Eining - 01.01.1953, Blaðsíða 11

Eining - 01.01.1953, Blaðsíða 11
EINING 11 Æskumenn í skólum leggjast gegn tóbaksnautn ungmenna Af tilviljun sá ritstjóri Einingar að Samband bindindisfélaga í skólum hafði háð ársþing sitt, og tillögur þess birtar í einu dagblaði bæjarins. Meðal þeirra er þessi: „21. þing SBS telur brýna nauðsyn á öflugri baráttu gegn reykingum og annarri tóbaksnautn. Heitir þingið , á íslenzka æskumenn að efla samtök um tóbaksbindindi. Einkum er skorað á ungmenna- og íþróttafélög að taka ein- beitta afstöðu gegn tóbakinu“. Gleðilegt er að heyra slíka rödd og er óskandi að eitthvað vinnist á í þessum efnum gegn menningarplágunni miklu. Svo er komið, að varla er mönnum, sem ekki reykja vært á mannfundum. Þræl- ar tóbaksins bræla alls staðar, einnig á meðan menn flytja ræður á fundum. Fyrir skömmu var eg beðinn að koma á skemmtisamkomu, hið fyrsta er flest af unga fólkinu gerði, er það kom inn í fundarsalinn, var að kveikja í sígar- ettunni. Þá kom eg inn í matvörubúð fyrir nokkru. Þar stóðu tvær ungar stúlk- ur, á að gizka 16 eða 17 ára. Báðar stóðu þær með kóka-kóla flöskuna í annarri hendi og sígarettuna í hinni. — Slíkt hefði einhvern tíma ekki þótt ,,dömulegt“. Nautnalífinu fylgir taum- leysi og taumleysinu alls konar ófarn- aður, einnig afbrot, óknyttir og hrotta- mennska. Árið 1951 varð hreinn rekstrarhagn- aður af tóbakseinkasölu ríkisins 34 milljónir. — Landsmenn kaupa þannig áfengi og tóbak árlega fyrir eitthvað á annað hundrað milljónir króna. — Á þessu virðast allir hafa ráð, þótt alltaf séu gerðar kröfur um kauphækkanir, en menn gleyma þeim orðum spámanns- ins, að launtakar hjá þjóðum, sem ganga refilstigu í eyðslu og óreglu, fá kaup sitt í „götótta pyngju“. Ekkert tollir í pyngjunni, vaxandi dýrtíð, eyðsla og óhóf blæs allan ávinning á burt. Leggjumst fast gegn óvinum þjóðar- innar, áfengis- og tóbaksneyzlunni. Versfii viibjóðurinn Fátt er viðbjóðslegra en fláttskapur- inn hulinn fögrum orðum, menn tala fallega en hugsa illa. Einhvers staðar á slíkum slóðum las eg þessi orð: ,,Við óskum ekki annars en að fá að lifa í friði menningarlífi“ Þetta geta margir sagt af hjartans einlægni, en þegar slík orð hrjóta af vörum manna, sem eru harðsvíraðir flokksmenn þeirra stefna, sem seint og snemma hrópa svartar lygar og óhróður um saklaust fólk, þá verður friðartal þeirra og allur sakleysis- svipur hreinn viðbjóður. Ritningin segir: „Rannsakið yður sjálfa, prófið yður sjálfa“. Þeim mönn- um, sem tala fallega, en spilla þó sam- búð og friði manna, veitti ekki af að hugleiða þetta heilræði. Hvað mundi verða hér á landi, ef erlend einræðisstefna næði völdum? — Mundu ekki höfuð fjúka hér eins og í mörgum öðrum löndum, og mundu ekki sumir þessara manna, sem tala stund- um fallega um frið, standa hjá slíkum aftökum og samþykkja þær? Ekkert er auðveldara en að blekkja sjálfan sig. Heilræðið er því aðkallandi: rannsakið yður sjálfa, prófið yður sjálfa. Við, sem erum flokksleysingjar, finnum mjög glöggt, þegar einn flokkur er að bera stórlygar á hinn eða þegar verið er að rægja og níða þjóðir á hinn svívirði- legasta hátt, þjóðir, sem við höfum kynnst ítarlega og vitum að eiga ekki slíkt níð skilið. Friðartal manna, sem viðhafa slík vinnubrögð, verður í eyrum okkar hreinn viðbjóður, þegar okkur tekst ekki að loka eyrunum fyrir því. Frá Akureyri Frá Akureyri hafa Einingu borizt eftir- farandi blaðafregnir um ýmsa