Austurland


Austurland - 26.09.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 26.09.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 26. SEPTEMBER 1985. ---------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir-Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - @7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað @7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Ostjórnin gagnvart sjáyarútveginum Málefni sjávarútvegsins eru í brennidepli nú á haustmánuðum og kemur það ekki til af góðu. Prátt fyrir mikla fiskgengd þrengir meira að þessum undirstöðuatvinnuvegi en dæmi eru til um langt árabil. Pessu veldur fyrst og fremst stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og málefnum sjávarútvegsins sérstaklega, eins og hér verða nefnd dæmi um. 1. Rekstrarskilyrði sjávarútvegsins hafa sjaldan verið eins bág og í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. A sama tíma og gengi er bundið fast æðir verðbólgan innanlands áfram og er nú nálægt 40%. Pað segir sína sögu að fjármagns- kostnaður sjávarútvegsfyrirtækja er víða svipaður eða hærri en útborguð laun. 2. Fólk vantar til starfa í frystihúsum í áður óþekktum mæli. Víða á Austurlandi eru vinnslustöðvarnar aðeins hálfmannað- ar til ómælds tjóns fyrir þjóðarbúið og viðkomandi fyrirtæki. Þessu veldur launastefna ríkisstjórnarinnar og Vinnuveit- . endasambandsins, sem hrekur fólk frá þessum undirstöðuat- vinnuvegi. 3. Margir annmarkarhafa komið fram á þeirri fiskveiðistjórnun, sem Halldór Ásgrímsson lét lögfesta haustið 1983 og fylgt hefur verið um tveggja ára skeið. Augljósasta ranglætið blasir við gagnvart smábátum, en marga aðra þætti þarf að endur- skoða og leiðrétta í ljósi fenginnar reynslu. Hins vegar ber þeim sem afnema vilja kvótakerfið í heild sinni að benda á, hvað við skuli taka. 4. Tengslin milli veiða og vinnslu hafa víða þróast í öfuga átt og rofnað vegna kröfu banka og stjórnvalda um endurskipu- lagningu fyrirtækja undir merki hagræðingar. Þannig hafa útgerðarfyrirtæki verið skilin frá fiskverkunarstöðvum, sem hafa síðan enga tryggingu fyrir að fá hráefni. Stjórnlaus fjár- festing í frystitogurum er á sama hátt afleiðing af efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart útgerðinni en talið er að vinnslugeta frystitogara verði um 100 þúsund tonn eða sem svarar þriðjungi þorskaflans í lok næsta árs. 5. Gæðamál sjávarútvegsins eru í miklum ólestri og alltof mikill hluti af takmörkuðum afla verður að verðminni vöru en vera þyrfti af þeim sökum. Þessu veldur m. a. landburður af afla á stuttum tíma umfram vinnslugetu, of lítill verðmunur á góðu og lélegu hráefni og ónóg eftirlit. Allir þessir þættir og fleiri ótaldir vitna um óstjórnina á mál- efnum þessa aðalatvinnuvegar landsmanna. Þar ræður Fram- sóknarflokkurinn ferðinni með sjávarútvegsráðherrann og for- sætisráðherrann í fararbroddi, en Sjálfstæðisflokkurinn leggur til hugmyndafræðina og atkvæðin sem þurft hefur til að knýja fram ólögin gagnvart sjávarútveginum á Alþingi. Það er hins vegar landsbyggðin sem að meginhluta er þolandi þessarar óstjómar og fólkið sem skapar verðmætin í fiskvinnslunni, sem nema nú nær 80% af útflutningsframleiðslu íslendinga. Þessari óstjórn verður að linna áður en landsbyggðinni blæðir út. H. G. Alyktanir fjórðungsþings Fiskifélagsdeilda á Austfjörðum Ferskfiskmat og gæði afla Fjórðungsþing Fiskifélags- deilda á Austfjörðum haldið í Neskaupstað 13. - 14. septem- ber 1985 samþykkir að beina eftirfarandi til Fiskiþings: 1. Að teknar verði upp að nýju þær aðferðir við ferskfisk- mat, sem nefndar hafa verið punktakerfi, þær aðferðir verði reyndar betur og unnið að endurbótum á þeim. 2. Að yfirmatsmenn vinni ötul- lega að samræmingu fersk- fiskmatsins milli staða og svæða og sæki árlega sameig- inieg námskeið í þeim til- gangi. 