Eining - 01.08.1949, Qupperneq 7
E 1 N 1 N G
7
Eining hefur undanfarið birt smávegis um Abraham Lincoln.
Þessa fögru byggingu, sem myndin sýnir, reisti Bandaríkja•
þjóSin fyrir skömmu til minnis um þenna ástsœla forseta
sinn. Húsiö er úr hvítum marmara og gert eftir fyrirmynd
grískra mustera. Hornsteinninn var lagöur 1915, en húsiö
vígt 30. maí 1922. Þrír þjóökunnir listamenn lögöu hönd á
verkið. Uppdráttinn gerSi Henry Bacon, en skreytinguna
Jules Guerin. HiS mikla líkan af forsetanum, sem er i mið-
álmu hússins, gerði Daníel Chester French. Á vegg í suður-
álmu hússins er grafin hin frœga Gettysburg-rœða forsetans,
en önnur innsetningarrceða hans er grafin á vegg í norður-
álmunni. Gáruðu súlurnar, 36 að tölu, eru látnar tákna ríkja-
fjöldan eir.s og hann var, er Lincoln féll frá, og honum hafði
tekizt að varðveita sameinuð.
íslendingar
í Vesturheimi
Á fyrstu blaðsíðu Lögbergs, 31. marz
1949, eru fjórar frásagnir af íslending-
um vestan hafs, sem hafa á einn eða
annan hátt unnið sér frægðarorð. Fyrst
er þar sagt frá hinum dugmikla verk-
lýðsforingja Frederick H. Fljozdal. Hann
er heiðursforseti Bandalags járnbraut-
armanna í Detroit, Michigan. I tilefni
79 ára afmælis hans var honum þá fyr-
ir skömmu haldið veglegt samsæti í
Chicago, en þá höfðu þau hjónin einnig
átt nýlega 55 ára hjúskaparafmæli. Lög-
berg birtir úr allsherjarmálgagni verka-
manna í Ameríku, blaðinu Labor,
þenna vitnisburð þess um Fljozdal:
„Afrek félagsbróður vors Flozdals,
' sem forseta bandalags vors á erfiðu ár-
unum 1922—40, standa óhögguð. Er
hann nú nálgast ævikvöldið, nýtur hann
ríkrar aðdáunar vegna virðulegrar fram-
komu sinnar, festu og skilnings á vanda-
málum vorum“.
Önnur greinin á þessari blaðsíðu Lög-
bergs, heitir: ,,Merkur vísindamaður
lætur af embætti“. Þar er sagt frá dr.
• Thorbergi Thorvaldssyni, sem „veitt
hefur forustu um 35 ára skeið efnavís-
indadeild háskólans í Saskatoon, Sa-
skactchewan.
Dr. Thorvaldsson lætur nú af em-
bætti við háskólann ,og í tilefni þess, var
þeim hjónum haldið veglegt samsæti og
þar var tilkynnt, að þeim til heiðurs hafi
verið stofnaður sjóður, er heita skal:
Thorvaldson Scholarship Fund, og skal
sjóðurinn styrkja vísindalegar rann-
sóknir við háskólann. Hann er þegar
hálft áttunda þúsund dollarar. Fyrrver-
andi prófessor við efnavísindadeild-
ina, dr. B. K. Lamor, sagði: ,,að sú
deild væri fegursta og varanlegasta
minnismerkið, sem unnt væri að reisa
um forustu og vísindalega hæfni dr.
Thorvaldssonar, enda væri þessi deild
nú viðurkennd sem ein hin allra full-
komnasta slíkrar tegundar í Canada“
Forseti háskólans, dr. J. S. Thomson,
sagði um Thorvaldsson, að ,,hann væri
sérstæður maður. Áhrif hans hefðu eigi
verið einskorðuð við efnavísindadeild-
ina, heldur hefðu þau náð til allra deilda
háskólans“.
