Eining - 01.01.1953, Blaðsíða 7

Eining - 01.01.1953, Blaðsíða 7
 EINING 7 heimabruggi, leynivínsölu og smygli, og yfirleitt öllu bví, sem andstceðingar áfengisbanns nota til aS ónýta jbað. Fyrri reynsla í þeim efnum ætti að geta komið hér að góðu haldi. Herða verður stórlega eftirlit á samkomum, til þess að veit- ingabannið komi að fullum notum. Og nú er þess að gœta, -c að þar sem tekið er fyrir öll vínveitingaleyfi, er miklu auð- veldara að komast fyrir ólöglega meðferð áfengis, en meðan hún gat dulizt í skjóli leyfðra vínveitinga. Þetta er vitan- lega fyrst og fremst hlutverk löggæzlunnar, en öllum þeim, sem í baráttunni standa, ber skylda til að aðstoða löggœzl- una og vera á verði um það, að laganna sé gcett sem skyldi af þeim, er til þess eru settir. Má og vœnta þess, að yfirstfórn dómsmálanna muni ekki láta sitt eftir liggja, að efla lög- y gœzluna, eftir því, sem þörfin krefur. Á síðasta ári var stigið merkilegt spor í þá átt, að stöðva vaxandi verðþennslu og auka um leið verðmœti þess gjald- eyris, sem menn fá fyrir vinnu sína. Þœr ráðstafanir leiða vonandi til batnandi hags landsmanna, en geta þó haft í för með sér nokkra erfiðleika, eða a. m. k. má ekki vcenta þess, að allir erfiðleikar séu þegar yfirunnir. Það er því enn full ástœða til að gœta fullrar varúðar í meðferð fjármuna, og svo mun Y enn lengi verða, enda forn dyggð, sem ekki má týnast. Þá er vert að athuga það, að fáir skattar eru þyngri lagðir á ein- staklinga, en þeir, sem áfengissalan krefur inn. Það er þó sérstakt við þann skatt, að enginn er skyldaður til að greiða hann. Hitt er líka rétt, að margur er suo háður eigin fýsn eða almennri hefð, að hann leiðist til að fcera þeim skatt- heimtara þyngri fórnir, en hagsceld og heill hans sjálfs eða fjölskyldu hans fcer samrýmzt. Þess vegna er það líka skylda þeirra, sem sjálfir standast alla ágengni áfengistízkunnar, að stuðla að því, að aðrir verði losaðir undan henni. Það er þjónusta við sjálfan sig, þjóðfélagið og mannkynið allt, að vinna gegn áfengissölu og áfengisneyzlu. Þá þjónustu vill Regla góðtemplara hvetja alla góða menn til að láta í té á hinu nýja ári. Góðtemplarar og aðrir bindindismenn um land allt! Stór- stúka íslands heitir á yður öll, að reynast þessari þjónustu trú á nýju ári. Reynist trú þeim heitum, sem þér hafið unn- ið reglu yðar eða sjálfum yður um það, að vinna að frelsun mannkynsins undan bölvun áfengisins. Gefi Guð, að hið nýja ár megi vera yður öllum ár nýrra sigra, og mannkyni öllu ár blessunar og friðar! Björn Magnússon, stórtemplar. Norræna bindindisþingið í Reykjavík 1953 Þingið verður væntanlega haldið í \ Reykjavík dagana 31. júlí til 6. ágúst. Það er áformað, að skipið m/s Brand V flytji samherja vora frá Norðurlönd- um hingað frá Bergen. Burtfarartími þaðan er 25. júlí, kl. 18. Til Thors- havn í Færeyjum 27. seinni partinn og þaðan kl. 2 aðfaranótt 28. Gert er ráð fyrir, að skipið komi til Reykjavíkur að morgni 31. júlí og fari þaðan aftur 6. T ágúst, kl. 18. Búist er við, að til Thors- havn verði komið að kvöldi 8. ágúst, og til Bergen kl. 10 að morgni. Dagskrá þingsins er ekki fastákveðin enn sem komið er, en áætlað að sér- fundur norrænna bindindiskvenna hefj- ist 31. júlí kl. 10 árdegis. Um kveldið 31. júlí, kl. 19,30, verður hátíðleg