Eining - 01.07.1955, Blaðsíða 4
4
EINING
Seint í maímánuði, þegar þetta er
ritað inni á miðju meginlandi Vestur-
álfu, leitar hugur okkar hjónanna létt-
um vængjum norður í ríki hinnar ;,nótt-
lausu voraldar veraldar, þar sem víð-
sýnið skín“. Minningarnar úr hinni
ógleymanlegu ferð heim til ættjarðar-
stranda síðastliðið sumar, einmitt á þeim
tíma, er hún skartar sínu fegursta skrúði,
þyrpast að okkur í hljóðum fylkingum.
Við lifum að nýju þá dásamlegu daga,
umvafin sumarfegurð okkar einstæða
ættlands og ásthlýjum faðmi frænda og
vina. Aldrei fáum við að fullu þakkað
þær framúrskarandi viðtökur, sem við
áttum þar að fagna af allra hálfu.
í þessu gullna minningasafni okkar
úr heimförinni skipa minningarnar um
viðtökurnar af hálfu íslenzkra Góðtempl-
ara mikið heiðursrúm, svo voru þær við-
tökur ástúðlegar og höfðinglegar í senn.
Ber þar hátt flugferðina til ísafjarðar í
boði Stórstúku íslands og ísfirzkra vina
og velunnara, og hina frábæru móttöku
vestur þar. Aldrei hef eg, Austfirðing-
urinn, átt slíkan afmælisdag eins og þar
í gestavináttu þeirra Vestfirðinganna,
enda mun eg eigi verða svo gamall, þó
að eg nái háum aldri, að minningin um
það afmæliskvöld hverfi mér úr þakk-
látum huga, og tekur það einnig til konu
minnar, sem jafnminnug er þess dags
og heimsóknarinnar ánægjulegu á Isa-
firði, en í henni áttu Góðtemplarar þar
sinn mikla og góða þátt, samhliða öðr-
um góðvinum okkar á þeim slóðum. —
Blessuð séuð þið öll, sem þar tókuð
höndum saman við sumardýrðina um
að gera okkur þá björtu og glöðu daga
með öllu ógleymanlega.
Mikið fagnaðarefni var mér það að
geta komið á öll þingin þrjú, Stórstúku-
þingið, umdæmisþing Vestfjarða og
Unglingaþingið, og flutt þar kveðjur
vestan um haf, kynnzt hinu fórnfúsa og
þjóðnýta starfi reglusystkina minna,
endurnýjað kynnin við gamla vini og
velunnara og eignast nýja vini í þeim
hópi.
Alveg sérstaklega þótti mér vænt um
að geta verið stundarkorn á Unglinga-
þinginu, horft yfir þann fríða og gjörvi-
lega hóp ungmenna, og fengið tækifæri
til að ávarpa þau. Það hefur verið mitt
góða hlutskipti um ævina, sem háskóla-
kennari í norrænum fræðum vestan
hafs, að vera samvistum æskunni dag
eftir dag starfsárið út, og ekkert hlut-
skipti veit eg ákjósanlegra. í því starfi
felst sterk eggjan til dáða og það heldur
manni ungum afidlega
að eiga með þeim hætti
samleið með æskunni,
því að hennar er fram-
tíðin, morgundagurinn,
sem ber nýjar vonir og
drauma og ráðningu
þeirra í skauti sér.
Þessar hugsanir voru mér ofarlega í
huga, er eg ávarpaði Unglingaþingið,
og, muni eg rétt, dró athygli hinna ungu
og árvöku tilheyrenda minna að sér-
stæðri fegurð Islands og miklum fram-
tíðarmöguleikum þess, að auðugum
menningararfi okkar Islendinga, og
minnti á skuldina við fortíð, samtíð og
framtíð. Það fann eg ótvírætt, að til mín
streymdi hlýr hugur hinna ungu áheyr-
enda minna, og því vona eg, að þessi
ræða mín, þó eigi væri hún „rituð á
blað“, hafi að einhverju litlu leyti ritast
á minningaspjöld ungmennanna, sem á
hana hlýddu, og þá er mér ríkulega
launað. En í rauninni er það eg, sem
stend í skuld við þá áheyrendur mína
fremur en þeir við mig, því að hafi mér
þá stund tekizt að lyfta hug þeirra til
flugs, voru það þeir, sem gáfu orðum
mínum vængi.
