Eining - 01.07.1955, Side 6

Eining - 01.07.1955, Side 6
6 EINING Ólafur B. Björnsson sextugur Ólafur B. Bjömsson, ritstjóri á Akra- nesi, sem varð sextugur 6. júlí s. 1., er einn af góðvinum ritstjóra þessa blaðs. Hann bað mig að skrifa ekki um sig, auðvitað, en hvers vegna ætti Eining að minnast merkisafmæla allmargra bindindismanna, en hafa hljótt um Ólaf? Of oft hef eg komið á hið ágæta heimili Ólafs, notið þar mikillar gest- risni og alúðar og notið vináttu hans um áratugi, til þess að eg notaði ekki tæki- færið og flytti honum þakkarorð á þess- um tímamótum ævi hans. Bezt er að ljúka illu af strax og segja, að aðeins einu sinni öll þessi ár hefur mér gram- ist við Ólaf B. Björnsson, viðvíkjandi atkvæðagreiðslu, en ekki var það í sam- bandi við neinar almennar kosningar, og varðar engan um þetta frekar. Eg kemst ævinlega í gott skap, er eg hitti Ólaf. Hann er maður glaður og reifur, brennandi í anda og fullur áhuga fyrir mörgum velferðar- og menningar- málum, trúaður á Guð og góða menn og liðtækur í bezta lagi á mörgum svið- um mannlífsins. Flest allir landsmenn vita, að hann er ágætis ræðumaður og í 14 ár hefur hann gefið út tímaritið Akranes og verið ritstjóri þess. Tíma- rit þetta er í alla staði hið vandaðasta og hefur hlotið ágætis dóma merkra manna. Það er gætt siðbætandi anda og fullt af alls konar gagnlegum fróðleik, og margar ritgerðir Ólafs í því eru hinar merkustu, þótt ekki séu nefndir hinir sérstöku þættir hans úr ,,sögu Akra- ness“. Ólafur hefur mikinn og góðan skiln- ing á kirkjumálum og trúarlífi og styð- ur slíkt eftir megni. Prestur hefði hann orðið ágætur. Söng kennir hann stund- um og æfir, og er vel að sér í þeirri grein. Mjög hefur hann tekið þátt í opin- berum málum, bæði á Akranesi og víð- ar og sinnt margvíslegum félagsmálum. I Reglu góðtemplara er hann búinn að vera sterkur og ágætur liðsmaður um áratugi. Þing reglunnar hefur hann jafnan setið á ýmsum stigum hennar, og nú síðustu árin hefur hann unnið sérstakt og ágætt starf í þágu bindindis- málsins. Hann hefur næga hæfileika til þess að gegna þýðingarmiklum störfum á mörgum sviðum, og þetta og margt fleira, sem eg get sagt honum til ágætis, tel eg ekki vera neitt innantómt skjall, þessi er kynning mín af Ólafi og segi eg þetta því hiklaust og af heilum hug. Ólafur er þjóðkunnur maður og því eng- in þörf á langri lýsingu á honum, að minnsta kosti tel eg mér óhætt að geyma slíkt einn áratug enn, en örlítið minni hans vildi eg flytja að þessu sinni, var svo langt í burtu afmælisdaginn hans, að eg gat ekki náð í afmæliskaffið og flutt borðræðu, og var það gestum hans góður greiði, því að mér er sagt, að all- ur heimurinn sé orðinn hundleiður á ræðum okkar ræðumannanna, og hver skyldi lá vesalings heiminum, sem hefur nú fengið útvarp, sjónvarp, tívolí í hverju landi, revíur á hverju strái og öll heimsins feikn af myndablöðum og skemmtunum, bíóum og leikhúsum. — Hvers vegna alvöru ræðumannanna? Er ekki eins gott að leika sér, og getur heimurinn ekki verið ánægður með slíkt? Já, það var satt, eg átti eftir að kynna ætt Ólafs B. Björnssonar, en um hana hef eg ekkert vitað, svo að eg rupla nokkrum línum frá Morgunblaðinu. — Þar segir svo: ,,Ólafur er borinn og barnfæddur Ak- urnesingur, fæddur á Litla-Teigi, sonur