Austurland


Austurland - 09.05.1985, Page 1

Austurland - 09.05.1985, Page 1
Austurland 35. árgangur. Neskaupstað, 9. mai 1985. 19. tölublað. Bílasala - Bílaskipti Vantar bíla á söluskrá Benni & Svenni S 6399 & 6499 Helgi Seljan: Um ranga orðnotkun og áróðursóhróður Fyrirgreiðslupólitík er orðið eitt lakasta skammaryrði, sem haft er um stjórnmálamenn. Alhæfing þessa er orðin undarlega algeng og nœr jafnt yfir eðlilega aðstoð og þjónustu tengda lifandi sambandi við fólk og einhverja óskilgreinda undirheima - og mold- vörpustarfsemi, eitthvað sem er í senn andstyggilegt og óheiðarlegt. Og sú er nú orðin merkingin, þegar menn taka stórt upp í sig, jafnvel heilir flokkar setja upp heilagsanda- svip og bæta þá gjarnan við kjördœmapoti sem hámarki viðbjóðsins. Hér er orðin full ástœða til að staldra við og gaumgœfa mál af skynsemi. Fyrst um kjördæmapotið Þar er niðrandi merking á ferð. en að baki orðsins Iiggur það einfaldlega, þegar grannt er að gáð, að þingmaður vinni sínu kjördæmi vel. Vissulega þarf saman að fara hagkvæmni og heildarstoð fyrir þjóðfélagið í heild, en flest mál, sem að er unnið fyrir einstakt kjördæmi eru hlekkir í heildarvelferð þjóðarinnar. Auk þess er lands- Vopnafjörður: Kviknaði Að morgni sumardagsins fyrsta kviknaði í vélasal frysti- húss Tanga hf. og sláturhúss Kaupfélags Vopnfirðinga. Kviknað mun hafa í gömlum vinnubekk, sem brann alveg, Raflagnir í salnum svo og raf- magnstafla brunnu og eru það mestu skemmdirnar, sem urðu, en aðrar skemmdir urðu einnig nokkrar af sóti og reyk. Vélarn- ar sluppu við skemmdir. Reykur komst í kjötgeymsl- ur, en enn er ekki ljóst, hvort skemmdir hafa orðið á kjötinu. Kindakjötið sem var í plastpok- um er talið hafa sloppið, nauta- og hrossakjöt var geymt í grisju- pokum og gæti eitthvað af því verið skemmt. Reykur komst ekki í fiskgeymslur, enda eru þær í öðru húsi. byggðin svo afskipt í mörgu, að það þarf vissulega að taka á í þágu einstakra byggða í at- vinnulegu og þjónustulegu tilliti og í raun vinna fyrir landsbyggð- arfólk sérstaklega á velflestum sviðum. Og vel að merkja: Skylda þingmanns af lands- byggðinni er ekki síður í þessu fólgin en því að setja langa laga- bálka um hvaðeina, þó margir séu þarfir og réttmætir. Kjör- dæmapot er nefnilega orð sem í vélasal Slökkvistarf gekk vel og hreinsun og endurbætur hófust strax. Vinna í frystihúsinu féll niður í tvo daga, en hófst með eðlilegum hætti mánudaginn á eftir. Heildartjón af brunanum liggur ekki fyrir enn, en talað hefir verið um 2 millj. kr. tjón hjá Tanga hf. og gæti það verið annað eins hjá Kaupfélaginu. Mikil vinna er á Vopnafirði. Brettingur kom inn sl. laugar- dag með 140 tn og og unnið var bæði laugardag og sunnudag. Grásleppuvertíð er í fullum gangi, en þær veiðar stunda 6 - 8 trillur. Tangi hf. tekur nú í fyrsta skipti á móti hrognum og verkar þau. Ó. K. Á. / B. S. síðdegispressan og andbyggða- öfl hafa tekið upp til að skensa og gera tortryggilega baráttu landsbyggðarþingmanna fyrir umbjóðendur sína. Hér er nefnilega um eina aðalskyldu þingmanns að ræða og samfé- lagsleg skylda um leið að sinna sínu kjördæmi vel án þess að halla á önnur. Og þá er það fyrirgreiðslan margfræga Þá fara menn fyrst að tala um spillingu og annað ámóta þokkalegt. En hver er þessi fyrirgreiðsla, hvar liggur spill- ingin, hvar er óheiðarleikinn sem óvandaðir fréttasnápar og fallkandidatar m. a. smjatta gjarnan