Eining - 01.11.1949, Blaðsíða 16

Eining - 01.11.1949, Blaðsíða 16
16 EINING C f JÓLABÆKUR - GJAFABÆKUR Eins og svo oft áður, munu Norðra-bækurnar veita mesta ánægju og verða kærkomnustu vinagjafirnar. Þorbjörg Árnadóttir: SVEITIN OKKAR. Um bók þessa hefur J. Fr. m. a. komizt þannig að orði í Morgunblaðinu 30/10 1949: „Frásögnin er liituð innra eldi bjartra og lireinna minninga og einlægri ást á heimasveitinni, sveitafólkinu óg dýrmætri arfleifð þjóðarinnar, sögu hennar og minningum. ljóðum liennar og listum, máli hennar og menningu‘\ — Kr. 38,00 ób., kr. 50,00 ib. Jón Björnsson: MÁTTUR JARÐAR. Saga mikilla átaka — manndóms — ásta — baráttu og liug- sjóna. — Kr. 40,00 ób., kr. 50,00 ib. Elínborg Lárusdóttir: TVENNIR TÍMAR. Minningar Hólmfríðar Hjaltason. Sjaldgæf saga, viðburða- rík og atbyglisverð. — Kr. 18,00 ób., kr. 25,00. ALDREI GLEYMIST AUSTURLAND. Austfirzk ljóð eftir 73 höfunda. Helgi Valtýsson safnaði. - Bók þessi er mikill fengur öllum unnendum þjóðlegra fræða. — Kr. 36,00 ób., kr. 50,00 ib. Björn Ól. Pálsson: OG SVO GIFTUMST VIÐ. Þetta er rómantísk og lieillandi nútímaskáldsaga, er gerist að mestu á Vestfjörðum, í Reykjavík og Hafnarfirði. Kr. 28,00 ób., kr. 40,00 ib. Hugrún: ÚLFHILDUR. Ástarsaga, er lýsir með ágætum lífsviðhorfi íslenzku þjóðarinnar nú á tímum. — Kr. 26,00 ób., kr. 38,00 ib. Oddný Guömundsdóttir: TVEIR JÚNÍDAGAR. Skáldsaga, er segir á skemmtilegan og athyglisverðan hátt frá endurminningum ungrar heildsalafrúar í Reykjavík. — Kr. 14,00 ób., kr. 22,00 ib. AÐ VESTAN I: ÞJÓÐSÖGUR OG SAGNIR. Árni Bjarnason safnaði og sá um útgáfuna. Þetta bindi, Þjóðsögur og sagnir, er upphaf eins merkasta ritsafns, er út hefir komið á íslenzku. Það hefir að geyma m. a. þjóðsögur, sagnaþætti, ferðaminningar, er Vesur-íslendingar hafa skráð ásamt minningum þeirra heiman frá íslandi. Kr. 35,00 ób., kr. 45,00 ib. Áse Gruda Skard: BARN Á VIRKUM DEGI. Bók þessi fjallar um börn frá fæðingu og fratn á ungl- ingsár. Hún á erindi til allra uppalenda, foreldra og skóla. IJún er ljóslega og aðgengilega rituð, skemmtileg og skynsamleg. Kr. 38,00 ib. Olav Gullvág: Á KONUNGS NÁÐ. Þetta er framhald hinnar miklu skáldsögu, „Jónsvökudraums , er kom út í fyrra og varð metsölubók. — Kr. 40,00 ób., kr. 55,00 ib„ kr. 70,00 í skinnbandi. ÞEIR HJÁLPUÐU SÉR SJÁLFIR. Sjálfsævisaga frá írlandi eftir Patrick Gallagher. Óvenjulega skemmtileg bók. — Kr. 22,00 ób„ kr. 32,00 ib. Sten Bergman: SLEÐAFERÐ Á HJARA VERALDAR. Þessi bók er lýsing á för, er sænskur vísinda- leiðangur fór um Kamtsjatka. Frásögnin er full af furðulegustu ævintýrum um frumstæðar þjóðir. — Kr. 28,00 ób„ kr. 38,00 ib. Auk framannefndra bóka liafa komið út á árinu fjölmargar og ágætar bækur fyrir unglinga á öllum aldri. Má þar nefna þessar bækur Júdý Bolton, Gagnfrœ'öingar í sumarleyfi, Dóttir lögreglustjórans, Stúlkurnar á Efri-Ökrum, Óli segir sjálfur frá, Benni og félagar hans, Ástir Beverly Gray o. fl. o. fl. Áður en þér festið kaup á bókum, skuluð þér athuga bækur Norðra. Þá munuð þér sannfærast um, að það eru beztu, vönduðustu og ódýrustu bækurnar. Fyrir jól munu koma út m. a. Göngur og réttir II, Brynjólfur Sveinsson biskup eftir Torfhildi Hólm, Smiöur Andrésson og þættir eftir Benedikt Gíslason frá Hoftegi og Hrakningar og heiöavegir eftir Jón Eyþórsson og Pálma Hannesson, svo að nokkrar séu nefndar. P NORÐRA-BÆKUR fást hjá öllum bóksölum. — Sendum gegn póstkröfu, hvert á land sem er. Bókantgáfan NORÐRI PDSTHDLF 1D1, REYKJAVÍK 4 i m * »

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.