Katrínar dóttur Odds Sveinssonar frá Skaftafelli í Skaftafellssýslu, prests og prófasts á Rafnseyri, sem var næsti prestur þar á eftir séra Sigurði föður Jóns forseta og Þóru, sem var ein af níu dætrum Jóns bónda á Kópsvatni í Árnessýslu. — Faðir Ólafs er seinni maður Katrínar, Björn Hannesson, for- maður og útgerðarmaður fyrr á tíð. Er Björn náskyldur Kalmanstungumönnum og lengra fram af Stephensens-ætt. Katrín Oddsdóttir var gáfuð og mikil- hæf kona. Fyrri maður hennar var Ólaf- ur sonur Bjarna Brynjólfssonar bónda á Kjaransstöðum. Ólafur var eini for- maðurinn, sem bjarg skipi sínu heilu í höfn í hákarlaveðrinu mikla á níunda tug síðustu aldar. Meðal barna af fyrra hjónabandi Katrínar var Bjarni heitinn Ólafsson skipstjóri, sem var harðdugleg- ur maður. Bjarni markaði tímamót í athafnasögu Akraness með óhemju dugnaði sínum og áræði. Hann átti t. d. frumkvæði að því að hafin var hafnar- gerð hér“. Svo þakka eg Ólafi fyrir trausta og Æskulýðsþáttur | ---- - - - Vfð skildum við Friðþjóf Nansen síð- ast, þar sem hann var að hefja för sína til Norðuríshafsins, en markmiðið var Norðurpóllinn. Áður en hann lagði upp í þessa för hafði hann fastnað sér konu, og verðið þið að lesa um það í Sögu Friðþjófs Nansens, ef þið hafið áhuga fyrir slíku. Saga þessi er til á íslenzku, fróðleg mjög og hin prýðilegasta. Frú Kristín Ólafsdóttir, lœknir, kona land- lceknis, hefur íslenzkað bókina og ísa- foldarprentsmiðja gefið hana út í vand- aðri útgáfu. Bókin er góð eign. Kona Friðþjófs var Eva Sars. Þetta nafn er frœgt, einkum í sambandi við bróður hennar, sagnfrcEðinginn Ernst Sars.— Þið kannist við Friðþjóf frœkna. Kona hans hét Ingeborg, og þess vegna var ort til Evu Sars: ,,Eva, hvi gjorde du oss den sorg, ikke at kalde dig Ingeborg?“ í ágcetri grein í Reader’s Digest segir, að 14. marz 1895 hafi þeir Friðþjófur og Hjálmar Johansen yfirgefið skipið Fram, en þá voru þeir 415 enskar mílur suður af Norðurpólnum. — Ferðalag þeirra norður eftir hafísnum var geysi- lega erfitt. Líklega eitt hið erfiðasta, er menn nokkru sinni hafa farið. Stundum urðu þeir að klifra með sleða sína og hundahópinn yfir 20 feta háa ísgarða. Isinn var svo ósléttur víða, að engu lík- ara var, en að hafið hefði frosið allt í einu í stórbrimi. Áttunda apríl klifraði Nansen upp á háa ísöldu og setti þar upp norska fán- ann. Þetta var á 86° 14' breiddarstigi, 200 enskum mílum, eða 320 km norð- ar en nokkur maður hafði áður komizt. Nú var sumarið að nálgast, ísinn rak hraðar suður en ferðalangarnir gátu fik- að sig norður, og urðu þeir því að hverfa suður á leið aftur. Eitt sinn misstu þeir bátfleytuna frá sér með öllum útbúnaði þeirra og varð Nansen þá að synda 200 metra til þess að ná í hana. Vistir þeirra gengu til þurrðar og flestir hundarnir, af 28, voru dauðir af þreytu og hrakn- ingi. Tcept stóð, þegar ísbjörninn lceddist að þeim í þoku og réðst á Hjálmar og sló hann niður. Hjálmar náði um háls- inn á birninum og tók fast á, en þá bjó björninn sig til að bíta Hjálmar. Nansen var þá að bisa við bátinn, reyna að draga hann upp til þess að ná í byssu ágæta vináttu, og margir munu þakka honum nytsamt starf, og óska þess, að aldur og þrek endist honum sem lengst til góðra verka. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.