starfsemi Góðtemplara á staðnum og annarra manna í þágu bindindismálsins. Fyrst segir þar frá: Frá námskeiði templara. Eins og frá var skýrt í blöðunum fyrir nokkru, ákvað Góðtemplarareglan á Akur- eyri að gangast fyrir námskeiði í tréskurði, svo og öðru föndri síðar meir, er orðið gæti unglingum í bænum hentug tóm- stundavinna, ef nægileg þátttaka fengist. Þessu var mjög vel tekið, og bárust svo margar rannsóknir að skipta varð þátttak- endum í tvo flokka. Var öðrum hópnum kennt kl. 5—7 alla daga en hinum kl. 8— 10. En þátttakendur voru alls 30. Stóð námskeið þetta í hálfan mánuð og lauk því þriðjudaginn 18. nóvember. Flestir þátttakendurnir voru unglingar, en þó nokkrir fulltíða menn og 5 konur. — Flestir munu nálega hafa lokið við tvo gripi, og var ánægjulegt að sjá þá vinnu- gleði og þann áhuga, sem þarna ríkti. Kennari var Jón Bergsson. Fundur um áfengismál og skemmtanalíf. Að tilhlutun Góðtemplarareglunnar og áfengisvarnanefndanna á Akureyri var haldinn umræðufundur um áfengismálin og skemmtanalífið í bænum fimmtudaginn 20. þ. m. í Skjaldborg. Á fundinum mættu full- trúar frá um tuttugu félögum og fyrir- tækjum. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri, stjórnaði fundinum. — Framsöguræður fluttu: Kristján Jónsson, fulltrúi bæjar- Sfiökur Æ er vegur angurs háll yfir dauðans hylnum. Þó hefur brúast ófœr áll oft í sortabylnum. Aftur gefst þeim óskin ný, auðguð Ijósi og varma, sem að viti og vænleik í vex yfir sína harma. Sálin er alrýmisendaleysa, andstœðugáta, sem fáir leysa. af grunnlausum mœtti er gerð og rekin grynnsta heimskan og dýpsta spekin. . Sigurður Rósmundsson. fógeta, Hannes J. Magnússon, skólastjóri, og Brynleifur Tobiasson yfirkennari. — Umræður voru fjörugar og tóku margir til máls. Fulltrúi bæjarfógeta upplýsti, að afbrotum hefði fækkað mikið í bænum á þessu ári. Þó hafði ölvun við bifreiðaakst- ur aukizt. Hnigu ræður manna í þá átt, að vinna beri að heilbrigðu skemmtana- lífi og útiloka áfengi af skemmtunum. — í fundarlok var samþykkt eftirfarandi til- laga: „Fundur um áfengismál haldinn á Akur- eyri fimmtudaginn 20. nóv. 1952, beinir þeim eindregnu tilmælum til allra félaga og stofnana, að þau leggi allt kapp á að útiloka áfengi af skemmtunum sínum, og vinni með því að heilbrigðu skemmtana- og samkvæmislífi“. Upplýsinga- og hjálparstöð I. O. G. T. og áfengisvarnanefndanna á Akureyri, fyrir drykkjusjúka menn og aðstandendur þeirra, verður framvegis opin á hverjum föstudegi kl. 6—7 síðdegis í herbergi nr. 66 á Hótel Norðurlandi. Góður vilnisburður um góða bók Þegar fallegi, litli ævintýrasjónleikurinn, Jónsmessunótt, eftir Helga Valtýsson kom út, gat Eining hans í örfáum línum. Minna gat það ekki verið. Þessi fallega, litla bók, hefur hlotið maklegt lof góðra manna. Guð- mundur skáld Frímann segir m. a. þetta: „Hér er margt spaklega mælt og fagur- lega, til dæmis í inngangskvæðinu, sem er þrungið af andagift. — í þessum ævintýra- leik Helga Valtýssonar er ljóðræn fegurð á hverri blaðsíðu. Sennilega á Blómaþulan í síðari þætti enga hliðstæðu í íslenzkum bókmenntum og mun lengi geymast sem táknræn mynd af hinum aldna, síunga höfundi". Ef allir rithöfundar, listmálarar og lista- menn yfirleitt bæru í hof menningarinnar og bæ mannkynsins aðeins fegurðina, mundi mannkynið dýrka hana enn meir en nú er, verða fráhuga ljótleiknum í hugsun, orði og verki.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.