Eining - 01.07.1955, Qupperneq 2
2
EINING
j
ur venjulega þing þriðja hvert ár. —
Já, hvar er Bournemouth? Suður við
Ermarsund, og þar er næst stærsta höfn,
gerð af náttúrunni, sem til er í heimin-
um, var okkur sagt þar syðra. Hin
stærsta er í Ástralíu. 1 Bournemouth er
löng og mikil baðströnd, fjölbreyttur
gróður og alls konar náttúrunnar dá-
semdir. Allt er líka gert til þess að hæna
menn að. Bærinn telur 142 þúsundir
íbúa, og þangað koma um 2 milljónir
ferðamanna á ári, svo að auðráðin er
sú gáta, á hverju borgarbúar lifa. —
Ramminn um hástúkuþingið, þar sem
var þessi borg, er mjög fagur. Fyrir
einni öld voru 700 manns þarna. —
Ég hafði verið kosinn fulltrúi Stórstúku
íslands af IOGT 13. júní, en þingfull-
trúar áttu að vera komnir til Bourne-
mouth 23. júní. Ég hafði alls ekki bú-
izt við þessari för, svo ég brá skjótt við
að undirbúa mig, en 21. júní flugum við
til London, vorum þar tvær nætur og
héldum svo með lestinni til Bourne-
mouth, og tók það ferðalag þrjár
klukkustundir. Við áttum vísa gistingu
og fæði á hóteli í Bournemouth. I and-
dyri hótelsins hittum við manninn, sem
allur þungi undirbúningsstarfsins hvíldi
á. Hann á heima þar í borginni og heitir
Robert McKechnie. Var hann fram-
kvæmdastjóri þingsins, embættismaður
í ensku stórstúkunni og dróttseti í há-
stúkunni.
Menn halda ef til vill, að á svona
þingum sitji menn alltaf á umræðu-
fundum frá morgni til kvölds, en það
er öðru nær. Menningarsamkomur og
veizlur taka meira en þriðjunginn af
tímanum, ferðir í bílum um nágrennið,
til hressingar og skemmtunar, taka und-
ir það eins langan tíma, og nefnda- og
þingfundir vissulega ekki meira en tæp-
an þriðjung af tímanum, sem ætlaður er
þinginu. Það er nefnilega gert ráð fyrir
kynningu þingfulltrúa og gesta utan
funda, og ennfremur ætlast til þess, að
þeir hinir sömu fái að sjá umhverfið og
njóta góðviðris og náttúrufegurðar, lista
og skemmtunar. Auk þess er góðum
mat í vinafagnaði ekki gleymt. Þetta
gildir ekki sérstaklega um þing Góð-
templarareglunnar, þar sem saman
koma menn úr víðri veröld, heldur mun
það vera algeng regla á alþjóðaþingum
og mótum.
Á Jónsmessu var haldinn hádegis-
verður í glæsilegustu innum borgarinn-
ar (Pavilion Ballroom). Þangað bauð
móttökunefnd þingsins fulltrúum, em-
bættismönnum og ýmsum gestum, en
sérstakir heiðursgestir voru borgarstjór-
inn í Bournemouth og frú og hátemplar
Ruben Wagnsson og frú hans. Forseti
nefndarinnar, Stoneley, stórkanzlari
ensku stórstúkunnar, stjórnaði hófinu.
Mælt var þar fyrir hástúkunni, og gerði
það Meþódistaprestur í borginni. Kvað
hann Regluna eiga drjúgan þátt í að efla
kristilega samvinnu í heiminum og hefði
hún tekið að sér hlutverk riddaranna
gömlu að halda uppi óaflátanlegri kross-
ferð gegn hinum illu öflum, sem ynnu
að því að leiða bæði einstaklinga og
þjóðfélög í þrældóm. Minnst var Stór-
stúku Englands, og þakkaði stórtempl-
ar í ensku stórstúkunni, Payne. Hann
er Meþódisti. Gamall samherji, enskur,
mælti nokkur orð. Að lokum talaði há-
templar og þakkaði fyrir gestina. Er
Wagnsson skörulegur maður, röddin
mikil, og má nærri því segja um hann
eins og Sál konung, að hann sé höfði
hærri en allur lýðurinn. Þarna í veizl-
unni sátum við hjónin hjá Arne Goplen,
Joseph Malins.
frú hans og sonum, en Goplen er
fræðslustjóri í hástúkunni, maður há-
menntaður, einkar geðfelldur, og er hið
sama um konu hans að segja. Heilsaði
ég þarna upp á marga menn, sem ég
hef hitt áður, og suma oft, og var þarna
fagnaðarfundur, ekki sízt, er ég hitti
Larsen-Ledet, bindindisfrömuðinn og
mælskusnillinginn danska, prófessor
Theo Gláss frá Frankfurt, stórtemplar
í þýzku stórstúkunni, kaptein Gaston
frá Washington, dr. Heberlein frá
Zúrich, Mark Hayler, ritstjóra frá Lon-
don, Otto Landt frá Hamborg, Konttin-
en, skrifstofustjóra frá Helsingfors, kapt.
