Eining - 01.08.1949, Page 4

Eining - 01.08.1949, Page 4
4 EINING i Margir góðir menn hafa heitið F. í. fjár- hagslegum stuðningi sínum, enda nokkrir þegar styrkt stofnunina af sjálfsdáðum með fjárframlögum, og hafa með því skapað möguleikana til framkvæmdanna. — Fyrir- heit hafa verið gefin um styrk frá ríkis- sjóði og bæjarsjóði Reykjavíkur. F. f. mun snúa sér með alhug að fjár- öflun til fyrirtækisins, þegar hjá eru liðin mestu störfin vegna aðkallandi mála, sem hafa verið svo mörg og fyrirhafnarsöm fyrstu starfsmánuðina. — í lok þessa árs mun F. í. gefa út sérstaka ýtarlega skýrslu um störf sín og árangur þeirra, Oscar Clausen. Um íangahjálpina segir stórtemplar, m. a.: „Hygg eg, að þessi starfsemi og stofn- un fangahjálparinnar sé eitt hið fegursta, sem hafizt hefur verið handa um innan Regulnnar mörg hin síðari ár“. . . „Ferðafélag templara starfaði af mikl- um dugnaði", segir í skýrslu stórtempl- ara. „Efndi það alls til 9 hópferða og voru þátttakendur um 200.... For- maður Ferðafélags templara er Stein- berg Jónsson og hefur hann sýnt frábær- an dugnað í starfi sínu“. Um húsmál segir meðal annars, að verið sé að reisa í Vestmannaeyjum ,,eitt glæsilegasta félagsheimili, sem Reglan hefur látið reisa hér á landi til þessa“. I Ólafsvík er félagsheimilið að mestu fullgert. í Bolungarvík er fyrir- huguð mikil bygging í samstarfi við önn- ur félög á staðnum. Akranes er að koma sér upp fundarhúsi, og mikill hugur er í templurum á Selfossi í þá átt. Akur- eyringar hafa sett sér mjög hátt mark í þessum efnum og ætla að koma upp miklu félagsheimili, er einnig verði kvik- myndahús. í skýrslu sinni minnist stórtemplar á starfið að Jaðri, sem er í alla staði mjög til fyrirmyndar, og þá ekki síður starf stúkunnar Framsóknar á Siglufirði, þar á meðal starfræksla Sjómanna- og gesta- heimilisins. Páll Jónsson, erindreki Stór- stúku Islands, hefur veitt heimilinu for- stöðu undanfarin þrjú sumur og einnig yfirstandandi, en Páll rækir öll sín störf af áhuga og mestu samvizkusemi. Skýrslan minnist á fjármál einnar stúku, sem er mjög til fyrirmyndar. Það er stúkan Frón. En þar á umboðsmaður hennar, Ludvig C. Magnússon ekki sízt hlut að máli. A síðastliðnum 5 árum hafa eignir stúkunnar aukizt um kr. 51,967,75. Stúkusjóður er nú kr. 41,262,11. Styrktarsjóður kr. 14,034,- 000,69. Fræðslu- og skemmtanasjóður kr. 7,121,93. Tekjur yfirstandandi árs eru áætlaðar kr. 8,000,00. Til trygging- ar hag stúkunnar í framtíðinni eru nú í Söfnunarsjóði á vöxtum 26 þús. kr. úr stúkusjóði, en 12 þús. úr styrktarsjóði. I lið skýrslunnar, er fjallar um út- breiðslustarfið, segir stórtemplar: ,,Sú skoðun mín er hins vegar óbreytt frá því í síðustu skýrslu minni, að stórstúk- an eigi að fá því framgengt, að ríkið launi nokkra erindreka, enda starfi þeir undir stjórn stórstúkunnar og á vegum hennar. Fyrr en erindrekastarfið verður gert að tryggu framtíðarstarfi, fást ekki, eða tæplega, hæfir menn til að takast það á hendur. Um þetta mál var fjárveit- inganefnd Alþingis ritað í vetur, en án árangurs að því sinni“. Þessu máli þarf að fá framgengt og koma góðu skipulagi á fræðslu- og út- breiðslu bindindis í landinu. Þá ræðir í skýrslunni um drykkju- mannahæli og nýja áfengislöggjöf, en hana birtir blaðið sérstaklega. Nokkrar umræður urðu á þinginu um blaðið Einingu og styrkinn til þess. Átti það þar góða formælendur og var vitnis- burður stórtemplars og annarra ágætra manna á þinginu, betri en það sjálfsagt á skilið. Styrkurinn var ákveðinn átta þúsund krónur, og mun ekki af veita, því að til þess að geta lifað þarf það 40—50 þús. kr. á ári, þótt það greiði engin rit- laun og enga vinnu. í niðurlagi skýrslunnar segir: „Félagar í undirstúkum eru nú taldir vera 5162 og hefur þeim fjölgað um 50 á árinu, en samtals teljast félagar, eldri og yngri, 10948 miðað við áramót. Síð- an hafa