Eining - 01.08.1949, Síða 17

Eining - 01.08.1949, Síða 17
> EINING 17 % V I son, Stefán Stefánsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Fjarverandi voru: Bernharð Stefáns- son, sem var veikur, Gylfi Þ. Gíslason og Jónas Jónsson. Allmargir þingmannanna gerðu grein fyrir atkvæði sínu. En bindindismenn hafa hér aðeins eitt sjónarmið: Hvað er til fyrirmyndar og samboðið öllu rétt- læti. Til kaupenda blaðsins Kceru kaupendur Einingar. Það er ánægjulegt að leggja hönd að hvaða verki sem er, ef samvinna er góð með mönnum. Ef hugur ykkar er góður til blaðsins og ykkur þykir vænt um að fá það, þá er ánægjulegt að vinna að því og senda það út, annars ekki. Verið nú góðir kaupendur og sam- starfsmenn og sendið blaðinu, ef þið getið komið því við, árgjaldið 1949, sé það ógreitt, en það er nú 20 kr. Slíkt léttir blaðinu störfin, sparar því inn- heimtugjald og fyrirhöfn og tryggir til- veru þess. Utvegið blaðinu svo nýja kaupendur, ef tækifæri gefst. Beztu þakkir fyrir samvinnu fram að þessu. Virðingarfyllst. Pétur Sigurðsson. Nýjasti skólinn Kæruleysi og trassaskapur eru, ef til vill, heimsins stærstu syndir. I skjóli kæruleysis og andvaraleysis, eru drýgðir hinir verstu glæpir og styrjöldum oft hrundið af stað. Flest slys eru einnig kæruleysinu að kenna. Eins og aðrir sjúkdómar á kæruleysið sín sjúkdómsein- kenni. Þau eru auðvitað mörg, en eitt þeirra er meðferð móðurmálsins. Flestir erum við þar eitthvað sekir, en þó nokkuð misjafnlega. Þótt ekki sé það á valdi allra, að nota málfræðilega rétt mál, geta flestir lagt stund á fegurð tungunnar. Einhver trassi skrifaði í eitt víðlesnasta blað landsins: „Fyrstu blóðgjöfina borgaði Englendingurinn 100 pund fyrir“. Hér þarf aðeins að hafa endaskipti á setningunni og byrja á síðasta orðinu. Sama er að segja um venjulegt tal manna eins og þetta: ,,Hvað ertu að glápa á?“ í stað þess að segja: Á hvað ertu að glápa eða á hvað ertu að horfa. Afreksmaður verður helzt enginn í listum eða íþróttum nema með mikilli þjálfun og ástundun. Orðsins list er fögur íþrótt. Við getum flest vandað með- ferð móðurmálsins fram yfir það, sem venjulegt er. Slæm meðferð tungunnar er glöggt kæruleysiseinkenni, en sá, sem iðkar hirðusemi í einu, verður hirðumaður á fleiri sviðum, og hirðusemin er meira en gullvæg dyggð. Kirkj ublaðið er málgagn íslenzku kirkjunnar. Útgefandi og ábyrgSar- Rúllu- og hleragerð Reykjavíkur Klapparstíg 8. maður Sigurgeir Sigurðsson biskup. Kemur út bálfsmánaðarlega og auk þess sérlega vandað og stórt jólahefti. Árgangurinn kostar aðeins 15 hrónur. Nýir áskrifendur fá jólahefti blaðsins 1944—1946 ókeyp- is, meðan upplag endist. Kirkjublaðið þarf að komast inn á hvert heimili á land- inu. Utanáskriftin er: KIRK J UB LAÐIÐ, pósthólf 532, Reykjavík. FLOSI SIGURÐSSON Smí'ðum að nýju og gerum við trollhlera, troll- baujur og annað til veiðarfæra og togara. — Allar trévi'Sger'Sir til skipa fljótt og vel af hendi leystar. Fjölbreytt úrval af hvers konar pr jóna vörum Verzlun Ennfremur alls konar vefnaðarvara Benónýs Benónýssonar og smávara. Hafnarstrœti 19. — Sími: 3964. \Jeáta h.j'. Laugavegi 40 . Sími 4197. *

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.