Austurland - 09.05.1985, Blaðsíða 2
1
FIMMTUDAGUR, 9. MAI 1985.
---------Austurland------------------
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Ritnefnd: Elma Guömundsdóttir, Guðmundur Bjarnason,
Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson.
Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756.
Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31
- 740 Neskaupstað - 257756.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað
S7750 og 7756.
Prentun: Nesprent.
ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Á AUSTURLANDI
Framhaldsnám á Austurlandi
Eitt af því sem fólk veltir fyrir sér og telur mjög þýðingarmikiö,
þegar það velur sér búsetu, er hvernig framhaldsnámi er háttað
á viðkomandi stað. Framtíð byggðarlaga og heilla landsfjórðunga
er því ekki síst undir því komin, hvernig staðið er að framhalds-
námi og uppbyggingu þess. Það að geta stundað framhaldsnám í
heimabyggð er einn þáttur í jöfnun lífskjara bæði samfélagslega
og fjárhagslega séð.
Petta er mönnum orðið miklu ljósara nú en áður var og er það
vel. Þróun framhaldsskólamenntunar í landinu á síðustu árum
hefir gert mönnum þetta ljóst öðru fremur. Nú stunda mörgum
sinnum fleiri ungmenni framhaldsnám en var fyrir tæpum áratug
t. d. Ástæðurnar fyrir því eru eflaust margar, en ein sú veigamesta
er tvímælalaust sú, að nú er unnt að stunda framhaldsnám miklu
víðar en þá. Samræming á námsefni og námskröfum hefir einnig
átt sér stað, svo að auðvelt er að skipta um skóla hvenær sem er
á námsferlinum.
Á Austurlandi hefir orðið bylting í framhaldsmenntun á þessu
tímabili. Fyrir átta árum stunduðu örfáir tugir Austfirðinga fram-
haldsnám heima í fjórðungi, en nú eru þeir hátt á fimmta hundrað.
Þetta er jákvæð þróun, að henni þarf að hlynna og efla fram-
haldsnámið enn frekar.
Starfandi er Stjórnunarnefnd framhaldsnáms á Austurlandi,
sem í eiga sæti skólastjórar allra framhaldsskólanna, sem eru sex,
og einnig fræðslustjóri Austurlands og áfangastjóri framhalds-
námsins. Stjórnunarnefndin gaf fyrir stuttu út blað um framhalds-
nám á Austurlandi og heitir það Eining.
Þar kemur fram, að framhaldsnám á Austurlandi er þegar mjög
fjölbreytt og unnið er að enn meiri fjölbreytni í námskostum.
Námið er byggt á eininga- og áfangakerfi og er samvinna skólanna
sérstaklega góð og mun vera til fyrirmyndar.
í Einingu eru nefnd þrenn sterk rök fyrir áframhaldandi upp-
byggingu framhaldsnáms á Austurlandi eins fljótt og kostur er:
,,a) Það er mun ódýrara að stunda nám í heimafjórðungi en í
öðrum landshlutum og því styður uppbygging framhaldsnáms
á Austurlandi efnahagslegt jafnrétti til náms.
b) Ýmsar kannanir hafa sýnt að nálægð skóla hefur mikil áhrif
á það hvort nemendur halda áfram námi eftir grunnskólanám
eða ekki. Því nær sem skólarnir eru því meiri líkur eru á að
ungt fólk notfæri sér þá menntunarmöguleika, sem þeir bjóða
upp á.
c) Með uppbyggingu framhaldsnáms í fjórðungnum erum við
Austfirðingar að hamla á móti þeim atgervisflótta, sem átt
hefur sér stað frá landsbyggðinni til Reykjavíkursvæðisins á
undanförnum áratugum. Það hefur því miður löngum viljað
brenna við, að ungt fólk hefur skilað sér illa til baka eftir
námsdvöl í Reykjavík.“
Undir þessi rök skal tekið og skorað á alla Austfirðinga að
standa áfram einhuga að eflingu vandaðs og fjölbreytts framhalds-
náms sem víðast á Austurlandi. B. S.
