Eining - 01.07.1955, Side 11

Eining - 01.07.1955, Side 11
EINING 11 Jrin heilaga gióÉ.. Betri er þurr brauðbiti með ró en fullt hús af fórnarkjöti með deilum. Hygginn þræll verður drottnari yfir spilltum syni, og hann tekur erfðahlut með bræðrunum. Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyrir gullið, en drottinn prófar hjörtun. Illmennið gefur gaum að fláræðis-vörum, lygin hlýðir á glæpatungu. Sá, sem gerir gys að fátækum, óvirðir þann, er skóp hann, og sá, sem gleðst yfir ógæfu, sleppur ekki óhengdur. Barnabörnin eru kóróna öldunganna, og feðurnir eru heiður barnanna. Ekki hæfir heimskum manni stóryrði, hve miklu síður göfugum manni lygavarir .... Sá, sem breiðir yfir bresti, eflir kærleika. Oröskv. 17, 1—9. Stúkur stofnaðar. Ungmennastúkuna Lindina stofnaði Þorvarður Ornólfsson, kennari, 4. nóvember 1954. Stofnendur voru 42. Þorvarður er einn okkar allra áhugasamasti liðsmaður í sveit yngri kynslóðarinnar. Barnastúkuna Njálu, Hvolsvelli, Rangárvallasýslu, stofnaði Gissur Pálsson 7. nóvember 1954. Stofnendur voru 71. Barnastúkuna Perluna stofnaði Hagalín 12. des. 1954. — Stofnendur voru 102. Barnastúkuna Framtíðina, í Nesjum í Hornafirði, stofnaði Hagalín 21. febr. 1955. Stofnendur voru 19. Barnastúkuna Sandblómið, að Strönd á Rangárvöllum, stofnaði Gissur Pálsson 1. maí 1955. Stofnendur voru 21. Stúkuna Stjörnuna í Hornafirði stofnaði Hagalín 20. febr. 1955. Stofnendur 28. Stúkuna Berglind, Hellissandi á Snæfellsnesi, stofnaði Hagalín 4. marz 1955. Stofnendur 22. Stúkur endurvaktar. Undirstúkuna Jökulblómið, Ólafsvík, endurvakti Guðm. G. Hagalín 23. nóvember 1954. Félagar 42. (Undirstúkur ættu að heita aðalstúkur, en ekki undirstúkur). Stúkuna Þingey, Húsavík, endurvakti Hagalín 1. desember 1954. Félagar 73. Stúkuna Aftureldingu, Fáskrúðsfirði, endurvakti Hagalín 12. desember 1954. Félagar 52. Heita má, að endurvakning þessara stúkna sé eiginlega stofnun þeirra á ný. Allar hafa þessar stúkur eflst síðan, og sumar að veru- legum mun. Blaðið hefur getið stofnunar og endurvakningar þessara stúkna áður. Mikil fyrirmynd. I sambandi við barnastúkustarfið er tveggja manna minnst á sérstakan hátt, þeirra Jóns Þ. Björnssonar, fyrrv. skóla- stjóra á Sauðárkróki og Sigdórs V. Brekkan, kennara í Norð- firði. Jón Þ. Björnsson hefur verið gæzlumaður barnastúk- unnar á Sauðárkróki 47 ár, en Brekkan gæzlumaður bama- stúkunnar í Neskaupstað, Norðfirði, 33 ár. Báðir þessir áhugasömu, traustu og grandvöru skólamenn og æskulýðs- leiðtogar, hafa ávallt elskað Guð sinn, góða siði og hreina, fagra menninu, og því verið heppilegir leiðbeinendur ungra sálna og séð líka árangur verka sinna. Hver getur mælt eða vegið þetta margra áratuga, ólaunaða þjónustustarf? Aðeins einn, sá, sem sér í leyndum. Áfengislög og áfengisneyzla. Að þessu sinni verður hér ekki orðum eitt um þenna lið þingtíðindanna, heldur aðeins vísað til skýrslu gæzlumanns löggjafarstarfs stórstúkunnar. Um þessa hlið málsins er búið að ræða og rita margt á liðnu stórstúkuári. Þar skiptast á skuggar og skýjarof. Fjármál. Stórstúkuþingið stendur jafnan andspænis nokkrum vanda, er skipta skal því fé, sem stórstúkan hefur til umráða. Þar eru ýmsir liðir, sem koma til greina, og svo að launa menn við útbreiðslustarfið og önnur aðalstörf stórstúkunnar. Þó féllu þau orð í sambandi við þingið, að öllu fremur skorti starfsmenn en fé, en svo mun verða þar til tekinn verður upp sá siður, að hafa fastlaunaða og þjálfaða menn árum saman. Erfitt er að grípa upp dugandi menn aðeins nokkurn tíma ársins, þótt stundum heppnist það. Bindindishreyfinguna í landinu skortir enn tilfinnanlega dugandi menn við fræðslu- og útbreiðslustarfið, og engu síður miklu meira fé til þess verks, og gildir það ekki sízt um Stórstúku íslands. Þeir, sem kynna vilja sér fjármál reglunnar, geta fengið nægilegar upplýsingar í skýrslu ritara stórstúkunnar. Þingið lækkaði styrkinn til Einingar, úr 8 í 6 þúsund kr. Hefur fjármálanefnd sennilega fundizt það saka minnst og annað ef til vill þarfara, og svo huggað sig við, að blaðið fær einnig ríkisstyrk. Án hans væri ekki unnt að gefa blaðið út, því að svo ódýrt er það selt, og borgar það þó næstum enga vinnu, því að ríkið launar ritstjórann. En víst hefði bindindis- starfið þörf á enn stærra og veglegra blaði. F ramkvæmdanef ndin. Þar varð breyting aðeins á tveimur mönnum. Brynleifur Tobiasson var einróma kosinn stórtemplar. Björn Magnússon, prófessor, óskaði eindregið í fyrra að láta af því embætti og gaf nú alls ekki kost á sér að þessu sinni. Kristinn Magnús- son, málarameistari í Hafnarfirði, óskaði einnig að víkja úr nefndinni, og ekki sízt til þess, að nýr maður bættist henni, Guðmundur G. Hagalín. Auk stórtemplars eru þessir í framkvæmdanefndinni: Sverr- ir Jónsson, frú Sigþrúður Pétursdóttir, Jens E. Nielsson, kenn- ari, Jón Hafliðason, fulltrúi, Gissur Pálsson, raffræðingur, Haraldur S. Norðdahl, tollvörður, Guðm. G. Hagalín, rithöf- undur, séra Kristinn Stefánsson og Björn Magnússon, próf. Næsti þingstaður var kjörinn Akureyri. Brynleifur Tobias- son var kosinn fulltrúi á þing alþjóðahástúkunnar og Pétur Sigurðsson varamaður. Helztu samþykktir þingsins voru þessar: 1. Stórstúkuþingið skorar á ríkisstjórnina að láta lögreglustjóra og löggæzlumenn halda uppi fullri löggæzlu gegn smygli, bruggun og leynivínsölu í landinu, og krefst þess, að gild- andi lagaákvæði um sölu og meðferð áfengis séu í heiðri höfð. 2. Stórstúkuþingið skorar á ríkisstjórnina að hraða nú þeg- ar útgáfu þeirra reglugerða og fyrirmæla, sem um getur í áfengislögunum, og enn hafa ekki verið birtar, t. d. reglu- gerðar um meðferð áfengis áhafna skipa og flugvéla. 3. Stórstúkuþingið telur sterkar líkur til, að ákvæði 23. greinar áfengislaganna um bann við áfengisneyzlu opinberra starfs-

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.