Rydén frá Stokkhólmi o. fl., að ógleymd-
um Wagnsson hátemplar.
Næsta boð — einnig hádegisverð-
ur — var haldið á sama stað og hið
fyrra. Bindindisráð Bournemouth-borg-
ar stóð að því þriðjudaginn 28. júní.
Meþódistaprestur bauð gestina vel-
komna, en hátemplar þakkaði fyrir full-
trúa og embættismenn. Var þar vel að
oss búið sem í Jónsmessuveizlunni. Sát-
um við nú við borð með Konttinen skrif-
stofustjóra frá Helsingfors og frú hans.
Þriðja boðið var miðvikudaginn 29.
júní hjá Hampshire umdæmisstúku. Það
var teboð seinni partinn, bæði geysifjöl-
mennt og mjög skemmtilegt.
Hámarki sínu náði boðfagnaðurinn
mánudagskvöldið 27. júní, er borgar-
stjórnin hafði opinbera móttöku, bæði
í The Pavilion og í ráðhúsinu, fyrir þing-
ið, með góðum veitingum, en nú sóttu
gestirnir veizluföngin sjálfir á borðin,
sem nú er mikill siður orðinn um allan
heim. Fór þarna fram dans, fögur músik
og viðræður.
Vorum við löngum saman þessa sól-
ríku daga (því að veður var jafnan
bjart og heitt) fjórir landar, Pétur Sig-
urðsson erindreki og frú hans og ég og
kona mín. Var Pétur varafulltrúi á þing-
inu frá Stórstúkunni, og þakka ég hon-
um hér með og þeim hjónum ágæta
samvinnu, skemmtilegar viðræður og öll
viðskipti hin ánægjulegustu.
Skal nú víkja að sjálfu Hástúkuþing-
inu. Það var sett í mikilli sönghöll —
Winter Gardens — tveimur stundum
eftir hádegi laugardaginn 25. júní. Stóð
sá fundur þrjár stundir. Framkvæmda-
nefndin hafði haldið fund 23. júní og
undirbúið ýmislegt undir þingið. — All-
ir embættismenn voru mættir. 43 full-
trúar stórstúkna úr fjórum heimsálfum
svöruðu kalli. Ný stórstúka hafði bætzt
við á kjörtímabilinu (frá 1952), Stór-
stúka Liberíu í Afríku, og var hún boð-
in sérstaklega velkomin. Lektor í há-
stúkunni, Mjösund, stórtemplar í norsku
Stórstúkunni, flutti langa minningar-
ræðu um látna hástúkufélaga, á ensku,
þýzku og norsku. Minntist hann þar
sérstaklega Hvidsten, fyrrum kanzlara í
hástúkunni, hins mikla templarahöfð-
ingja Norðmanna. Hástúkustig tóku 79
og á þriðjudaginn 10, alls 89. — Skip-
að var í auð sæti fastra nefnda og út-
býtt skýrslum embættismanna. Ég var
skipaður í stjórnskipunarnefnd og Pétur
í laganefnd. Um !kvöldið (25.) hélt
bindindishreyfingin enska samkomu í
ráðhúsinu, og var þar troðfullt hús.
Payne stórtemplar flutti aðalræðuna.
Margir fleiri töluðu, og þótti mörgum
nóg um. Mikill söngur var einnig.
Sunnudaginn 26. júní voru tvær guðs-
þjónustur, helgaðar þinginu. Fórum við
íslendingarnir í fríkirkju um nónbilið.
Prédikaði presturinn bindindi mjög
kröftuglega, hátíðlegur blær var yfir
messunni og mikil hluttaka kirkjugesta
í söng. Um kvöldið var symfóníu-
orkester í Winter-Gardens, og létu þeir,
sem þar voru, mjög vel yfir. Sönghöllin
tekur 1800 manns í sæti, og var hvert
sæti skipað, enda er Bournemouth mjög
fræg fyrir góða söngkrafta. Stjórnandi
hljómsveitar þeirrar, er nefnd var, er nú
Charles Groves, og er hann kunnur
mörgum þeim, sem hlusta á klassiska
músik í útvarp. — Ég fór ekki í Win-
ter-Gardens, heldur á fund Larsen-
Ledet, sem bjó á öðru hóteli en ég, og
skemmti ég mér vel með honum.
Mánudaginn 2. júní fóru nefndastörf
fram fyrr hádegi í aðalstöðvum templ-
ara í Bournemouth. Við vorum sex í
¥
1
• \
\
S
V
i
*