Frá Sjúkrasamlagi Neskaupstaðar
Samlagsmenn vitji nýrra samlagsskírteina
Eldri skírteini eru fallin úr gildi
DANSLEIKUR
verður haldinn í Egilsbúð
laugardaginn 11. maí kl. 23-3
Hinn landskunni Magnús Ólafsson skemmtir
Austurlandsmeistarar í free style dansi sýna
Tískusýning frá Nesbæ
Hinar frábæru Bumbur sjá um tónlistina
Mætum öll
Lionsklúbbur Norðfjarðar
Aðalfundur
Skógræktarfélags Neskaupstaðar verður í
safnaðarheimilinu þriðjudaginn 14. maí
kl. 2030
Stjórnin
Skíðaiðkendur
Sunnudaginn 12. maí kl. 20 lýkur skíðádi
Þróttar vetrarstarfinu í safnaðarheimilínu
með veitingum og verðlaunaafhendingu
Skíðaráð Þróttar
Frá Tónskóla Neskaupstaðar
Vortónleikar skólans verða í Egilsbúð
laugardaginn 11. maí kl. 1400
Fjölbreytt efnisskrá
Allir velkomnir
Aðgangur ókeypis
Skólastjóri
Norðfirðingar athugið
Þeir einstaklingar fæddir 1969 og
fyrr, sem óska eftir vinnu í frystihúsi
Síldarvinnslunnar hf. í sumar,
vinsamlegast hafið samband við
verkstjóra g 7505
Síldarvinnslan hf.
Neskaupstað
Innilegar þakkir
sendi ég öllum
þeim, sem
glöddu mig með
heimsóknum,
gjöfum og
skeytum á 85 ára
afmæli mínu 18.
apríl sl.
Guð blessi
ykkur öll
Magnea
Guðmundsdóttir
_____j_____________
ÁRNAÐ HEILLA
Afmæli
ÓJöf Stefánsdóttir, húsmóðir,
Miðstræti 7 (Svalbarði), Nes-
kaupstað, varð 70 ára 6. maí sl.
Hún er fædd í Neskaupstað og
h'éfir alltaf átt hér heima.
Sumarbúðir
Undanfarin ár hefur
Landssamband íslenskra
samvinnustarfsmanna staðið
fyrir sumarbúðum fyrir börn
samvinnustarfsmanna að Bi-
fröst í Borgarfirði. Á hverju
sumri hafa 40 til 50 börn
dvalið þar við íþróttir, leiki,
störf og náttúruskoðun og
alltaf hefur eftirspurn verið
meiri en hægt hefur verið að
anna.
Nú hefur stjórn LÍS
ákveðið að auka þetta starf
og verða sumarbúðir nú star-
fræktar í orlofshúsum
samvinnustarfsmanna að
Bifröst í Borgarfirði dagana
1. til 14. júní nk. og að
Skúlagarði í Kelduhverfi
dagana 9. til 21. júní nk. Á
báðum stöðum verður boðið
upp á viku dvöl í senn fyrir
börn á aldrinum 9 til 12 ára
og viðfangsefnin verða svip-
uð og áður. Fyrir vikudvöl
er gjald aðeins 1700 krónur.
enda greiðir Landssamband-
ið stóran hluta af dvalar-
kostnaði úr sameiginlegum
sjóði.
Tekið verður á móti þátt-
tökutilkynningum næstu
daga í símum 91-50643 (Ann
Marí Hansen), og 96-21900
/ 210 (Erla Helga Guðfinns-
dóttir).
Einnig munu formenn
viðkomandi starfsmannafé-
laga taka við tilkynningum
um þátttöku.
Það er von stjórnar LÍS að
þessar sumarbúðir verði vel
sóttar og öllum til ánægju.
Landssamband íslenskru
samvinnustarfsmanna.