Eining - 01.08.1949, Side 14
14
E I N I N G
Þetta vitnar
Það er jafn óviturlegt, að einblína í
bölsýni á mannfélagsmeinin og að loka
augunum fyrir þeim. Góður garðyrkju-
maður þolir helzt ekki að sjá illgresi í
garði sínum.
í þjóðlífsakri okkar eru margir verka-
menn: ríkisstjórn og Alþingismenn og
hin fjölmenna embættismannastétt
landsins, kennarar, prestar, læknar, lög-
regla, sýslumenn, öll sú fríða sveit,
margir aðrir og svo auðvitað allir for-
eldrar og leiðtogar uppvaxandi kyn-
slóðar.
Þó er illgresið áberandi í garði okk-
ar. Það vitnar gegn okkur. Við hljótum
að vera lélegir verkc rienn eða kæru-
lausir. Óþrifin þrífast ekki á vegum
hirðumanna.
Ofí benda blöðin á meinsemdirnar.
,,Átta þjófar handteknir“, segir Morgun-
blaðið 12. janúar þ. á. Sjö af þessum
átta voru piltar á aldrinum 15—17,
uppvísir að 20 þjófnuðum.
Þá er ófögur tveggja dálka grein í
Morgunblaðinu 25. janúar s. I. um
syndaregistur Nonna litla. Átta ára er
hann orðinn þjófur. Svo ,,brýzt hann
inn í hús hvað eftir annað, hann hnupl-
ar peningum, stundum talsverðum upp-
hæðum, hann stelur reiðhjólum, arm-
bandsúri, jafnvel 22 grammófónsplöt-
um. Skýrsla lögreglunnar lengist árlega:
1943 — innbrot, reiðhjólsþjófnaður,
innbrot á ný: 1944 — reiðhjólastuld-
ur, margir þjófnaðir, innbrot. . . . “.
I þessari Ijótu frásögn er skýrt frá
fleiri ungum þjófum. Svo kemur annað
blað, Landvörn, 24. jan. 1949 og seg-
ir, að próf ýmissa skólamanna víðsveg-
ar um land, eða á unglingum frá ýms-
um stöðum á landinu, hafi leitt í ljós,
að fjórir fimmtu hlutar þessara prófuðu
unglinga, innan við tvítugt og um þann
aldur, hafi ekki kunnað Faðirvorið eða
vitað nein deili á ýmsum þekktustu
mönnum þjóðarinnar, sem fyrir skömmu
eru gengnir til grafar.
1 hvaða heimi lifa þessir unglingar og
hvað læra þeir, og hjá hverjum? Þessar
spurningar er vert að íhuga. Þeir lifa í
heimi kvikmynda, danshúsa, mynda-
blaða, skemmtana, í heimi fyrirhafnar-
leysisins og jafnvel nautnanna. Skóla-
námið er oftast létt og misjafnlega vel
stundað. Þar eru tíndir upp fróðleiks-
molar, en miklu minna af því sem auðg-
ar, þroskar skapgerð og knýr fram hið
bezta í manninum.
Skólamenntun er ágæt öllum, sem
kunna að færa sér hana í nyt, en vafa-
laust stunda fleiri skólanám, en vel eru
gegn okkur
til þess fallnir. Vinna mundi henta mörg-
um betur. Hvar um lönd sem farið er,
má til dæmis sjá fullvaxnar, holdugar,
mjaðmabreiðar vinnukonutýpur trítla
með skólatöskur sínar eða rogast með
bókabyrði á brjóstum sér áleiðis til
skólanna. Og á skólabekkjunum sitja
þær mánuðum og árum saman með hug-
ann og alla eðlishneigð sína á allt öðru
sviði, hlusta á tilsögn og fróðleik, sem
gleymist jafnóðum eða stagla eitthvað,
sem aldrei festir rætur í sálarlífi þeirra.
Líf þeirra er á allt annarri bylgjulengd.
Á heimilunum eru menn svo alls staðar
ráðþrota ef á heimilishjálp þarf að
halda. Þessar ungu stúlkur eyða oft ár-
um sínum í gagnslaust námsstagl, og
eru svo miklu ver hæfar til þess að taka
að sér heimilisstörf, þegar þær loks ná
þráðu marki, en ef þær hefði vanizt þeim
um tveggja til þriggja ára skeið.
Það er hringavitleysa hin mesta, að
vera stöðugt að bögglast við að gera eitt
og hið sama úr öllum. Ekkert spillir
mönnum fremur en iðjuleysi og múglíf,
en vinnan er göfgandi og áreynslan
stælir menn til dáða.
Bendir ekki ýmislegt á fullkomna
uppgjöf hjá okkur á vissum sviðum.
