Eining - 01.08.1949, Page 15
unar og ef til vill til tortímingar mann-
anna. Þegar mannkynið hefur náð
ákveðnum vitsmunaþroska, þá hefur
það, einmitt vegna hans, skilyrði til þess
að dæma um stefnu sína, ákveða hina
réttu stefnu, að snúa við og taka rétta
stefnu, ef þess er þörf. Þetta verður
menningin nú að gera, að því er bezt
verður séð. Hún verður að breyta upp-
eldinu, bœði í skólum og utan ]>eirra.
Hún má ekki Iíta eingöngu á það, sem
er auðveldast og þægilegast og láta
æskulýðinn ganga á snið við áreynslu
og vinnu. Hún verður að leggja áherzlu
á samræmið í þroskun allra mannlegra
hæfileika, aga og sjálfsafneitun, sem því
hlýtur að vera samfara. Fræðendur og
uppalendur verða að gera betur en áSur
og snúa jafnvel alveg viS blaSinu að
sumu leyti. Þetta á ekki eingöngu við
um heimili og kirkju, lcegri og œSri
skóla, heldur og um blöS og útvarp, rit-
höfunda og listamenn, leikhús og kvik-
myndahús og yfirleitt alla þá, sem tak-
ast það hlutverk á hendur, að ala þjóð-
irnar upp og mennta þær“. (Leturbr.
mínar, P. S.).
Þessi hóflega og viturlega kenning er
ekki flutt hér af presti eða prédikara,
heldur vel menntuðum lækni, sem valið
hefur sálu sinni þar tjaldstað, er hafa
má mikla og góða yfirsýn út yfir hinar
mörgu hliðar mannlífsins, og öðlast
þannig góðan skilning á vandamálum
mannkynsins. Ekki aðeins þessi stutti
kafli, sem hér var vitnað í, heldur og
það, sem á undan og eftir fer í bók lækn-
isins, sýnir glöggt, að þar er á ferðinni
gætinn, ábyrgur, hygginn, vel mennt-
aður og miklu meira en sérfróður mað-
ur í einni grein nútímaþekkingar.
Þökk sé honum fyrir svo holla, greind-
arlega og markvissa leiðbeiningu.
Sem betur fer, hafa þjóðirnar átt, og
eiga nú, allmarga slíka ágætismenn,
sem glöggt sjá, hver rót mannfélags-
meinanna er, sem hafa skrifað um það
heilar bækur, miklar og merkilegar og
bent á hina einu, margreyndu gæfu-
braut. En heimur blindaður af efnis-
hyggju, nautnasýki og öllu því mold-
viðri, sem óábyrgir menn þyrla í augu
manna til þess að geta hnýtt þá á sitt
band, áttar sig, því miður illa, eða alls
ekki, á slíku bjargráði.
Vilji menn, að mannlífsakurinn
standi með blóma, verða þeir að nenna
að rækta hið góða og guðlega, en upp-
ræta illgresið með rótum. Og það er
hið eina, sem gefur hinn þráða ávöxt
hundraðfaldan.
Við skulum fara að ráði læknisins,
og að ráði spámanna allra alda, snúa
viS. Snúa við frá sinnuleysinu, andleys-
inu, efnishyggjunni, nautnasýkinni,
kæruleysniu og letinni, og víkja inn á
braut gæfunnar og ala upp kynslóðirnar
í guðselsku og góðum siðum.
HIÐ SAMEIGINLEGA
Til þín, ó, GuS, frá höll og hreysi,
hrópar allt um vernd og náS.
Börn þín kvíSa, óttast, efa,
oft af raunum mcedd og hrjáS,
hungrar, þyrstir, hrópa, biSja,
hjörtu margra nístir kvöl,
mannkyns ásýnd augum starir
út r tómiS, bleik og föl;
hrcedd viS myrkriS,
hrcedd viS kuldann,
hrcedd viS þetta mikla tóm,
hrcedd viS þjóSa böl og blindni,
beiskan lífsins skapadóm.
Lít í þinni líkn og mildi,
lífsins herra, á meinin vor.
Auk oss trúartraust og djörfung,
trú og von og guSlegt þor.
Pétur Sigurðsson.
Cflen4at
BINDINDISFRÉTTIR
Krafa er uppi um það í Noregi, að
ríkið beri allan kostnað við áfengis-
varnanefndirnar.
★
Lögreglufulltrúi í Kristiansand segir
að EksportöliS valdi mikilli óreglu. Það
sé ódýrara en brennivín og auðveldara
að afla sér. Flaskan kosti kr. 1,90, og af
tveimur flöskum finni menn töluvert á
sér. Margir hinna kærðu fyrir áfengis-
lagabrot hafi drukkið aðeins þetta öl.