Eitt er víst, að heitum og hrærðum
huga gekk eg út úr samkomusalnum og
niður á bryggjuna á Isafirði áleiðis út
í flugvélina, er nokkrum mínútum síð-
ar hóf sig til flugs suður til höfuðstaðar-
ins. Eg hafði komizt í snertingu við
hjartaslög íslenzkrar æsku, séð blika í
augum hennar framtíðardrauma og von-
ir, og sú reynsla hafði eflt djúpstæða
trú mína á ættþjóð mína og land. Vel
sé þeim öllum, Góðtemplurum og öðr-
um, sem glæða hugsjónaást íslenzkrar
æsku með því að halda á lofti merki
göfugrar starfsemi og þjónustu æsku-
lýðnum til fyrirmyndar og hvatningar!
Þátttaka í hinum ýmsu þingum Góð-
templara, þó minni væri en eg hefði
kosið, vegna þröngrar ferðaáætlunar
okkar, var mér enn á ný óræk sönnun
þess, hve mikilvægt þjóðþrifastarf Góð-
templarareglan vinnur í lífi hinnar ís-
lenzku þjóðar. Hitt dylst mér eigi, við
hvað ramman reip er að draga í þeirri
baráttu með ýmsum hætti; en segja
vil eg við reglusystkini mín heilum huga
í orðum skáldsins og samherjans ágæta
í þeim málum:
„Láttu aldrei fánann falla!
Fram til heiðurs stigið er.
Hver sem vill má hrópa’ og kalla
hæðnis-orð að baki þér“.
Eigi vorum við heldur fyrr komin aft-
ur til Reykjavíkur úr hinni framúrskar-
andi ánægjulegu og sögulegu Isafjarðar-
för okkar, en við sátum jafn ánægju-
legan og minnisstæðan fund og samsæti
í minni gömlu og kæru stúku FramtíS-
inni. Var það alveg sérstakt ánægju-
efni fyrir mig að endurnýja kynnin við
ýms stúku- og reglusystkini, sem eg
hafði kynnzt og bundizt vináttubönd-
um á skólaárum mínum í Reykjavík fyrir
meir en 30 árum; eðlilega saknaði eg
margra úr hópnum frá þeim tíma, og
urðu mér minningarnar um hin horfnu
stúku- og reglusystkin harla nærgöng-
ular þessa ánægjuríku kvöldstund, en
við slíkar minningar, þótt blandaðar séu
saknaðarkennd, er gott að verma hug-
ann. Öll hlýyrðin, sem sögð voru í garð
okkar hjónanna það kvöld, þakka eg
hjartanlega, og einkum þótti mér vænt
um hin fögru orð, sem ræðumenn og
ræðukonur mæltu til konu minnar. —
Það var mér sannarlega einhver hug-
þekkasti atburðurinn í heimferðinni, að
geta setið Framtíðar-fund og brúað með
þeim hætti fortíð og samtíð undir merkj-
um Góðtemplarareglunnar, þess félags-
skapar, er eg tel mig eiga alveg sérstaka
hugsjónalega skuld að gjalda og gæfu
að gerast þar félagi snemma á árum.
Þá áttu Góðtemplarar sinn drjúga
þátt í hinum ágætu viðtökum á Sauð-
árkróki. Meðal annars sátum við þar
höfðinglegt boð á heimili þeirra Jóns Þ.
Björnssonar, fyrrv. skólastjóra og frúar
hans. Á Sauðárkróki áttum við annars
eitthvert eftirminnilegasta kvöld okkar
á Islandi. I ógleymanloíjjri heimsókn
okkar til ísafjarðar höfðum við um mið-
næturskeið séð kvöldroðann og morg-
unroðann fallast í faðm á svo dásamleg-
an hátt, að eigi verður auðveldlega með
orðum lýst. En á Sauðárkróki komumst
við einna næst því að sjá miðnætursól-
ina. I veizlu Ungmennafélagsins þar
stóð eg á fætur um miðnætti, til þess
að þakka fyrir okkur hjónin og hlý-
yrði ræðumanna í garð Vestur-lslend-
inga. Mér varð litið út um gluggann við
hlið mér, og eg sá hvar deyjandi kvöld-
roðinn og bjarminn frá rísandi sól runnu
Prófessor dr. Richard Bech:
KVEÐJA
til ídenzkra góðtemplara
Dr. Richard Beck og frú.