Eining - 01.07.1955, Page 3

Eining - 01.07.1955, Page 3
EINING 3 í I nefndinni, sem ég var í, og töluðum við að mestu skandínavisku. Formaður okk- ar var Dani, R. Ankjærö kennari, ágæt- ur málamaður (einnig aðstoðarritari í Hástúkunni og færði bókina á ensku), einn Svíi (Wennberg, sem hingað kom í vor), einn Finni (Konttinen stórtempl- ar Finna), Carlsson frá Bandaríkiunum (sænskur Ameríkani) og einn Englend- ingur (A. F. Richards). Samvinnan var hin bezta í nefndinni. Þriðjudaginn 28. júní voru fundir í Hástúkunni frá kl. 10—12,30 og frá kl. 2,30 til 5 e. h. Voru nú ræddar skýrsl- ur embættismanna og tillögur nefnda, en þær komu ekki nærri allar fyrir þenn- an dag. — Um kvöldið var mikil dag- skrá í ráðhúsinu. Hátemplar var sam- komu- og fundarstjóri. Karlakór mikill söng og margar ræður. M. a. töluðu þau frú Helga Wagnsson, Goplen, frú BIomkwist-Lub, gæzlumaður ungtempl- ara í Hástúkunni, hollenzk merkiskona, enskur þingmaður og Larsen Ledet, en auk þess kom á dagskrána fulltrúi frá Afríku, og teygði hann tímann, svo að mönnum fór að leiðast, og þegar fleiri fetuðu í fótspor hans um það, urðu menn óþolinmóðir. Larsen-Ledet skildi, hvem- ig komið var, og þegar kom að honum, talaði hann ca. 3 mínútur. Miðvikudaginn 29. júní voru um- ræðufundir frá kl. 10—12,30 og aftur frá kl. 2,30—5,30 og enn klukkustund eftir teboðið. Allir fundir Hástúkuþings- ins, nema hinn fyrsti, voru haldnir í ráð- húsi borgarinnar, sal, sem rúmar um 1500 manns. Urðu umræður talsverð- ar, og var nú tekið að afgreiða skýrsl- ur embættismanna og tillögur nefnda. Meðal annars voru samþykkt mótmæli gegn kynþáttaofsóknum suður-afrík- önsku stjórnarinnar. Var svo til orða tekið í tillögunni, að sérhver löggjöf, sem neitar mönnum um réttindi, aðeins vegna litarháttar þeirra, væri með öllu óverjandi. Var tillagan samþykkt í einu hljóði. — Önnur tillaga var á þá leið, að beina athygli að því, hve mikið af umferðaslysum stafi af áfengisneyzlu, samkvæmt óvéfengjanlegum skýrslum, og vænti þingið róttækra ráðstafana af hálfu þinga og stjórna gegn drykkju- skap ökumanna. — Mikla athygli vakti erindi, sem þingmaður einn flutti um áfengisbölið í friði og stríði, og kemur það á prent og á að útbýta því meðal þingmanna í enska Parlímentinu. Að kvöldi 29. júní fór fram kosning embættismanna. Sérstök nefnd hafði með höndum tillögur um hana, og var Ragnar Lund, stórtempla,r í sænsku stórstúkunni, formaður hennar og fram- sögumaður. Lagði hann til, að allir em- bættismennirnir yrðu endurkosnir, og varð sú raunin á. 1 Hamborg 1952 varð mikil bylting um skipan embætta. Af þeim embættismönnum Hástúkunnar, sem sátu bekkinn við setningu þingsins í Stokkhólmi 1947, var nú einn eftir (Larsen-Ledet). Hinir ýmist dánir eða leystir af hólmi vegna ellimæði, svo að nú sitja í embættum yfirleitt menn á góðum aldri, og eru þeir áreiðanlega starfi sínu vel vaxnir og sumir ágæt- lega. I framkvæmdanefndinni sitja nú 4 Svíar, 3 Norðmenn, 1 Dani, 1 Þjóð- verji, 1 Svissari, 1 Hollendingur og 1 Englendingur. Eru þannig 12 í ráðinu. Hátemplar eða formaður alþjóða-regl- unnar er Ruben Wagnsson, landshöfð- ingi í Kalmar, 64 ára að aldri, ritari er Christofer Peet, enskur fyrrv. kaupsýslu- maður, maður á góðum aldri, gæzlu- maður ungtemplara frú Blomkwist Lub frá Amsterdam, skörungur mikill og drengur góður, gæzlumaður löggjafar- starfs prófessor Theo Gláss, fræðslu- málastjóri í Frankfurt an Main, stór- templar í þýzku stórstúkunni, 59 ára að aldri, fræðslustjóri Arne Goplen, lektor frá Osló, áreiðanlega einhver efnilegasti hinna yngri manna í ráðinu. Rune Rydén í Stokkhólmi, þaulvanur starfs- maður, hefur með höndum friðarstarf innan reglunnar. Hann stendur á sex- tugu. Larsen-Ledet er heiðursfélagi í ráðinu og skipar sæti fyrrum hátempl- ars (sem er látinn). Hann er 74 ára. Varatemplar er Erling Sörli, skrifstofu- stjóri í Osló, og kannast ýmsir við hann hér. Hann er maður á góðum aldri. — Kanzlari er dr. Fritz Heberlein frá Zúrich. Hann er lögfræðingur