Dag einn hafi hann tekið menn, sem
hafi haft með sér heilan kassa.
Umsjónarmennirnir á járnbrautunum
kvarta um aukna óreglu síðan þetta öl
kom til sögunnar. Yfirmaður þeirra,
Kristiansen, segir:
„Síðustu tvær vikurnar hefur þetta
verið mjög slæmt, og það er áreiðanlega
að kenna eksportölinu".
Þetta Eksportöl í Noregi á tilveru
sína því að þakka, að það átti að vera
útflutningsvara fyrst og fremst. Það átti
að græða erlendan gjaldeyri. Þannig
eru alltaf einhverjar tálbeitur, þegar
auka skal á veg og gróða þeirra, sem
framleiða og selja áfengi og þóknast
þeim, er þurfa að svala þorsta sínum,
allt þó auðvitað öðrum til óbætanlegs
tjóns. En niðurstaðan hefur orðið sú í
Noregi, að af Eksportölinu er flutt út
4%, en 96% drekkur þjóðin sjálf. Mikil
óánægja er með þetta í landinu. Bind-
indissamtökin berjast gegn því, einnig
sterkir menn í Stórþingi Norðmanna og
er forsætisráðherrann þar í sveit.
Fyrir utan hina skipulögðu bindindis-
starfsemi æskumanna í Noregi eru mörg
æskulýðssamtök, sem efla bindindis-
semi. Hin helztu eru þessi:
Nöfn Félagafjöldi:
íþróttasambandið .......... 270,000
Kristilegt samband ungmenna 62,000
Samband drengjaskáta .... 22,000
Samband stúlknaskáta .... 15,000
Ungmennasamband sveitanna 15,000
Ungmennafélag Noregs .... 55,000
Æskulýðsfylking verkamanna 52,000
Ungmennasamb. Kommúnista 17,000
Ungir vinstrimenn........... 10,000
Framfylkingin .............. 10,000
Norges Ungdomsherberger . . 11,000
Samtals: 529,000
I fangelsi einu í Noregi var rannsak-
að á hvaða aldri 223 fangar hefðu byrj-
að að neyta áfengis og hver var helzta
orsökin, yfir 80% höfðu byrjað á aldr-
inum 15—25. Upphafið sögðu 2 vera
fordæmi föðursins, 4 höfðu fengið að
kynnast áfenginu á barnsaldri, einn
tók það samkvæmt læknisráði, 10 sóttu
það fyrir verkamenn og fengu bragð
um leið. 6 unnu að meðhöndlun áfeng-
is, 30 kendu um drykkjuvenju yfirmanna
sinna, 135 félögum sínum, 6 vondum
félagsskap og iðjuleysi, 11 kendu það
ástarsorg, slæmu hjúskaparlífi og gá-
leysi.
★
I byrjun júlí kom stjórn alþjóðahá-
stúkunnar saman í London og ræddi
mörg mikilsvarðandi mál. Alls hafði fé-
lögum reglunnar fjölgað um 7000 árið
1948. í ráði er að kaupa eign í Eng-
landi, sem verið getur miðstöð fyrir nám
og fræðslustarfsemi æskulýðshreyfingar-
innar. Búist er við, að á næsta fundi
f ramkvæmdanefndar alþj óðastúkunnar
verði allveruleg breyting á henni. Eru
þar sennilega einhverjir, sem aldurs
vegna gefa ekki kost á sér framvegis,
þar á meðal ritarinn, hinn kunni ritstjóri
og atkvæðamaður, Larsen Ledet.
★
Vaxandi áfengissýki
í Frakklandi.
Finnska blaðið, Hembygden, segir:
,,Því meir sem hömlurnar á áfengissöl-
unni eru afnumdar í Frakklandi, versn-
ar mjög heilsufar manna. Þessu til sönn-
unar er nóg að nefna nokkrar staðreynd-
ir, er framkomu á 28. heilsuverndarráð-
stefnunni í París. Dr. Derobert benti þar
á, að á einu sérstöku sjúkrahúsi hafi
verið lagðir inn 33 áfengissjúklingar
árið 1944, en 50 árið 1945, 87 árið
1946 og 1947 urðu þeir 145. Á aðeins
hálfu árinu 1948 voru þeir orðnir 134“.
Frakkland er eitt af þessum löndum,
sem andbanningar telja til fyrirmyndar
í meðferð áfengis. En bölið sverfur þar
að engu síður en hjá okkur og víðar um
heim.
★