Eining - 01.01.1953, Blaðsíða 10

Eining - 01.01.1953, Blaðsíða 10
10 EINING Anganþeyr Ljóð eftir Þórodd Guómundsson frá Sandi. . . Sjálft nafn bókarinnar er ágætis ljóð. Það túlkar bæði blæ og gerð ljóðanna í heild, og yfirlætisleysi og eðlisfar höf- undarins. Frá nafni bókarinnar leggur ilm vorgróðurs og hlýju. Sérhver maður mætti hrósa happi, sem hlotnast hefur að vera sonur stór- skálds, en þá er ekki alltaf auðgert að lyfta merki föðurins. Synir Guðmundar skálds Friðjónssonar frá Sandi hafa hátt mark að keppa að, ef þeir ætla að ná föður sínum í ljóðagerðinni. Það eru aðeins stórskáld, sem yrkja kvæði eins og Rangárþing, og ýms önnur ágætis ljóð Guðmundar, Eiríkur víSförli leitar ódáinsakurs, og fleiri slík. Glöggt ættarmót er með ljóðum Þór- odds og föður hans. í ljóðum Þórodds er enginn glamrandi, enginn hávaði, enginn logheitur tilfinningaflaumur, þau eru engin æsiljóð. Þar er enginn blóð- rauður byltingaofsi, ekkert grjótkast og engin sjóðbullandi ástarvíma. Þar er íhyglin, heilindin, rótfestan og hið sterka en skrumlausa tilfinningalíf, sem tengt hefur sál skáldsins órofaböndum við þjóðarsálina, móðurmold og dulmögn íslenzkrar náttúru. Mál þessarar ljóðabókar er fullkomin andstæða við allan yfirborðsgutlanda. Mér brá, er eg rak mig hvað eftir ann- að á orð, sem eg hafði ekki heyrt áður. Einnig í þessu birtist ættarmótið frá Sandi. Stilliljóð er ekki nóg að lesa einu sinni, en við fyrsta lestur verða þó sum ljóðin strax hugstæð. Eitt þeirra er kvæðið: / Haukadal. Þar gengur skáldið á ,,Gíslahól“ og segir í fjórða stefi: „Hér eg skynja dult og djúpt djarfan sefa, hjarta gljúpt, auSnu veika, örlög sár, ást og hatur, gleSi og tár, vit og óráS, víg og friS, valdboS, ánauS, svik og griS, rótleysi og ramma taug. — RoSa slœr á Vésteinshaug“. Niðurlag þessa kvæðis verður þó fyrst og fremst ógleymanlegt: ,,DáSfegurri dul þess alls, dýpri rótum Heklufjalls, betri mannlífs mcetri snilld, meiri tímans hefS og vild, œSri hverri fremd og frœgS, frjórri beztu kostagnœgS var þó ást hans eiginvífs: unaSsbót í þrautum lífs. MeSan liíir mennt og dyggS, munu AuSar dáS og tryggS lýsa eins og arinbál innst og dýpst í hverja sál“. í þessum ljóðlínum er hinni fegurstu fyrirmynd kvendyggðar og göfgi skorinn dýrindis búningur, sem þola mun tím- ans tönn, verða holl hvöt og yndi þeim, sem að gæta. Skáldið klifar „hjalla af hjalla“, er hann heimsækir „Ármúla Sigvalda Kaldalóns“. I þessu kvæði er hrein og prúðmannleg hrifning: „Reifast hlíSin rökkri, roSa slœr á lyngiS, haustsins gullna gliti, glóS frá blysum óns, líkt og silki sveipi sóldís fjallsins paldra. Hér í tíbrá titra tónar Kaldalóns“. Rúmsins vegna verður hér lítið fleira talið, en varla er þó hægt að ganga fram hjá Undrinu mesta: „UndriS mesta aldrei deyr: Ástarstjarnan tindrar, meSan andar morgunþeyr, og mjöll á hauSri sindrar“. Stefin eru öll svo falleg í kvæðinu, Jöklasóley, að eg treysti mér ekki til að velja úr því, en bendi á það, eins og líka önnur helztu kvæði bókarinnar, sem eru þó ekki talin hér. Þessa litlu kynningu á fallegri og góðri Ijóðabók, verður Eining að láta sér nægja að þessu sinni. Pétur SigurSsson. Grein Óskars Jónssoitar Ritstjóri blaðsins vill vekja athygli les- andanna