að mennt, en hefur stundað blaðamennsku um æv- ina. — Arnold Sabel, tollembættismað- ur í Gautaborg, er gæzlumaður ung- mennastarfs. Hann er eini maðurinn í nefndinni, sem ég hef aldrei talað við. Hann er á bezta aldri. — Mjösund, yfir- réttarlögmaður frá Þrándheimi, stór- templar í norsku stórstúkunni, er lektor eða kapelán í Hástúkunni. Loks er Elm- gren, fyrrverandi ritstjóri Reformatorn í Stokkhólmi, maður vel að sér í málum og ritfær vel, eins konar einkaritari há- templars. — Það kom til tals í stjórn- arskipunarnefnd, að fullmargir ætti sæti í framkvæmdanefnd, og bentum vér á, hvort ekki væri rétt að fækka þeim. Var tillögu um það vísað til framkvæmda- nefndar til athugunar undir næsta þing. Að kvöldi 29. var fjölmenn samkoma í ráðhúsinu, og fóru þar fram ræðuhöld, söngur o. fl. M. a. var þar stór skáta- flokkur frá Svíþjóð (Góðtemplaraskát- ar) og sungu þeir. Fimmtudaginn 30. júní hófst fundur kl. 9,30, og fór innsetning embættis- manna fram kl. 10. Kanzlari ensku stór- stúkunnar, Stoneley, er fyrr er getið, annaðist innsetninguna með miklum virðuleik. Fundur stóð til kl. 12,30, og var honum síðan fram haldið frá kl. 2,30—4. Var þá Hástúkuþinginu slitið. Næsta þing verður haldið í Amster- dam 1958. Bárust heimboð bæði frá Hollandi og Finnlandi, Fékk Holland 31 atkv. og Finnland 12. — Kvöldið 30. júní var kveðjusamkoma mikil hald- in í ráðhúsinu. Var þar mikill söngur og nokkur ávörp. Flutti ég þá ávarp frá Stórstúku vorri. Einnig sæmdi hátempl- ar ýmsa verðleikamenn, einkum Eng- lendinga, heiðursmerkjum Reglunnar. Þegar þingið var sett, bárust því mörg skeyti, þ. á. m. frá Gustav VI. Adolf Svíakonungi, forseta Liberíu o. fl. fyrir- mönnum og mörgum stórstúkum. — Innritaðir á þingið voru alls 1625, þar af um 1000 Svíar. Fulltrúar stórstúkna úr fjórum heimsálfum voru 43, og fóru þeir með 77 atkvæði, embættismenn nú- verandi og fyrrverandi einnig 43. Svíar áttu á þinginu 11 fulltrúa, er fóru með 36 atkv., Norðmenn 4 ftr. með 10 atkv., Englendingar 2 ftr. með 4 atkv., Þýzka- land 1 ftr. með 2 atkv., Island 1 ftr. með 2 atkv. — Ur Bandaríkjunum og Kanada voru 9 fulltrúar, úr Afríku 4, úr Ástralíu 1 og hinir úr Evrópu. Eng- inn kom úr Asíu, og voru það vonbrigði. Tyrkir áttu rétt á 2 ftr. með 4 atkv. — Fella varð niður af skrá stórstúkur Búl- garíu, Júgóslavíu og Ungverjalands. Fá Góðtemplarastúkur eigi að starfa austan járntjalds. Rúmlega helmingur allra templara í heiminum er í Svíþjóð, en miðað við mannfjölda er íslenzka stórstúkan hin lang-stærsta í nokkru landi í heiminum. Af hálfu bæjaryfirvaldanna í Bourne- mouth var Hástúkuþinginu mikill sómi sýndur. Kom borgarstjórinn, skrýddur mikilli hálskeðju, mjög skrautlegri, í kurteisiaheimsókn á þingið rétt eftir setningu þess, sagði fáein orð, en hafði ekki lengri en 7 mínútna viðdvöl Mót- tökunefnd þingsins sá vel fyrir öllu og átti heiður skilið fyrir frammistöðu sína. Á mánudag og laugardag var oss boðið í 3ja klukkustunda ferðir með bílum um borgina og í nágrenni hennar, og voru þær einkar ánægjulegar. Á heimleiðinni höfðum við nokkurra daga viðdvöl í London. Hitti ég þá vin minn, Mark Hayler, ritstjóra Interna- tional Record, og átti hann sæti í mót- tökunefndinni og reyndist okkur vel um útvegun húsnæðis í borginni. Gaf hann mér merka bók, er hann hefur samið um bindindishreyfinguna í Englandi frá upphafi til vorra daga. Enn hittum við Pétur Sigurðsson ritara enska bindindis- sambandsins, Cecil Heath lögmann, og gerðist ég áskrifandi að blaði þeirra. Á hann og sæti í framkvæmdanefnd Al- þjóðasambandsins gegn áfengisbölinu, sem sér um skrifstofu í Lausanne, og hafði ég hitt hann einu sinni áður á fundi framkvæmdanefndar. Sendiherrahjónin íslenzku í London sýndu okkur þann sóma, að bjóða okk- ur heim, og sátum við þar lengi í góðum fagnaði. Nutum við fyrirgreiðslu sendi- herra, og þökkum við hana sem bezt og hina einstöku ljúfmennsku og gestrisni þeirra. Brynleifur Tobiasson. i

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.