Eining - 01.11.1949, Blaðsíða 6

Eining - 01.11.1949, Blaðsíða 6
6 EINING nætti kemur verkstjóri prentsmiðjunnar og er nú áhyggjufullur á svip. Larsen- Ledet spyr, hvort próförk sé komin' strax. Ónei, það var nú annað verra. Enginn setjaranna var kominn, þeir* voru ekki heima hjá sér og enginn; þeirra finnanlegur, þótt leitað væri hvarvetna. Nú var það svart. Larsen- Ledet spratt á fætur. Atti nú blaðið ekki að koma út daginn eftir stofnun flokks- ins? Hvílíkt áfall. Jú, blaðið skal koma út, hvað sem það kostar. Larsen-Ledet segir verkstjóranum að byrja að setja blaðið, allt sem hann orki, en sjálfur muni hann reyna að ná í setjara. Og nú gengur síminn. En þegar Larsen- Ledet er að fala setjara hjá annari prentsmiðju, vill miðstöð fá að slíta sambandinu. Lögreglustjórinn biður um Larsen-Ledet og spyr, hvort hann vanti ekki 10 setjara. Nú hýrnaði yfir Larsen- Ledet og eftir fimm mínútur var hann kominn á Iögreglustöðina. Hann fékk að vita, að hér var hvorki um ofbeldis- verk né morð að ræða, en allir setjar- Þeir höfðu þá fundið upp á því um kvöldið, sennilega haft eitthvað í koll- inum, að stilla sér upp í veg fyrir stræt- isvagna og stöðva alla umferðina með því að standa allir reiðubúnir með frá- hnepptar buxnaklaufir sínar og senda volga strauma framan í vagnstjórana, er þeir nálguðust. Sagan er ekki senni- leg, en þó vafalaust sönn. Þeir gátu all- ir fengið að fara af stöðinni með því að lofa að koma aftur. Níu fóru með Larsen-Ledet, en sá tíundi ekki. Hann hafði ætlað að gifta sig daginn eftir. En nú tóku strákar til starfa við setjara- verkið af óvenjulegu kappi og blaðið fór með járnbrautarlestunum klukkan 4 árdegis. Yfirleitt er bókin hinn bezti skemmti- lestur, en líka gagnleg og fræðandi. Höfundurinn segir eftirminnilega frá bann- og bindindisbaráttu Dana á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, og þá er ekki síður Iæsilegur kaflinn um skilnað Norð- manna og Svía. Vonandi getur Einging birt eitthvað af þessum köflum síðar. Ungir menn gætu lært töluvert af Lar- sen-Ledet. — Þar á skapgerðarmaður merkilega sögu um fjölþætt og mikið ævistarf. P. S. Framhald af bls. 4 skeið einn af forustumönnum hennar. Sömu götu hafa og sonarbörn hans gengið í þessum efnum. Séra Magnús hefur því gefið Góðtemplarareglunni mikið, bæði beinlínis og óbeinlínis. Því skulu honum nú að leiðarlokum færðar þakkir fyrir órofatryggð hans við hið mikla mannúðar- og menningarmál og fyrir það fagra fordæmi, er hann gaf samferðamönnunum sem sannur templ- ar. — Kristinn Stefánsson. Þegar konungar, makftarntenn og alþýða manna lifði í ofáfti og ofdrykkju. Þegar klausturjómfrúr þurftu að hafa 4 potta næturöl hver. Þótt presturinn, Anders Sörensen Vedel, segði það gætilega, vék hann samt að því í líkræðunni, að dansk- norski konungurinn, Friðrik II, hefði drukkið sig í hel. En svo fór áreiðan- lelga mörgum á þeim árum. Sonurinn, Kristján IV, kunni einnig að lyfta glasi, en ekki var þó sagt, að hann dræpi sig á því. Það var hin mesta furða, hvílík ósköp menn gátu þambað af öli, áfengi og ýmsum víntegundum, án þess að drepa sig. Troels Lund getur þess, að dag- skammtur manna hafi yfirleitt verið 5—10 pottar af öli. Fimm gestir, er dvöldu í ,,Malmöhus“, létu sér nægja. 