Eining - 01.11.1949, Blaðsíða 12

Eining - 01.11.1949, Blaðsíða 12
12 EINING > Erlendar bindindis- fréftftir. Á síðasta stórstúkuþingi Norðmanna, sem var mjög fjölmennt og eitt hið bezta í sögu þeirra, var samþykkt að afnema al- gerlega bindindisheit barnanna, sem þau hafa orðið að gangast undir við inntöku í barnastúkurnar. Þetta var gert eftir mikla yfirvegun og að ráði tveggja landskunnra barnasálarfræðinga. — o •—- Á þessu ári hefur dregið mjög úr áfengis- neyzlu Finna. Til 1. júlí var áfengissalan fi,966,000 lítrar, svo borið saman við fyrra ár er þetta 29% minna. — o — Talið er að nú séu áfengissjúklingar í Bandaríkjunum hálf fjórða milljón. Það er 3% þjóðarinnar. Af þessum hafa þó 1,3 millj. atvinnu, 85% karlar og 15% konur. Talið er að hjá hverjum þessara tapist 22 vinnudagar ársins, samtals rúmlega 28 mill- jónir vinnudaga. Hve mikið verður það í ísl. krónum? — o — Nýlega var stofnað í Noregi landssam- band áfengislausra hótela og veitingahúsa. 20 veitingahús hafa þegar skráð sig á lista sambandsins. (Afholdsfolkets pressetjeneste) Norska blaðið, Fotket, hefur það eftir I.arsen-Ledet, ritara hástúkunnar, að erf- iðlega gangi með bindindisstarfsemina í Danmörku og sé hún í afturför, og síðan 1916 hafi aldrei verið drukkið jafnmikiö áfengi í landinu eins og nú upp á síðkastið. Þyki nú hinum frjálslyndustu nóg um. En í þessum málum sé alltaf mismunandi tröppugangur og komi vonandi bráðum breyting til batnaðar. Larsen-Ledet er maður, sem ferðast víða, kann frá mörgu að segja og segir oft mjbg skemmtilega frá, en heldur sig þó jafnan að raunveruleikanum. Frá Þýzkalandi befur iiann það eftir Kroll, rektor við háskólann í Köln, að öll ofsjónarvíma hafi nú runnið af æskulýð landsins og vonir hans séu nú aðeins þær, að Þýzkaland verði jafnoki annarra þjóða. í þessu sama tölublaði norska blaðsins eru fimm greinar um sterka ölið, sem átti að vera útflutningsvara, en er nú Plága í landinu, segir ein yfirskrift greinanna. Önnur greinir frá umræðum i Stórþinginu og segir þá einn þingmaðurinn, að það séu nú aðeins Negrar í Afríku og Norðmenn, sem drekki þetta öl, en dollara færir það þjóðinni ekki. — o — Blái Krossinn í Noregi liefur nýlega gcngið í Landssamband bindindismanna og! er þá félagatala sambandsins 165 þúsundir. í sambandinu eru nú 9 félagakerfi og 4 sambönd bindindisfélaga æskulýðsins. í Landssambandinu eru nú um 98% allra skipulagsbundinna manna í landinu. •— o — Fulltrúi á bindindisþingi kvenna upp- lýsti að nú væru 800,000 konur áfengis- sjúklingar í Bandaríkjunum. Þessum áfeng- issjúku konum hefur fjölgað þar um 10,000 á *inu ári. — o — Skammt fyrir utan Chicagoborg hafa Góðtemplarar gert mjög veglegan skemmti- garð. Umhverfið er sérlega fagurt. Garður- inn heitir Geneva Park. En gerðurinn er einmitt í litlúm bæ, sem heitir Geneva. Að garðinum hafa menn unnið árum saman í frístundum sínum. Mörg smáliýsi hafa verið reist þar, og eru þau í löngum röðum. Eigendur þessara litlu húsa hafast þar við um helgar og í frístundum sínum. í garð- inum er gert mikið fundarsvæði, í lögun eins og hringleikahús. Á fjölmennum mót- um eru þar stundum 15 þúsundir manna. Grasigrónir bekkir eru þar og komast fyrir i sætum þeirra 6 þúsundir. Til skjóls er laufskógur umhverfis allt svæðið. — o — Finnar telja, að í landinu muni vera um 25 þús. áfengissjúklingar og af þeim þurfi ,20—25% hælisvist. En Norðmenn gera ráð fyrir að um 4000 áfengissjúklingar þar í landi þurfi hælisvist, en þeir hafa ekki hús fyrir fleiri en 300. Hún er skemmtileg uppskeran af áfengis- verzlun þjóðanna, eða bitt þó heldur. 4 I ♦ Shell \-IOO OT.ÍAN SEM ALLIR TALA UM. Bifreiðaeigendur og bifreiða- stjórar, þér sem þegar nodð SHELL X-100 atliugið að nota einu S. A. E. númeri þynnri olíu yfir vetrarmánuðina. Muni‘5 SHELL X-100 H.F. SHELL Á ÍSLANDI Símar 1420, 1425, 80430. SHELL Ix-iooi M0T0R0IL Heimilisbókasafn! Kvi5ur Hómers, 1.—II. (Uíons- og Odysseifs- kviða) í snilldarþýðingu Sveinbjarnar. Bréf og ritgerðir Stephans G. I.—IV. bindi. Nýtt söngvasafn (nótur) banda skólum, beim- ilum og félagasamtökum. Saga Islendinga. Nýtt bindi í prentun. Athugiö ! Nýir félagsmenn geta enn feng- ið allmikið af eldri félagsbókum, alls 40 bœk- ur fyrir 160 kr. Meðal þessara bóka eru íslenzk úrvalsljóð, Þjóðvinafélagsalmanök, Njáls saga, Egils saga, Heimskringla (öll bindin), valin erlend skáldrit og fleiri ágætar bækur. Send- um bœkur gegn póstkröfu. Afgreiðsla og skrif- stofa að Hverfisgötu 21, Reykjavík. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJ ÓÐVINAFÉLAGSINS * *

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.