Íþróttablaðið - 01.01.1925, Qupperneq 13

Íþróttablaðið - 01.01.1925, Qupperneq 13
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 7 víkingar fornir og Væringjar, er þeir höfðu sótt fé og frama til annara landa. En þau laun munu honum hugþekkust. íþróttanámsskeið. íþróttasamband íslands stofnaði til íþróttanáms- skeiðs sem stendur yf>r frá 1 nóv. 1924 til 1. apríl 1925. Kennari námsskeiðsins er ]ón Þorsteinsson fim- leikakennari. Kenslugreinir eru: íslenzk glíma, sund, fimleikar, Miillersæfingar, köst, stökk, hlaup o. fl. Ennfremur bókleg kensla í íþróttum þessum. Námsskeiðið hafa sótt 13 menn, 2 úr Reykjavík, 2 úr Árnessýslu, 3 úr Vestur-Skaftafellssýslu, 1 úr Suður-Múlasýslu, 1 úr Norður-Þingeyjarsýslu, 1 úr Vestur-ísafjarðarsýslu, 1 úr Dalasýslu og 2 úr Mýrasýslu. Þar sem slík námsskeið eru afarnauðsynleg, til eflingar íþróttunum, sérstaklega út um land, þá er leitt til þess að vita, að ekki skuli að minsta kosti koma menn á námsskeiðið úr öllum sýslum lands- ins. Slík námsskeið hafa mikinn kostnað í för með sér fyrir í. S. í., en þrátt fyrir það verður að halda þau eins oft og mögulegt er. Áreiðanlega munu fleiri sækja næsta námsskeið sem haldið verður. Frá útlöndum. Það er tízka með nágrannaþjóðunum, einkum frændum vorum á Norðurlöndum, að þær keppa árlega sín á milli í þvínær öllum íþróttagreinum. Danir og Norðmenn hafa t. d. kept 8 síðustu árin í hnefleik, og sendir þá hvor þjóðin einn mann í hverjum þyngdarflokki, en þeir eru átta. Kept var til skiftis í Kaupmannahöfn og Osló, og fór svo í fyrstu 7 skiftin, að heimamennirnir unnu. I fyrra vetur unnu Danir í 4. sinn, og höfðu Norðmenn áður 3 vinninga. Kept er um skjöld einn mikinn og fagran, og skyldi vinna hann 5 sinnum til fullrar eignar. Var því kapp mikið í Dönum nú í vetur, er þeir áttu að sækja til Oslóar, Allskonar íþróttatæki \ selur > Verzlunin „ÁFR AM“ | Laugaveg 18, Rvík. Pósthólf nr. 546. / og fóru þar svo leikar, að hvor þjóðin hafði fjóra sigra. En svo var ákveðið, að þá er vinningar væru jafn margir, skyldi sá flokkurinn hljóta skjöld- inn, sem fleiri vinninga hefði í 4 þyngstu flokk- unum. Nú sigruðu Norðmenn í þyngsta flokki, en Danir í 3 flokkunum næstu, og hlutu þeir því skjöldinn til æfinlegrar eignar. Til Sambandsfélaganna. íþróttablaðið verður sent ókeypis þeim félög- um, sem standa í skilum um skattgreiðslu til Sam- bandsins. Þar sem allmörg félög eiga ógreiddan skatt fyrir 1924 og jafnvel fyrir 1923, er þess fastlega vænst, að þau geri skil hið allra fyrsta, svo að þau fái blaðið ókeypis. Útgáfa íþróttablaðsins verður Sambandinu ofviða ef félögin gera ekki skyldu sína: að standa í skil- um og vinna af kappi fyrir blaðinu með því að afla því kaupenda. I þessu sambandi skal þess getið með þakklæti, að Sigurjón glímukappi Pét- ursson sendi Sambandinu 50 kr. til blaðsins, þegar hann heyrði, að útgáfa þess var á döfinni. Tilkynningar til Samdandsfélaganna verða birtar hér í blaðinu. Ennfremur verður getið um þau fé- lög, sem greiða skatt, og má telja það sem kvitt- un fyrir greiðslunni. Heilsufræði handa íþróttamönnum heitir bók eflir dr. med. K. Secher, yfirlækni, sem Sam- bandið gefur út, en G. Björnson, landlæknir, hefir þýtt. Prentun bókarinnar verður lokið innan skamms. Bók þessi verður send öllum skuldlausum Sam- bandsfélögum. Verður síðan minst rækilega á hana hér í blaðinu.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.