8 potta hver, daglega. Þeir gátu látið sér ,,nægja“ þetta, því að hver þeirra drakk auk þess daglega 4 potta af víni. Hinar óhlýðnu jómfrúr í Maribo klaustri, sem bæði rifust og slógust, drukku unz þær láu á gólfinu. Auk þess, er þær drukku á daginn, höfðu þær hver fyrir sig 4 potta af öli til að slökkva þorstann á nóttunni, áður en þær hófu dagdrykkjuna á ný. Við hirð Kristjáns IV, þá hann enn var of ungur til þess að geta sjálfur tekið þátt í leiknum, var drukkið dag- lega 240 pottar af Rínarvíni. Hve mik- ið var drukkið auk þess af öli, miði og öðrum víntegundum, er ekki sagt, en ekkert smáræði hefur það verið. Troels Lund telur það nokkra afsökun, að þá hafi menn ekki haft kaffi, te, súkkulaði eða tóbak, og þótti því tilheyrilegt að; njóta áfengisins óspart. Rithöfundur nokkur þess tíma kallar þann mann ,,aula og heimskingja, og letingja, er skorti sómatilfinningu, kunni hann ekki að meta sopann“. Það sést glöggt á bréfi, sem ríkis- stjórnin neyddist til að senda út árið 1593, að drykkjuskapurinn var algeng- ur meðal allra stétta. í bréfinu er þess krafizt, að Landsþingið skuli taka til, starfa klukkan 7 árdegis á sumrum, en kl. 8 á vetrum. Orsök þessarar ráðstöf- unar var sú, að ,,vér höfum fengið vitn- eskju um“, segir í bréfinu, ,,að Lands- þingið hefst ekki fyrr en komið er langt fram á dag og menn orðnir ölvaðir, jafnt aðalsmenn sem bændur og borg- arar, er sitja þingið, og verður þar þá uppnám, óhljóð, köll, rifrildi og læti“. Við eigum það að þakka bók Eske Broks, valdsmannsins í Dronningborg, sem átti einnig mörg höfðingjasetur, að: við getum gert okkur Ijósa hugmynd um, hvað það var eiginlega, að fá sér slurk. Eske Brok skrifaði dagbók og það er hún, sem sýnir, hver þáttur drykkjuskapurinn var í samkvæmislíf- inu. Kvöld eitt fékk hann gesti. Þá drukku þeir það, sem hann kallar „eitt rús“. Við orðið ,,ruus“ setur hann kross og merkir með þverstrikum, hve drykkjuskapurinn hafi verið mikill. Má því sjá á þessu, er keyrt hefur úr hófi fram. Eitt X þýðir sjálfsagt, að drykkju- skapurinn var ekki verri en svo, að, hann gat staðizt hann. Nokkrum dög- um síðar heimsækir hann staupaþingið í Viborg. Þá merkir hann XX. Er hann kemur heim aftur, hefur hann stöðugt gesti. 3. janúar er X, 6. janúar X, og 8. janúar X. Þetta þýðir, að Eske hef- ur verið drukkinn fjóra daga í röð. En verra verður þetta, þegar hann, sumar- ið 1604, er sem ríkisráð með Kristjáni konungi IV og öðrum ríkisráðsmönnum í höfðingjaveizlum í Bergen. 16. júlí eru þeir hjá Sten Bille XXX. 18. júli hjá konunginum XXX. Eftir þetta hafa þeir þarfnast ofurlítillar hvíldar, en svo hefst sukkið aftur með fullum krafti þann 20. Byrjunin er hófleg, veizla í ráðhúsinu X. Sama kvöld voru þeir hjá Jörgen Friis og Mogens Glöes XXXX, libra nos domine (Vaarherre bevares). Vissulega hefur mælirinn verið að þessu sinni fullur. Ofurlítið hlé hefur verið nauðsynlegt, en svo aftur 22. stendur konungurinn fyrir veizlu XX. Eske Brok drakk ekki, er hann var heima hjá sér og gætti embættisins. Hann hefur senni- lega orðið feginn, er hann sigldi frá Bergen þann 25. Þótt hann tapaði á heimleiðinni 400 dölum í spili við kon- unginn, sakaði hann ekki stórt, því að hann var þess tíma auðugsti maður. Þessi óhemju öl- og áfengisdrykkja var í samræmi við ofát manna á þeirri öld. Historicus skrifar í Berlingske Aft- enavis: „Þeir mötuðust ekki á 16. öld. Þeir átu“. Herulf Trolle og þrír aðrií aðalsmenn voru á eins dags ferð um Norður-Sjáland, og þeim til aðstoðar 13 ,,öldungar“. Á þessum eina degi átu þessir 17 menn: Uxasteik, er kostaði 5 mörk, fjögur föt af „saltmat“, fjóra lambsskrokka, fjórar gæsir og sex hænsni. Hve myndarleg uxasteikin hef- ur verið, verður ráðið af því, að hún kostaði 5 mörk, en lambskrokkarnir fjórir saman kostuðu aðeins 3 mörk. f hverju fati af ,,saltmat“ var: þriðji- hlutinn af svínssíðu, sextándi hlutinn af uxaskrokk, fjórði hlutinn af lambs- skrokk, hálf gæs, uxatunga og kjöt- bjúga. Þessu skoluðu hetjurnar niður með 15 pottum af víni og fjórum öl- tunnum. Þessir heiðursmenn hafa ekki verið svangir, er þeir stóðu upp frá borðum, hafi þeir þá getað staðið upp. (Þýtt úr Folket) * 4 I

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.