Eining - 01.08.1949, Page 8

Eining - 01.08.1949, Page 8
þess að skapa áhrif. Bindindissamtök jámbrautarmanna senda ríkisstjórninni umkvörtun út af ölinu“. Þetta er nú að- eins minniháttar fréttir á einni blaðsíðu, en eftirtektarvert er það, hve Norðmenn kvarta nú yfir áhrifum ölsins. Kemur þar í ljós, að við, sem börðumst fastast gegn ölfrumvarpinu hér í landi, höfðum fulla ástæðu til þess. Æskulýðssamtök í Noregi hafa sent til yfirvaldanna í landinu sterk mótmæli gegn þeirri óreglu, sem öldrykkjan skapar. Þeir segja, að öldrykkjan sé hin lævísasta ginning út á braut ofdrykkjunnar. Arsþing íþróttasambands ísl. Þingið var háð hér í Reykjavík, dag- ana 25.—28. júní s. 1. Er forseti sam- bandsins hafði minnst tveggja látinna íþróttafrömuða, þeirra dr. Matthíasar Einarssonar og dr. Helga Péturssonar, voru lagðar fram skýrslur forseta og gjaldkera. f sambandinu eru nú 22 hér- aðasambönd og 4 sérsambönd og eru félagsmenn alls 23 þúsund. Niðurstöðu- tölur rekstursreiknings eru rúml. 178,5 þús. kr. en eignir ÍSf eru taldar 155 þús. kr. Miklar lagabreytingar lágu fyrir þing- inu og verður nú myndað sérstakt sam- bandsráð, skipað framkvæmdanefnd sambandsins, formönnum sérsamband- anna og fulltrúum landsfjórðunganna, afls 13. Reikningsárinu var breytt og miðast nú framvegis við áramót, er það snjallræði og ekki síður það, að hafa árs- þingið aðeins annað hvort ár, eins og samþykkt var á þinginu. Gæti slíkt verið öðrum til fyrirmyndar. A þessu 38. ársþingi fSf var forseti þess, Benedikt G. Waage endurkosinn og tekur nú sæti í framkvæmdanefndinni í 35 sinni. Varaforseti er Erlingur Páls- son, féhirðir Þorgils Guðmundsson, rit- ari Frímann Helgason, og fundarritari Hermann Guðmundsson, sem kemur í stjórn sambandsins sem varamaður Sig- urjóns Péturssonar, er ekki getur tekið sæti í stjórninni sökum vanheilsu. f sambandsráðið voru kosnir þessir: Sigurður Greipsson, fyrir Sunnlend- ingafjórðung. Til vara, Gísli Sigurðsson, Hafnarfirði. Jón Hjartar, Flateyri, fyrir Vestfirðingafjórðung. Til vara, Þorgeir Ibesn, Stykkishólmi, Hermann Stefáns- son, Akureyri, fyrir Norðlendingafjórð- ung. Til vara: Tryggvi Þorsteinsson, Ak- ureyri. Þórarinn Sveinsson, Eiðum, fyrir Austfirðingafjórðung. Til vara: Jóhannes Stefánsson, Norðfirði. Benedikt G. Waage, Ársskýrsla ÍSf 1948—1949 er all- mikið rit, 87 blaðsíður, flytur margvís- legan fróðleik um íþróttalífið í landinu, og einnig út á við. Ritið er prýtt fjölda mynda. STAKAN Hvað er stakan? Hjartaslag, . harmakvak og tregi, fjaðrablak og feginstak, fótatak á vegi. Kristmundur Þorleifsson. ÆSKULÝÐSÞÁTTUR SJÁLFSUPPELDI Sæll er sá maður, sem öðlast liefur speki. Hún er dýrmætari en perlur. Langir lífdagar eru í hægri liendi hennar, auður og mannvirðing í vinstri hendi hennar. Vegir hennar eru yndis- legir vegir og allar götur hennar vel- gengni. Hún er lífstré þeim, er grípa hana. Vitrirmenn munu heiður hljóta, en heimskingjar bera smán úr býtum. Synja eigi góðs, þeim er þarfnast þess, ef það er á valdi þínu að gera það. Deil ekki við neinn að ástæðulausu. Upphaf vizkunnar er: afla þér vizku. Vitur sonur gfeður föður sinn, en heimskur maður fyrirfítur móður sína. Sveinninn þekkist þegar á verkvun sínum, hvort athafnir hans eru hreinar og einlægar. OrSskv. Vér erum eins og skordýrin, sem fá sama lit á sig og jurtir þær og bföð, er þau nærast á, því að fyrr eða síðar verðum vér eins og næring sú, er vér bjóðum sál vorri, og eins og verur þær, er byggja hjarta vort. Á kjarna sálar vorrar er ritað með eldstöfum hvert orð vort og allar framkvæmdir vorar. Dr. O. S. Marden — Áfram. Það er þjálfunin, sem gerir íþrótta- manninn að frægum methafa og af- burða manni í sinni list. Án þjálfunar verður heldur enginn snillingur í öðr- um listum, þótt hann sé fæddur með snilligáfu. Og það er aðeins fyrir iðkun mannkosta, fagurra dyggða og ágætra lifnaðarvenja að maðurinn verður liinn ákjósanlegi heiðursmaður. SÆLA EÐA KVÖL Löngum hafa menn trúað á sæluvist og kvalastað — himnaríki og helvíti. — Kjör manna í heiminum nálgast nú oft í seinni tíð að vera þetta annaðhvort. Ymist búa menn við góð kjör, ómetan- leg þægindi og alls nægtir ,tryggingar og alls konar aðhlynningu, ef eitthvað bjátar á, að þetta nálgast mjög að geta heitið gæðalíf eða sæluvist á jörðu hér. En svo hafa milljónir manna verið hrakt- ar út í hin yztu myrkur fátæktar og eymdar, kvalalífs og hörmunga, að slíkt má sannarlega kallast hel-víti. Þannig gera menn trú sína að veru- leika, einnig hér á jörðu og á mjög áþreyfanlegan hátt. Framkvæmdastjórn ÍSÍ og framkvæmdastjóri.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.