3. Að við næstu verðákvörðun á fiski verði lögð rík áhersla á mjög aukinn verðmun á 1. og 2. flokks fiski. 4. Að útivistartími skipa verði takmarkaður eins og þurfa þykir til að fiskurinn komist ferskur í vinnslustöðvar. 5. Að allur fiskur komi ísaður að landi. 6. Að tekið verði til athugunar, hvort til greina kæmi að skip, sem lengi hafa komið með afla með yfir vissri prósentu í fyrsta flokk. fái sérstakan gæðastimpil eins og tíðkast á mörkuðum erlendis. Öryggismál sjómanna Fjórðungsþing Fiskifélags- deilda á Austfjörðum haldið f Neskaupstað 13. - 14. septem- ber 1985 beinir eftirfarandi til Fiskiþings: 1. Að tekin verði upp skyldu- trygging þeirra, er stunda sjósókn á smábátum, og séu þær í samræmi við sjómanna- lög. 2. Að lögð verði þung áhersla á, að landhelgisgæslunni verði gert kleift að reka þrjú skip, að minnsta kosti í október til desember og í janúar til apríl ár hvert. 3. Að þar sem nú er að verða skylt að hafa gúmmfbjörgun- arbáta á opnum bátum, verði séð svo um, að á markaðnum verði gúmmíbátar af hent- ugri stærð, viðurkenndir af Siglingamálastofnun. 4. Að vakin verði athygli á mjög slæmu fjarskiptasam- bandi innantil í Berufirði. 5. Að hafnar verði rannsóknir á innsiglingarbótum við Hornafjarðarós. 6. Að settur verði upp radar- skermur á Hlöðu. Kynning sjávarútvegsins Fjórðungsþing Fiskifélags- deilda á Austfjörðum haldið í Neskaupstað 13. - 14. septem- ber 1985 ítrekar tillögu sína frá síðasta Fiskiþingi um kynningu sjávarútvegs í fjölmiðlum og leggur jafnframt til, að stjórn Fiskifélagsins vinni að því við stjórnvöld, að ráðinn verði fræðslu- og kynningarfulltrúi (áróðursmeistari) til að annast þetta starf. Greinargerð Nú koma á hverju ári hundruð nemenda út úr grunnskólum landsins. Það hlýtur að vera hverj- um hugsandi manni mikið áhyggjuefni, hversu fáir þeirra velja sér starf í þessum mikilvæg- asta atvinnuvegi þjóðarinnar. Orðið hefur að grípa til þeirra ráða í síauknum mæli að ráða erlent verkafólk til starfa í fiskvinnslunni. Þessari þróun þarf að snúa við og gera þessi störf það aðlað- andi, að fólk kjósi að vinna þau og þau skipi þann virðingarsess, sem þeim með réttu ber sem lífæð íslensku þjóðarinnar, sem öllum öðrum fremur ber uppi það velferðarþjóðfélag, sem við lifum í, með sköpun um 75% gjaldeyristeknanna. Verði ekkert að gert, er vá fyrir dyrum. Möskvastærð í botnvörpu Fjórðungsþing Fiskifélags- deilda á Austfjörðum haldið í Neskaupstað 13. - 14. september 1985 beinir því til Fiskiþings, að leyft verði að nota 135 mm möskva í poka við grálúðuveiðar á þeim stöðum, sem vitað er, að ekki er um annan afla að ræða. Þingið óskar eftir því, að fram verði haldið rannsóknum á áhrif- um möskvastærðar við ýsuveiðar. Flokksstjóra vantar við ýmis störf í reykiðjuna Getum einnig bætt við fólki á sama stað Upplýsingar hjá verkstjóra © 7734 ATHUGIÐ Vantar fólk við alla almenna fiskvinnu og væntanlega síldarflökun og frystingu Útlit fyrir mikla vinnu Upplýsingar hjá verkstjóra © 7505 Síldarvinnslan hf. Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.