mót- , i, tökuathöfn í Þjóðleikhúsinu. Daginn eftir 1. ágúst byrjar þingið, og verður það líklega haldið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Ákveðnar eru ferðir að Jaðri, Þingvöllum og Gullfossi og Geysi. Gert er ráð fyrir hátíðaíundi í I. O. G. T. — Þátttaka verður mikil, eftir því sem síðustu fregnir herma. Stokkhólmsbréf 17. des. segir, að um 260 hafi pantað far til íslands á þingið, og er nú verið að reyna að útvega annað skip til ís- landsfarar, þar sem Brand tekur ekki nema 160 farþega. Líklega fara nokkr- ir tugir gestanna með Gullfossi, sem búist er við að fari frá Kaupmannahöfn um líkt leyti og Brand frá Bergen. — Boðsbréf hefur verið sent til Danmerkur, ^ ^ Finnlands, Noregs og Svíþjóðar frá ís- lenzku undirbúningsnefndinni. — Fyrir utan gestina austan yfir hafið, má að sjálfsögðu búast við mikilli þátttöku frá bindindismönnum hér heima, og verður boðsbréf birt í næsta blaði Einingar og nánar skýrt frá tilhögun þingsins, dag- skrá og öðru. Undirbúningur er þegar hafinn, og bíður undirbúningsnefndar- innar mikið starf. B. T. Aftur á bak til dýrsins Flestar kröfugöngur nútímans, bylting- ar og styrjaldir, hafa verið í þágu holds- ins. Mannkynið heimtar þægindi og góð lífskjör, og er því vorkunn. En mikil hætta er á ferð, ef dekrað er fremur við holdið en andann. Upp af martröð miðaldamyrkurs, skorts og þjáninga, reis andi mannsins, glað- vakandi, leitandi og hungraður og þyrst- ur í frelsi, framför, þroska og þekkingu, og með honum hófst hið stórfeldasta vísindatímabil sögunnar, tæknikunnátta og andleg menning. Makráður og sællífur nútímamaðurinn veltir sér pakksaddur, hálfvolgur og geisp- andi niður af dúnmjúkum silkisvæflum og fjaðrabekkjum, niður á leið til bælis rán- dýrsins. Öllum lesendum Einingar og við- skiptavinum hennar, óska eg gœfu og gengis á nýja árinu, og þakka viðskipfin á liðnum árum. Gefi Guð landi og lýð frið og farsœld, og gleðlegt ár. f-^étur Siqurb uroóóon f Sigurgeir Gíslason Utför Sigurgeirs Gíslasonar, fyrrv. verkstjóra og sparisjóðsgjaldkera í Hafnarfirði, sem andaðist á jóladaginn, fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 5. janúar síðastl. Mikið fjöl- menni var við útförina, bæði úr Hafnar- firði, Reykjavík og víðar að. Ræður fluttu þeir prestarnir, séra Garðar Þor- steinsson og séra Kristinn Stefánsson. Einsöng söng fósturdóttir Sigurgeirs, Svanhvít Egilsdóttir óperusöngkona, en eiginmaður hennar Jan Moravek hljóm- sveitarstjóri lék einleik á fiðlu. Hvort- tveggja þetta var hið prýðilegasta, og öll var athöfnin mjög hugþekk, virðu- leg og áhrifarík, ræður klerkanna góð- ar, kirkjan fallega skreytt, og heiðurs- vörð stóðu menn frá Stórstúku íslands, Umdæmisstúku Suðurlands og stúk- unni Morgunstjörnunni í Hafnarfirði, undir fánum þessara stiga Reglunnar. Templarar í Reykjavík fjölmenntu við útförina. Þegar gengið var úr kirkju, var numið staðar fyrir framan Góð- templarahúsið. Þar léku nokkrir menn úr Lúðrasveit Reykjavíkur tvö lög, en bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Helgi Hann- esson flutti velmælt kveðjuorð. Þetta naut sín vel, því að veður var hið bezta. Þessa ágæta samferðamanns, mátt- arstólpa í sveit íslenzkra bindindis- manna, verður nánar getið í næsta blaði. *

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.