Austurland


Austurland - 26.09.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 26.09.1985, Blaðsíða 1
Austurland LJOSA- STILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 26. september 1985. 34. tölublað. Síldin er sérstök Þessi yfirskrift er á nýútkom- inni skýrslu frá Ríkismati sjáv- arafurða um ástand söltunar- stööva. Af hálfu matsins eru nú gerð- ar meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um betri aðstöðu til söltun- ar, t. d. er skilyrði að síldin sé geymd inni í húsi og helst í kæli- geymslu. Saltmagn í síldar- tunnu er nú aðeins 6 kg í stað 25 kg áður fyrr. Þá má geta þess að strangar kröfur eru gerðar til umhverfis, lýsingar, loftræst- ingar og lofthita og svona mætti lengi telja. En nóg um það, því að síldin er sérstök. Bara að heyra orðið síld og söltun hefur komið af stað fiðringi hjá mörg- um og þá að ég held, helst hjá þeim sem stóðu í síldarævintýr- inu svonefnda. Þó að söltunar- hættir séu breyttir síðan þá er a. m. k. í mínum huga síldin alltaf sérstök. Hér í bæ eru starfræktar tvær söltunarstöðvar, Máni og söltun SVN. Ég hitti að máli á dögun- um þá menn sem segja má að beri hitann og þungann af sölt- uninni meðan hún stendur yfir, þá Harald Jörgensen hjá Sfldar- vinnslunni og Jón Gunnar Sig- urjónsson hjá Mána. Á síðustu vertíð var saltað hjá Mána í um 5000 tunnur, þar af var flakað í um 600. Þar standa nú yfir miklar endurbæt- ur á húsakosti, verið er að byggja geymsluhúsnæði fyrir síldina vestan við söltunarað- stöðuna og til austurs er byrjað Norðfjarðarflug þrisvar í viku Vetraráætlun Flugleiða er nýlega gengin í gildi og gerir hún ráð fyrir áætlunarflugi til Norð- fjarðar þrisvar í viku: á inúiui- dögum, fímmtudögum og laug- ardögum. Millilent er á Egils- stöðum alla dagana. Brottför frá Reykjavík er kl. 10'-\ komið til Egilsstaða kl. 11", farið þaðan kl. 1 l50, komið til Norðfjarðar kl. 12'", farið frá Norðfirði kl. 1235 og komið til Reykjavíkur kl. 1355. Ef flug fellur niður til Norð- fjarðar, en flogið er til Egils- staða, fer rúta með farþega þangað og er fargjald ókeypis fyrir þá, sem keypt hafa flug- miða til og frá Norðfirði. á nýju húsi fyrir móttöku og flokkunaraðstöðu. Söltunar- iv loF w*; i Jón Gunnar Sigurjónsson. pláss eru 20, en alls vinna þar um 40 manns þegar allt er í full- um gangi. Hjá SVN var saltað í um 7000 tunnur og var aðalsöltunin um mánaðamótin október - nóvem- ber. Aðstaðan sem er í húsi bræðslunnar hefur verið bætt frá því í fyrra, m. a. hefur sölt- unarsvæðið alveg verið lokað Haraldur Jörgensen. frá mjölgeymslunni. Þarna verða nú settar upp nýjar flökunar- og flokkunarvélar. Hjá SVN eru 40 söltunarpláss og eru um 80 - 100 manns þar við vinnu þegar hæst ber. Bæði Haraldur og Jón Gunnar sögðust bjartsýnir á að nógu margar konur fengjust til söltun- ar, en hins vegar væri fyrirsjáan- legt að karlmenn vantaði. Báðir eru þeir nýkomnir af fundi hjá Síldarútvegsnefnd þar sem ræddar voru horfur á kom- andi vertíð. Alls má veiða í ár 55 þúsund lestir af síld og hefst vertíð 29. sept. Yfir 130 skip hafa leyfi, en vitað er að síldar- kvótar ganga kaupum og sölum, talað er um 500 þús. fyrir kvótann, og heyrst hefur af ein- um sem keypt hefur síldarkvóta fyrir 2 milljónir. Aðalkaupendur saltsíldarinn- ar eru nú sem fyrr Rússar, og kaupa þeir af þessari vertíð um 200 þúsund tunnur, en á 13% lægra verði en í fyrra. Söltuðu síldarflökin fara að mestu á markað í Svíþjóð og vilja Svíar fá strax 2000 tunnur til þess að hægt sé að skaffa öll- um Svíum síld á jólaborðið. Frystu flökin eru svo aftur á móti seld til Þýskalands. Of langt mál er að segja frá öllu sem bar á góma í viðræðun- um við þá félaga, en báðir voru greinilega komnir í söltunar- stuð. Vitað er að talsvert er af síld í Reyðarfirði og Mjóafirði og er hún allt að 19% feit. Vonandi er að næg síld berist hingað og að nægilegt vinnuafl verði til staðar því að ekki er það svo lítill kostnaður sem þessi fyrirtæki hafa lagt í vegna þessa. Haraldi og Jóni Gunnari þakka ég spjallið og við vorum öll hjartanlega sammála um það að svo sannarlega væri síldin sérstök. E. G. Síldarsöltun á Mána sumarið 1965. Ljósm. Hjörleifur Guttormsson. Aðalfundur kjördæmisráðs AB Eins og auglýst var í síðasta blaði og boðað hefir verið til flokksfélaga, verður aðalfundur kjördæmisráðs AB á Austur- landi haldinn í Félagslundi á Reyðarfirði um helgina og hefst fundurinn kl. 13 á laugardaginn, 28. sept. Síðdegis þann dag verða tekin fyrir tvö mál sér- staklega auk hinna hefðbundnu aðalfundarstarfa. Það er annars vegar kjaramál fiskverkunar- fólks, þar sem framsögumenn verða Bryndís Þórhallsdóttir og Sigfinnur Karlsson og hins vegar byggðamál, þar sem framsögu- menn verða Hjörleifur Gutt- ormsson og Ásgeir Magnússon. Umræður verða um báða þessa málaflokka. Seinni fundardaginn, þ. e. sunnudaginn 29. sept., fara fram nefndastörf, álit nefnda af- greidd og kosið verður í trúnað- arstörf kjördæmisráðsins. Frá aðalfundi kjördæmisráðs AB 1984. Ljósm. B. S. Svavar Gestsson. Annað kvöld efnir Alþýðu- bandalagið til opins stjórnmála- fundar í Félagslundi á Reyðar- firði, þar sem Svavar Gestsson, formaður AB verður aðajræðu- maður, en einnig verða par al- þingismennirnir Helgi Seljan og HjörleifurGuttormsson. B.S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.