Eining - 01.07.1953, Blaðsíða 18

Eining - 01.07.1953, Blaðsíða 18
18 EINING við vígslu og valdatöku forsetans verið venjulega aðeins fyrir hann og fjölskyldu hans, en að þessu sinni kallaði Eisen- hower allt ráðuneyti sitt, ráðgjafa og aðstoðarmenn og fjölskyldur þeirra, alls 180 manns, til þess að vera viðstadda. Þessir áttu að bera ábyrgðina með hon- um. I vali manna sinna fer hann ekki að- eins eftir hæfileikum þeirra, heldur því, hvert er þeirra mesta hjartansmál. Og morguninn, er hann var settur inn í embættið, var bæn hans á eftir guðs- þjónustunni jafnt fyrir samstarfsmönn- um hans og honum sjálfum. Hann bað Guð um styrk þeim öllum til handa, að þeir gætu í sannleika verið vígðir og helgaðir þjónustustarfi sínu. Samstarfsmenn hans þurftu ekki að vera í vafa um áform og lífsskoðun for- setans, því að nokkru áður en hann tók við embættinu, kallaði hann saman ráðuneyti sitt og aðstoðarmenn til há- degisverðar í New York. Um þann við- burð segir í áðurnefndri ritgerð: „Forsetinn stóð upp við borðið og lét í Ijós traust sitt á mannvalinu. Hann taldi það vera af því bezta, sem þjóðin gæti kosið til starfanna, sem biðu þess. En um það yrðu þeir allir að vera sam- mála, að starfið væri þó öllum ofvaxið, jafnvel hinum hæfustu, án aðstoðar al- máttugs Guðs. Hann snéri sér því næst að landbúnaðarráðherranum, Ezra Ben- son, sem er vel þekktur mormóni, og bað hann bera fram bæn fyrir þá alla. Það er þó ekki aðeins sökum þess, að forsetinn er sjálfur trúhneigður, að hann setur svo hátt mikilvægi guðstrúar- innar. En hann trúir því, að þjóðin eigi upphaf sitt, vöxt og viðgang, efnalega velmegun og menningarlegar framfarir fyrst og fremst að þakka hinum sígildu dygðum. Hann trúir ekki á neina lausn vandamála þjóðarinnar til frambúðar án afturhvarfs til slíkrar trúar og dygða“. — Honum fórust orð á þessa leið: „Lýðfrjálst stjórnarfar verður ekki túlkað út frá öðrum sjónarmiðum en trúarinnar. Forfeður okkar urðu að skírskota til Guðs, til þess að eitthvert vit gæti talizt í þeirra byltingarkennda fyrirtæki. Það var aðeins í þeirri trú, að Guð hefði skapað alla menn til vissra óumdeilanlegra mannréttinda, að menn gátu áformað lýðfrelsi. Trú þeirra var greypt í grundvallarlög þjóðarinnar, og traust sitt til Guðs steyptu þeir í mynt sína, og hikuðu ekki við að leggja það sem grundvöll undir stofnanir sínar. Hvar völdu þeir ákvæðinu um trúfrelsi stað í mannréttindaskrá sinni? Trú- frelsið var fyrsti hornsteinninn, og það var engin tilviljun“. Eisenhower hefur oft vikið að því, að þjóðin yrði að vera þrefaldlega sterk: andlega, efnalega og hernaðar- lega, ef hún ætti að geta varðveitt og eflt frelsi sitt. Og mikilvægast af þessu þrennu væri hinn andlegi styrkleiki þjóðarinnar. „Forfeður okkar“, sagði forsetinn, „sönnuðu það, að til þess að geta yfir- bugað kúgun harðstjórnar, áunnið sér frelsi og veitt öðrum frelsi, þurfa menn að eiga guðstraust og vera guðshyggju- menn. Okkar hlutverk er að sýna, að þessi trú, endurvakin og ómenguð, sé nægilega máttug til þess að ganga á hólm við kúgunaröflin“. Eitt sinn kom það fyrir í kosninga- baráttunni, að nokkrir stuðningsmenn Eisenhowers urðu áhyggjufullir út af því, hve títt hann í ræðum sínum viki að andlegu málunum. Til þess að fyrir- byggja, að hann yrði ásakaður um öfg- ar í þeim efnum, fóru þeir til hans og mæltust til þess, að hann sleppti slíku í nokkrum ræðum. I fyrstu setti hann hljóðan við þessa ósk, en varð svo hálf ergilegur, og sagði alldjarflega: „Góðir hálsar, þið hafið alranga hugmynd um Bandaríkj aþj óðina. Um það eitt er eg fullviss, að þjóðin hungrar og þyrstir í andlegt líf. Þeim fjölgar stöðugt, er eg kynnist, sem fyrir- verða sig ekki að játa slíkt“. Af pólitískum ástæðum hafði Eisen- hower engan áhuga fyrir