Eining - 01.07.1953, Blaðsíða 15

Eining - 01.07.1953, Blaðsíða 15
EINING 15 Stórstúkuþingsbragur Víða skorti eitt og annað, cddarfarfó beygði íýð. Þ/óðfn hafði kvalráð kannað, kúguð háð sitt langa stríð. Tregt var þá um tœkifcerin, ííðum smátt um brauð og lín. Þótt á slíku vöntun vceri, vantaði aldrei brennivín. Þessi löngu þrauta árin þjóðin svelti börnin sín. Hellt var eitri oft í sárin, alltaf flóði brennivín. — Þeir sem eitrið óspart selja, eins og rándýr sjúga blóð, blindir sjálfir, blinda kvelja, bólvun leiða yfir þjóð. lnn í slíka óöld fceddist árgyðja hins nýja dags. Vorlíf hófst og vonin glœddist, var þá efnt til brceðralags, til að varast verstu hrekki valds, sem engu þyrma kann, til að brjóta bönd og hlekki bölváldsins, og sigra hann. Menn, sem þekktu meinin verstu, menn, sem vissu hollust ráð, menn, sem veittu varnir beztu víða þar, sem stríð var háð. Sóttu djarfast Frón að friða fyrir verstum þjóðníðing, hófu merki hreinna siða, háðu landsins beztu þing. Þegar Ijótir siðir settu svip á niðurbcelda þjóð, þegar klceðum fólskan fletti fátcekan og saug hans blóð, upprann þá með Islendingum ársól björt, sem lýsir enn. Setið hafa á þessum þingum þjóðarinnar beztu menn. Svo sem eitursalinn hafði saurgað landsins helgidóm, skildu þeir, hvað skyldan krafði, skerptu spámanns þrumuróm. Svipu snúið harða höfðu, hreinsuð skyldu þjóðarvé, þeir til saka sekan kröfðu, scerðum létu hjálp í té. Enn er prangað, ennþá verzlað einmitt þar, sem skyldi sízt, innst við þjóðar eðla hjarta eiturnaðran versta hýst. Komi drottins hönd og hreinsi helgidóminn annað sinn. Veki þjóð til verka stórra, veiti þráða sigurinn. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.