nokkrar stúkur verið í mikilli sókn, og eru templarar því miklu fleiri í dag en skýrslur sýna. Mannúðarstarf- semi Reglunnar og menningarstarfi mið- ar stöðugt áfram. Á þeim vettvangi er alltaf um nýtt og nýtt landnám að ræða. Ekkert sýnir betur, að Reglan er lífrænn félagsskapur, sem hefur miklu hlutverki að gegna með þjóðinni. Björgunarstarfi Reglunnar er eðlilega þann veg farið, að um það verða aldrei gerðar fullnægj- andi skýrslur. En þess er gott að minn- ast, að það er metið af hugsandi mönn- um, þingi og ríkisstjórn. — Og þegar litið er til framtíðarinnar er ekkert að óttast fyrir Regluna, ef allt fer með felldu. Ef við stöndum saman, neytum samtakamáttar okkar, verðum við sigur- sælir. — Sanna templara skortir aldrei verkefni, þeir skapa sér þau sjálfir, þá þarf ekki að hvetja til dáða. Áfram því heilir og heitir í baráttu og sókn gegn áfengisneyzlu og drykkjusiðum, en fyrir menningu og farsæld þjóðarinnar. — Áfram, bræður og systur, á þeim grund- velli, sem Reglan starfar á og lagður var í öndverðu, grundvelli trúar, vonar og kærleika“. Þingið gerði Jóhann Ögm. Oddsson að heiðursfélaga Stórstúku íslands, og er hann vel að þeim heiðri kominn. — Hann hefur verið ritari stórstúkunnar um áratugi, er nú kominn á áttunda ára- tuginn og hefur verið mikilvirkur í Reglu Góðtemplara. Á framkvæmdanefnd stórstúkunnar varð lítil breyting og eru nefndarmenn- irnir þessir: Stórtemplar, séra Kristinn Stefáns- son. S-kanzlar, séra Björn Magnússon prófessor. S-varatempIar, frú Sigþrúður Péturs- dóttir, S- ritari, Jóhann Ögm. Oddsson, S gjaldkeri, Bjarni Pétursson forstj., S-gæzlumaður unglingastarfs, frú Þóra Jónsdóttir, Siglufirði, S-gæzlumaður Löggjafarstarfs, Har- aldur Norðdahl tollþjónn, S-fræðslustjóri, Indriði Indriðason rithöf., S-Kapilan, Sigfús Sigurhjartarson, alþm., S-fregnritari, Gísli Sigurgeirsson verk- stjóri, Hafnarfirði, Fyrrv. stórtemplar, Friðrik Á. Brekk- an, rithöfundur. Þing ungtemplara hófst nokkru fyrir stórstúkuþingið og stóð í tvo daga. Farið var þó annan daginn í skemmtiför, um Krísuvíkurveg að Sogsvirkjuninni og víðar. Helztu tillögur, sem stórstúkuþingið samþykkti, voru þessar: Samþykkt var að skora á Alþingi hið næsta að samþykkja þjóðaratkvæða- greiðslu um bann. ítrekuð voru fyrri andmæli gegn því, að leyfa að brugga eða selja sterkan bjór, gegn vínveitingum á kostnað al- mennings, gegn sérréttindum í áfengis- kaupum og gegn allri rýmkun á áfengis- veitingum. Taldi þingið, að allar slíkar undanþágur og sérréttindi veiktu heil- brigt almenningsálit og spillti áliti á áfengislöggjöfinni í heild. Undraðist það stórlega afstöðu síðasta Alþingis til þess- ara mála. Sömuleiðis voru ítrekaðar kröfur um að Iögin um héraðabönn tækju gildi. Þá var skorað á framkvæmdanefnd Stórstúkunnar að láta semja frumvarp til laga um ýtarlega skýrslugerð um á- fengismál (Alkóhólstatistik), er nái til alls landsins, og fá það frumvarp flutt á Alþingi. Ennfremur að vinna að bættu eftirliti með umferðareglubrotum og leynivín- sölu og var heitið á allan almenning að vera vel á verði og krefjast eftirlits og réttarfars í þessum málum. Þingið hvatti stórstúkuna og umdæm- isstúkurnar að halda uppi öflugri reglu- boðun um land allt og taldi nauðsynlegt, að ráðinn yrði sérstakur regluboði hluta úr árinu. Jafnframt var skorað á ríkis- stjómina að framlag til bindindisstarfs- ins yrði aukið svo að 5 menn gætu stöð- ugt unnið að bindindisboðun. Þingið lýsti ánægju sinni yfir löggjöf um meðferð ölvaðra manna og drykkju- sjúkra, og samþykkti að vinna að því, að fjárframlög samkvæmt þeim lögum yrðu færð í það horf, sem ákveðið var í frumvarpinu, eins og það var lagt fyrir Alþingi. Ennfremur var samþykkt að vinna að því, að skipaður yrði að lögum sérstak- ur yfirmaður áfengisvarna, læknir, sér- A t I ♦ i 6

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.