forsetaembætt- inu, og af þess konar ástæðum hefur hann engan áhuga fyrir því að verða skráður í sögu þjóðarinnar sem forseti hennar um fjögurra eða átta ára tíma- bil. En hann á eitt mikið og brennandi áhugamál: Hann er staðráðinn í að beita öllum áhrifum stöðu sinnar til þess, að stjórnartímabil hans geti markað tíma- mót andlegs afturhvarfs í lífi þjóðarinn- ar, að hún geti endurheimt þann lífs- þrótt, það ágæti og þær hollu lífsvenj- ur, sem sönn og lifandi trú ræktar í mannlífinu. Til þess að koma slíku til vegar, segir þar, útheimtist þó vissulega meira en áform og heilhug forsetans, meira en yfirlýsingu hans og fordæmi, þótt mátt- ugt sé og taki fram því, sem tíðkazt hefur í seinni tíð um forustuna í Hvíta húsinu. Hér verður til mikils ætlazt af öllum þegnum þjóðfélagsins, sem eru sam- mála forsetanum í trú og skoðun, og óska hins sama sér og þjóðinni til handa. Sannarlega er tími til kominn að þjóðin geri sér ljóst, að 4. nóvember var meira en aðeins einn kosningardag- ur til viðbótar, og að ekki hæfir að lækka manninn, sem hún kaus, niður í eitthvert venjulegt flokkspeð. Ritgerð þessari fylgja svo nokkur orð forsetans. Þau eru þessi: „Það sem eg hef orðið áskynja um trúarlífið er þetta. Það gefur manninum kjark á stundu hættunnar til þess að afráða það, sem ekki verður umflúið, og treysta svo æðri mætti fyrir úrslitun- um. Aðeins í trausti til Guðs getur sá maður, er mikil ábyrgð hvílir á, verið geðrór og öruggur“. Góðtemplarareglan efnir fil alþjóða- námskeiós í Svíþjóó Stjóm hástúkunnar, ungtemplara- samtökin í Svíþjóð og deild templara þar, er beitir sér fyrir alþjóðasamstarfi, efnir í sameiningu til fræðsluþings eða námskeiðs í norræna lýðháskólanum í Kungálv, sem er í nágrenni Gautaborg- ar. Þetta fræðsluþing verður háð dag- ana 2.—8. ágúst. Æskulýðsleiðtoginn, Arnold Sabel, ^ opnar námskeiðið, en forseti alþjóða- samstarfs-deildarinnar í Gautaborg, Ingvald Walldén, flytur erindi um starf deildarinnar. Hátemplar, Ruben Wagns- son landshöfðingi talar um starf Regl- unnar víðs vegar um heim. Um kvöldið verður heimsókn til elztu stúku Sví- þjóðar. Næstu daga þingsins flytja svo ýms- p ir lærdóms- og menntamenn, og for- ustumenn í bindindis- og menningar- málum, erindi um fræðslumál, ýmis fé- lagsmál, námsskeið og menningarlegt samstarf á alþjóðamælikvarða, og efl- ingu alþj óðabræðralagshugsj ónarinnar. Einingu hefur borizt sundurliðuð dag- skrá þessa fræðsluþings, en ekki virðist ástæða til að birta hana nánar, en blaðið ^ hefur með þessu orðið við beiðni hlut- aðeigandi aðila, að geta þessa fræðslu- þings. Hvað er framundan hjó Indverjum? í Indlandi eru rúmar 370 milljónir t manna, meðal aldur þeirra er 27 ár, en á Norðurlöndum um 70 ár. í Indlandi verð- ur hungurvofan árlega milljónum manna að bráð, en þó falla enn fleiri fyrir drep- sóttum eins og kóleru og malaríu, og tær- ingin tekur hundruð þúsunda. Ein hjúkr- unarkona er fyrir hverjar 43 þúsundir íbúa í landinu. Það svarar til þess, að á íslandi væru 3—4 hjúkrunarkonur. Um 80% af 1 1 þjóðinni kann hvorki að lesa né skrifa. En Indland er vaknað. Stærsta fimm ára áætlun heimsins hefur nýlega verið gerð þar. Framleiðsluna á að auka stórkostlega og vinna alla vega að umbótum og fram- förum. Þegar hefur verið komið á áfengis- banni í ýmsum hlutum landsins til mikillar blessunar fyrir milljónir manna, og ríkis- stjórnin stefnir að algeru áfengisbanni. — Það er þó enn ráðgáta, hvað fram undan er hjá Indverjum, en eitthvað stórfenglegt verður það og mun snerta allan heiminn. Gefi drottinn allra þjóða þjóðunum forustumenn, er leiði þær veg lífsins, en * f þeim fúsleik og hyggni til að móta breytni sína og hegðun eftir því bezta fordæmi, sem þeim hefur verið gefið.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.