Þriðja greinin segir frá stofnun
þeirri, er læknirinn dr. P. T. H. Thor-
Iáksson, stofnaði í Winnipeg fyrir nokkr-
um árum. Dr. Thorláksson er sonur séra
Steingríms Thorlákssonar, sem lengi var
prestur í Selkirk, prúðmenni hið mesta.
Frásögn Lögbergs er á þessa lund:
,,Hin mikilvæga og sívaxandi lækn-
ingastofnun, er gengur undir nafninu
V/innipeg Clinic, og dr. P. H. T. Thor-
láksson stofnaði fyrir nokkrum árum af
eigin rammleik, hefur nú nýverið hlot-
ið löggildingu fylkisþingsins í Manti-
toba. Dr. Thorláksson er framsýnn hug-
sjónamaður, en það er ekki oft sem hug-
sjónir og athafnir haldast jafn fagurlega
í hendur eins og fram kemur í ævistarfi
þessa sérstæða áhrifamanns.
Að löggildingu áminnstrar stofnunar
standa tuttugu merkir læknar með dr.
Thorláksson í fararbroddi.
The Winnipeg Clinic hefur þegar get-
ið sér frægðarorð um allt þetta mikla
meginland og jafnast væntanlega á sín-
um tíma við hina frægu Mayo Brothers
Clininc í Minnesotaríkinu, því að traust-
ur grundvöllur hefur verið lagður að
framtíð stofnunarinnar og skilyrðum til
þróunar“.
Skaparinn hefur svo til hagað.málum
tilverunnar, að mitt á meðal gagnsem-
innar skuli fegurðin standa til þess að
hrífa hjörtu manna. Fjórða frásögnin á
þessari einu blaðsíðu Lögbergs er um
fegurðardrottningu Winnipegborgar. —
Myndin, sem fylgir frásögninni, sýnir
borgarstjórann afhenda hinni fögru
meyju veglegan verðlaunagrip. Stúlkan
heitir Gloria Gray og virðist standa vel
undir skírnarnafni sínu (Gloría = dýrð).
Hún var valin úr 24 fegurðardísum og
„þótti bera af þeim öllum að fegurð og
glæsimennsku“. Móðir stúlkunnar er ís-
lenzk og heitir Guðrún Jónsdóttir, á ís-
lenzku, en í Ameríku heitir hún auðvit-
að frú Gray
Þessar ánægjulegu frásagnir um
ágæti íslendinga í Vesturheimi, er ör-
Iítið brot í hinni miklu sögu þeirra, sem
öll er skreytt meira og minna slíkum
gullnum þráðum, vitnisburði um afrek
við nám og störf, um manndóm, glæsi-
mennsku og ágæti. Allt þeim sjálfum
til verðugs hróss og þjóðinni þeirra
heima fyrir til mikillar sæmdar. Þar
hefur farið fram hin mesta og bezta
landkynning, sem saga íslenzku þjóðar-
innar geymir.
Ef okkur hér heima fyrir tekst að
standa jafn vel vörð um heill þjóðar-
innar, eins og íslendingum vestan hafs
hefur tekizt að halda uppi heiðri hennar
í því mikla landi, þá er íslenzka þjóðin
gæfunnar barn. P. S.
Hvað segja
heimsblöðin
Ekki verður því neitað, að sé litið yfir
fréttadálka blaðanna, ekki síður hinna
erlendu, eru þar oft sagðar ljótar fréttir.
Þar eru skemmdarverk, rán, þjófnaður,
morð, alls konar ofbeldi, uppreisnir og
styrjaldir, og svo urmull af minni hátt-
ar óþrifum. I tiltölulega litlu blaði frá
Noregi, er ein fyrirsögnin: „Drukknir
hermenn aka með ofsahraða og kútvelt-
ast í bílnum“. Önnur: „Eksportölið
veldur drykkjuskaparóreglu á Nesodda-
bátunum. Bindindissamtök verkamann-
anna kvarta yfir þessu við ríkisstójrn-
ina“. Þriðja: „Tvær flöskur nægja til
\