Eining - 01.08.1949, Page 1
1
I
4
ð
F orsetinn
embættinu í
Þrátt fyrir margháttaða stjómmála-,
viðskipta- og siðferðilega ófarsæld þjóðar-
innar hin síðari árin, hefur þó sú gæfa
fallið henni í skaut, að eiga í forsetasætinu
mann svo vinsælan, að hann hefur nú tví-
vegis, við lok kjörtímabilsins, tekið við
embættinu á ný, án atkvæðagreiðslu. Með
þessu hefur þjóðinni sparast kostnaður og
mikil fyrirhöfn, einnig allt það rót og óhollt
ofurkapp, sem jafnan fylgir öllum kosning-
um, en hróður hennar aukizt út á við.
Hinir fyrstu kristnu söfnuðir, sem nutu
postullegrar forustu, treystu bezt leiðsögn
„öldunga“. Lífsreynslan kennir flestum
mönnum gætni og hyggindi, en á slíku er
flestu fremur þörf í vandrötuðu mannlífi.
Þrátt fyrir allt ágæti æskumanna, vitum
við, sem höfum hlaupið ýms gönuskeið
æskuáranna og horfum nú iðrandi til baka,
að Homer mælir mikinn sannleika, er hann
segir: „Æskumenn skortir alltaf hyggindi"
— vísdóm. Heimurinn hefur líka sannar-
lega fengið að kenna á sliku. Afturhald
getur verið geigvænlegt, en hlaup fyrir
björg er þó enn meiri vá.
Dagblöðin hafa skýrt allýtarlega frá hinni
virðulegu athöfn við embættisendurtöku
forsetans, herra Sveins Björnssonar, 1.
ágúst s. 1. og birt einnig ræðu hans við
þetta tækifæri. Forsetinn bar í bæn land
og lýð fram fyrir hásæti náðarinnar, og
við biðjum honum allrar guðs blessunar og
þess, að bæn hans og von, þjóðinni til handa,
verði að veruleik, honum til mikills fagn-
aðar og komandi kynslóðum til varanlegr-
ar blessunar.
1 niðurlagi ræðunnar kemst forsetinn svo
að orði:
Vér Islendingar ættum að standa vel
að vígi. Vér höfum engan verulegan
ófriðarkostnað, og hér var svo sem
ekkert lagt í rústir, nema máske heil-
brigð hugsun ýmissa út af stríðsgróða-
vímunni Og enn er fjárhagslíf vort
tekur við
þriðja sinn
Forsetinn,
Herra Sveinn Björnsson.
ekki lagt i rústir. En hættan vofir
yfir. Eg vil óska þess, að íslenzka þjóð-
in megi sýna oss sjálfum og öllum
heiminum, að vér getum bjargað oss
engu síður en nágrannaþjóðir vorar.
Það er einlæg von mín að á komandi
fjórum árum komist í framkvæmd sú
endurreisn, sem ní. þarf. Að íslenzka
þjóðin við næstu kosningar, er fram
eiga að fara á þessu fyrsta ári kjör-
tímabils míns, gefi þingi og stjóm
nægilega skýrt umboð til þess að gera
þær ráðstafanir, sem þarf til þess að
sigrast á örðugleikunum, þótt það komi
hart við ýmsa og vér þurfum að slaka
á lífsvenjum vorum á sama hátt, sem
nágrannaþjóðirnar hafa gert og gera
ennþá.
Með þessum óskum og vonum lýsi ég
yfir því, að ég mun enn sem fyrr skoða
starf mitt sem þjónustu, þjónustu við
þjóðarheildina, þjónustu við ættjörð-
ina. Eg bið guð að gefa mér heilsu og
styrk, kjark og auðmýkt til þessa. Og
framar öllu bið ég guð að halda vemd-
arhendi sinni hér eftir sem hingað til
yfir íslenzku þjóðinni og yfir fóstur-
jörðu vorri.
Alaska og Áfengið
Fyrir nokkru ræddu menn á tíu daga
ráðstefnu í Bandaríkjunum áfengissjúk-
dóminn sem eitt mesta vandamál Alaska.
Þar voru sérfróðir menn í þjónustu rík-
isstjórnarinnar, en ekki nein illa séð
bindindisskoðun. Þessir fundarmenn
kenndu hvítum mönnum sérstaklega um,
hversu áfengisneyzlan næði tökum á
hinum innfæddu. Það væru hinir fyrr-
nefndu, sem hefðu drykkinn á boðstól-
um og hefðu gaman af að tæla Eskimóa
og Indíána til að drekka og gera þá alveg
brjálaða. Hinir innfæddu eru sagðir
vænsta fólk, en áfengið sé mikil hætta
og bölvun á vegum þeirra. Meira en
helftin allra hjónaskilnaða meðal þeirra
er áfenginu að kenna, og sjúkdómar
fara í vöxt meðal barnanna, sökum
drykkjuskapar foreldranna, segir þar.
Ráðstefna þessi lagði ýmislegt til mál-
anna, þar á meðal að fækka útsölustöð-
um áfengra drykkja.
GRIPU GÆSINA
Sumum hefur þótt kvenþjóðin nota
frelsi sitt um of til þess að leika eftir
karlmönnunum ýmsa slæma siði þeirra,
svo sem reykingar og drykkjuskap. —
Gamansamur og greindur embættis-
maður lét Einingu hafa eftirfarandi vísu:
Konur fengu fullveldið.
Fljótar um að söðla
til að rækja sóðasið
sinna fornu böðla.