Eining - 01.08.1949, Side 11
E I N I N G
11
\
\
♦
♦
»
4
Og það skal verða á hinum síðustu dögum, að fjall það,
er hús drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallstindi
og gnæfa upp yfir hæðirnar, og þangað munu lýðirnir
streyma. Og margar þjóðir munu búast til ferðar og segja:
Komið, förum upp á fjall drottins og til húss Jakobs Guðs,
svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans
stigum, því að frá Zion mun kenning út ganga og orð drottins
írá Jerúsalem. Og hann mun dæma meðal margra lýða og
skera úr málum voldugia þjóða langt í burtu. Og þær munu
smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sín-
um. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki
skulu þær temja sér hernað framar. Hver mun búa undir
sínu víntré og fíkjutré, og enginn hræða. Því að munnur
dorttins hefur talað það.
Míka, 4, 1—4.
Fær áfengisvarnar-
nefnd Reykjavíkur
ekki starfsfé
Samkvæmt upplýsingum frá féhirði
Áfengisvarnanefndar Reykjavikur, Gísla
Sigurbjörnssyni forstjóra, hefur nefndin
enn ekki fengið einn eyri greiddan hjá
dómsmálaráðherra af þeim 50 þúsund kr.,
sem veittar eru í fjárlögunum til starfsemi
slíkra nefnda. Þrátt fyrir margítrekaða um-
sókn, hefur þetta enn ekki fengist, hverju
sem sætir, en sjálfsagt mjög hagalegt fyrir
nefndina, sem hefur þegar unnið allmikið
starf og kostað töluverðu til.
Vegur lífs og dauða
I Heilagri ritningu eru dregnar mjög
skýrar línur milli helstefnu og lífsstefnu.
Ráðandi öflin þar eru kölluð holdið og
andinn. Annað er efnishyggjan, neikvæð
og banvæn. Hitt er hyggja andans, já-
kvæð og lífgefandi. Verk efnishyggjunn-
ar, eða holdsins, eins og ritningin orð-
ar það, eru þessi, segir hún:
„Frillulífi, óhreinleikur, saurlífi, af-
guðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur,
deilur, metingur, reiði, eigingimi, tví-
drægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja,
svall og annað þessu líkt“.
,,En ávöxtur andans er: kærleiki,
gleði, friður, langlyndi, gæzka, góðvild,
trúmennska, hógværð, bindindi“.
Menn taki nú vel eftir og líti svo út
í heiminn. Hve mikið verður þar fyrir
okkur af fjandskap, deilum, flokka-
drætti, öfund, ofdrykkju, eigingirni,
svalli og ólifnaði? Ekki þarf að ræða
þetta frekar. En hvernig mundi það
þjóðfélag líta út, sem væri auðugast af
kærleika, gleði, friði, langlyndi, gæzku,
góðvild, trúmensku, hógværð og bind-
indi? Vildum við ekki allir eiga heima
þar? Því þá ekki að reyna að skapa slíkt
þjóðfélag.
Á helstefnubrautinni er meðal annars
ofdrykkja, í hinum flokknum er hámark-
ið bindindi. Hve raunalega fer þó ekki
fyrir þeim heimi, sem stjórnast af nei-
kvæða aflinu, vilja holdsins og efnis-
hyggjunnar.
Maðurinn, sem kallast guðsmaður,
brýtur stundum svo hinar einföldustu
heilbrigðisreglur og gefur sig á vald eit-
urnautnum, vökum og óheppilegum lifn-
aðarvenjum, svo að heilsa hans bilar um
aldur fram og hann getur ekki gengið
óstuddur til guðshúss og fellur frá verki
sínu.
Læknirinn, sem veit allra manna bezt,
hvað hollt er eða skaðlegt heilsu manna,
lætur stjórnast af neikvæðu stefnunni og
gefur sig á vald þess, er eyðileggur
heilsu hans, svo að hann fellur í valinn
ungur eða á bezta aldri. Hvorttveggja
þetta er mjög raunalegt og átakanlegt,
hvérsu hætt maðurinn stendur, ef hann
stjórnast ekki af hyggju andans, sem til
lífsins leiðir, en lætur um of eftir kröfu
þeirra hvata, oftast sjálfskapaðra hvata,
sem gengið hafa í þjónustu dauðans.
Bindindissemin á hæsta stigi — full-
komin sjálfstjórn, er hámark hinna
kristilegu dyggða og er hornsteinn allr-
ar mannlegrar velferðar, farsældar jafnt
einstaklings sem þjóðar.
Ein af mörgum á flótta í Kína með lít-
inn bróöur sinn á bakinu. Hnígur niður
uppgefin.
Heimur, sem býr börnum sínum slík
Jcjör og þessu flóttafólJci, á elcJci miJcið
Jirós sicilið. Ólýsanleg þjáning er upp-
máluð í andliti milljóna manna. Styrj-
öldin sJcildi eftir 20 milljónir hungr-
aðra, þjáðra og munaðarlausra barna,
segja hinir fróðu menn, og 20 milljónir
manna deyja árlega úr næringarsJcorti
og hungri, segir John Boyd Orr lávarð-
ur, heimsJcunnur næringarfræðingur og
forstjóri þeirrar stofnunar Sameinuðu
þjóðanna, er fjallar um matvælaöflun og
landbúnað. — Það er afvegaleidd bjart-
sýni, sem telur slíJct ástand viðundandi.
>