og hvergi annarstaðar í
heiminum, búa menn, er enn í dag, jafnt sem fyrir
mörgum hundruðum ára, halda uppi hugsjónum
frelsis, gestrisni og góðs hugar, þeim hinum sömu,
sem þér, Ameríkumenn, höfðuð fyrir 200 árum —
og hafið glatað«.
Ollum Islendingum, en þó einkum íþróttamönn-
um, er skylt að þakka ]óhannesi. Viljum vér árna
honum allra heilla og farsældar fyrir starf hans,
og þess, að hann megi innan skamms eiga aftur-
kvæmt heim og setjast hér að, svo sem gerðu