á? Vel mega vera finnanleg dæmi, þar sem á einhverju slíku örlar en þau eru hverfandi fá. Það fullyrði ég af nokkrum kunnugleika. Meginfyrir- greiðslan felst í aðstoð og þjón- ustu við fólk. sem er að leita réttar síns og veit ekki. hversu að skal farið, aðstoð við fólk sem farið hefur halloka. misst starfsorku sína eða lent í fjár- hagslegum ógöngum af ýmsum ástæðum m. a. óreglu. Þing- maður sem ekki leitar eðlilegra leiða til aðstoðar þessu fólki, leiðbeinir því og hjálpar því til að ná rétti sínum, sá þingmaður er einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn. Svo einfalt er það. Fyrirgreiðsla í bönkum er oft nefnd sem höfuðsynd. Vissu- Hið nýja hús frœðsluskrifstofunnar á Reyðarfirði („Hermes"). Fræðsluskrifstofa Austurlands flutt í Hermes Fræðsluskrifstofa Austur- lands hefir frá upphafi verið í þröngum húsakynnum í kjallara íbúðarhússins að Mánagötu Í4 á Reyðarfirði. Skömmu fyrir síðustu jól varð á þessu breyt- ing, en þá flutti fræðsluskrifstof- an í rúmgott húsnæði að Búðar- eyri 4 á Reyðarfirði, en það er húsið Hermes, sem áður fyrr var bústaður kaupfélagsstjóra KHB á Reyðarfirði og um nokkurra ára skeið dagheimili fyrir börn. SSA keypti húsið til afnota fyrir starfsemi fræðsluskrifstof- unnar og eru möguleikar á frek- ari byggingum í framtíðinni á lóðinni, sem fylgir, en hún er stór og góð. Húsið er 90 m2, kjallari, hæð og ris. Á hæðinni er skrifstofa fræðslustjóra, almenn skrif- stofa, kaffistofa og snyrting, en í risinu er aðsetur ráðgjafar- og sálfræðiþjónustunnar og vænt- anlegrar kennslugagnamið- stöðvar. Ekki er að fullu lokið þeim endurbótum, sem gera þurfti á húsinu, en vonir standa til, að haldið verði áfram við þær síðar á þessu ári. Byggt á grein í Einingu. -B. S. lega er hún til, en hún er nær eingöngu fyrirgreiðsla við fólk, sem á þarf að halda, illa sett fólk í erfiðleikum, sem mannleg skylda er að aðstoða og gera léttara fyrir að leysa sín mál. Einhver hugsanleg undantekn- ingartilvik breyta engu um þessa meginreglu. Fólk má ekki láta blekkjast Nú gæti einhver haldið að þessar línur væru skrifaðar af hörundssárri viðkvæmni þess, sem 'sakaður hefði verið um kjördæmapot og fyrirgreiðslu- pólitík. Löngu er undirritaður orðinn brynjaður fyrir slíku og samviskan er í þessu með allra besta móti. En ég vek hér at- hygli fólks á rangri notkun hug- taka, á hinni niðrandi merkingu sem lögð er í sjálfsögðustu og ágætustu hluti. Gegn þessum snápum og kenningum þeirra og klisjukenndu frösum, sem jafn- vel formenn flokka taka sér í munn og verða guðræknislegir í framan, þó flátt sé hugsað - gegn þessu þarf fólk að snúast og það þarf aðeins að nota sína eigin dómgreind og heilbrigðu skynsemi til að sjá í gegnum blekkingarvefinn. Vitaskalfólk það að tilgangur er hér að baki, sem helga á meðalið - að draga úr baráttuvilja landsbyggðar- fólks og fulltrúa þess, að vinna með auðmagnskerfinu gegn fólkinu og láta peningavaldið sitja yfir hlut þess óáreitt. í þeim tilgangi eru oröin notuð, til þess sett fram og haldi því hver vöku sinni og óbrjáluð- um sönsum í þessu áróðurs- moldviðri. sem afturhaldið þarf á að halda til að þjóna sér, og þó liðsmennirnir heiti Jón Baldvin eða Stefán Ben, að ógleymdum öðrum snillingum. Fólk á ekki og má ekki láta blekkjast þó fagurt sé mælt, því ærinn fláttskapur býr undir. Til þess eru þessar línur festar á blað.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.