Hví er fólki ekki kenndir mannasiðir,
hinir einföldustu. Þegar sendisveinar
koma inn á skrifstofu til mín, ber það,
held ég, aldrei við að þeir drepi á dyr
eða bjóði góðan dag, eða kveðji. Þegj-
andi er vaðið inn og kastað einhverju
í mann eða sagt: reikningur, og öll ber
framkoman vott um fullkomna uppgjöf
á því sviði, sem kalla mætti prúðmann-
lega framkomu.
Nýlega var ég staddur í bókabúð.
Inn komu 4 ungar stúlkur, á að gizka
14 eða 15 ára, allar snjóugar upp á
haus, en ekki varð þeim að vegi, að
stappa snjóinn af fótum sér við búðar-
dyrnar eða dusta neitt af sér. Þær óðu
frekjulega inn að borði, og jafnvel á milli
borðanna. Þar var ekki verið að hugsa
um, þótt eitthvað kynni að blotna af
snjónum. Ein þeirra fleygir bók á borð-
ið og segir: ,,Eg ætla að skipta þessari
bók“. Búðarstúlkan var hógværðin ein,
tók við bókinni, þótt ekki væri hún þann-
ig afhent eða um hana búið, að stúlkan
ætti það skilið. Eg starði á ungu stúlk-
urnar, stillti mig og sagði ekki neitt. Eg
var þarna gestur. En frekjan og hinn
fullkomni skortur á öllu, sem kallazt
gæti prúðmannleg framkomu og kurt-
eisi, var áberandi. Og þetta voru þó
ungar stúlkur.
Hvað veldur þessari framkomu, að
menn hvorki nenna að drepa á dyr, held-
ur vaða inn, eða heilsa og kveðja, og
þjösnast þannig áfram eins og þeir hafi
aldrei lært neitt eða kynnzt neinum
kurteisisreglum?
Þetta er fólkið, sem lifir í heimi reyf-
aranna, kvikmyndanna, danssalanna,
myndablaðanna, jazzins, sígarettunnar,
iðjuleysis og andvaraleysis. Fræði þess
heims lærir það, þau eru auðlærð og
fræðararnir eru margir og vinna ekki
fyrir gýg. Þeir þjóna guði sínum trú-
lega, en hinir fræðararnir eru oft hálf-
volgir og hikandi menn, sem ef til vill
vita ekki, fremur en María forðum, hvað
búið er að gera við drottin þeirra. Eld-
ur áhugans er kulnaður, vonarljósin
döpruð, og trúin á Guð og menn, á
menningu og þenna heim og annan,
orðin vænglaus og lömuð, og enginn
getur gefið það, sem hann á ekki til.
Við erum þjakaðir menn undan
tveimur ægilegum heimsstyrjöldum.
Krossinn hefur ekki orðið okkur öllum
himnastigi. Við erum latir menn. Við
nennum ekki að sækja auðlegð and-
ans í hinar eilífu uppsprettur guðlegs
kraftar og góðleika. Og hvernig getum
við þá alið upp æskulýð á Guðs vegum,
en ef hann er ekki á Guðs vegum, þá er
hann á glapstigum.
Er ekki þetta meinið? Enskur rithöf-
undur hefur eftir vísindamanni þessi orð:
,,Ef uppfræðslan (the education) verð-
ur eingöngu sérfræði í þjónustu embætta
og atvinnu, er hætt við að hún muni
ala upp unga siðleysingja (barbarians),
sem bera ekkert skyn á okkar dýrmæta
menningararf og sjá ekkert út fyrir sinn
þrönga verkahring“.
Mannkynssagan sýnir það öll og
sannar, að hægt er að breyta villimanni
í siðfágaðan og dyggðugan mann,
drykkjurút og slarkara í reglumann og
prúðmenni, glæpamanni í guðsmann og
grimmdarsegg í líknaranda, og ómenni
í mannkostamann. En slíkri breytingu
veldur ekki einhver þur og andlaus fróð-
leikur. Öll sagan ber því vitni, hvað það
er, sem helzt veldur slíkri breytingu.
Það er guðshyggjan og sá mannkær-
leiki, sem hún vekur og glæðir.
I hinni hollu og góðu bók dr. Árna
Árnasonar læknis, Þjóðíeiðin til ham-
ingju og heilla, er á blaðsíðu 68 og 69
komizt svo að orði:
„Menningunni hefur orðið það fyrst
fyrir, að þroska vitsmuni og auka þekk-
inguna og að njóta ávaxtanna af hvoru-
tveggja. Þetta er að sumu leyti eðlilegt.
Það eru vitsmunir og þekking, sem hæg-
ast er að auka með kennslu. Það er
líka auðveldast, að vekja áhuga á þeim
þroska, því að hann gefur áþreifanleg
laun í aðra hönd, aukin verðmæti og
lífsþægindi. En þessi þroski má ekki
verða einhliða. Þroski mannsandans
má ekki verða af handahófi, hann má
ekki verða nokkurs konar blind fram-
þróun, sem leiðir ef til vill til fullkomn-