á grein Óskars Jónssonar, út- gerðarmanns í Hafnarfirði. Greinin er á annarri blaðsíðu. Óskar Jónsson er kunnur athafnamaður og mesti sæmdarmaður. — Grein sína ritar hann sem sannleikselsk- andi vitni í alkunnu vandamáli. Hann er ekki í Reglu Góðtemplara, en talar sem ágætis bindindismaður, og sá, er sannleika ann. Slænussf innfluín- ingur Við höfum flutt inn í landið minka- plágu, karakúlpest, áfengisbölvun, sígar- ettuólyfjan og pólitíska spillingu, sem sundrað hefur þjóðinni í stríðandi flokka, og sú óblóðuga styrjöld hefur fætt af sér skaðlegt og kjánalegt dekur við kjósendur og þar með alls konar spillingu í fjármál- um, embættisveitingum og einu og öðru. Þessi innflutta pólitík hefur verið sýkill- inn, sem eitrað hefur þjóðlífið og valdið mannskemmdum. Allt er þetta óglæsilegur innflutningur og hefur mætt mjög á sjálfstæði og menn- ingarafkomu þjóðarinnar. Eiitsfaklmgurinn og áfengismálin heitir ofurlítið rit, sem Indriði Indriða- son rithöfundur hefur samið og gefið út. Nafnið segir glöggt til um efni þess. A annarri blaðsíðu segir: „Meiri hluti þjóðarinnar, sem kall- aður er algáður, hefur horft á hinn ójafna leik áfengisins og meðborgarans, án þess að láta sér bregða“. Þetta furðulega sinnuleysi alls þorra manna, er í raun og veru mesta vanda- málið í sambandi við áfengisbölið. Það er jafn óskiljanlegt sem það er háska- legt og mannúðarsnautt. Sem svar við einni venjulegri fyrru, segir höfundurinn þetta: „Það er ekki einkamál hófdrykkju- mannsins, að tugir heimila eru lagðir í rúst af fyrirvinnunni og það lagt á mín- ar og þínar herðar að framfleyta með auknum álögum þessu fólki. Það er ekki einkamál nokkurs manns, að ríki og bæjarfélag þurfa að viðhalda dýru fangelsi, letigarði og fleiri þess- háttar stofnunum fyrir þá menn, sem annað hvort eru orðnir ræflar af of- drykkju eða hafa gerzt brotlegir við landslög vegna drykkjuskapar. Það er ekki einkamál nokkurs manns, að ölvaðir menn geti í rólegheitum leik- ið sér að því að keyra okkur niður á götunni eða gangstéttunum og drepa okkur“. Þá eru tekin upp í rit þetta hin vitur- legu orð Guðmundar Björnssonar land- læknis um þetta atriði: „011 þjóðfélagsskipan hvílir á einum grundvelli, sameiginlegum hagsmunum, þar af leiðir ýmis konar takmörkun á sjálfræði manna. Án þess konar tak- markana getur ekkert félagslíf átt sér stað. Með þjóðfélagsvernd fylgja þjóð- félagsskyldur. Ef þjóðin telur þörf á að setja lög í því skyni að draga úr eða útrýma einhverju þjóðarböli, þá teljum við það skyldu hvers einstaks manns að sætta sig við nauðsynleg ákvæði, þótt ströng kunni að þykja. Flest sóttvarnar- lög t. d. fela í sér ákvæði, sem ganga miklu nær persónulegu sjálfræði manna en bann gegn áfengisnautn. Þegar um allsherjargagn er að ræða, verður hver einstakur maður að lúta“. Einnig eru í ritinu þessi athyglis- verðu orð eftir Vilmund Jónsson land- lækni: „Engin gáfa, sem mönnum er gefin, er dýrmætari og æðri en heilbrigt vit og óbrjáluð skynsemi. Við höfum séð, að hinir smæstu áfengisskammtar — hin sérstakasta hófdrykkja — lamar vitið og skynsemina svo að stórum munar. Það er þessi æðsta gáfa mannsins, sem ósæmilegast er að smána“.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.