Eining - 01.07.1955, Blaðsíða 12

Eining - 01.07.1955, Blaðsíða 12
12 EINING SKÝRSLA um starfsemi áfengisvarnaráðs 1954—'55 um Áfengisvarnaráðið tók til starfa 6. maí 1954, og hefur það nú haldið alls 28 fundi, en skrifstofa var ekki opnuð fyrr en í byrjun októbermánaðar, enda var ekki skip- að í embætti áfengisvarnaráðunautar fyrr en frá 1. október. Var ráðunauturinn síð- an einn um skrifstofustörf frá þeim tíma þangað til um miðjan janúar. Síðan hefur hann haft aðstoð á skrifstofu rúmlega hálf- an daginn. í byrjun nóvembermánaðar gaf ráðið út umburðarbréf til allra áfengisvarnanefnda í landinu og sendi þeim eyðublöð til út- fyllingar fyrir skýrslur árið 1954 og ýmis plögg til afnota og leiðbeiningar í starfi þeirra. Áttu nefndirnar að skila skýrslum fyrir miðjan janúar. Nefndirnar eru jafn- margar hreppum og kaupstöðum í land- inu, eða alls 229. Bréfaskriftir hafa farið sívaxándj, viðtöl og ýmis konar fyrir- greiðsla og leiðbeiningar. Um miðjan janúar var Pétur Björnsson, kaupmaður á Siglufirði, ráðinn erindreki áfengisvarnaráðs. Skyldi hann ferðast milli áfengisvarnanefnda, leiðbeina þeim og sam- ræma störf þeirra, kveðja þær til starfa og kynna sér ástandið í bindindis- og áfeng- ismálum, að fyrirlagi ráðsins. Br ætlun vor að afla upplýsinga um þessi mál um land allt, „kortleggja" þannig landið, ef svo mætti að orði kveða. Hefur Pétur Björns- son nú ferðast um mestalla Gullbringu- og Kjósarsýslu, Keflavík, ísafjarðarkaupstað, Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslur og nokkurn hluta Suður-Þingeyjarsýslu með Húsavík. Hefur hann jafnóðum sent ráðinu skýrslur með margháttuðum upplýsingum. í marzmánuði var Ólafur B. Björnsson, ritstjóri á Akranesi, ráðinn annar erindreki ráðsins, og hefur ferðast um mestan hluta Árness- og Rangárvallasýslna. og starfað á sama hátt og Pétur. Auk þess hefur hann unnið að því að koma á betra lögreglueftir- liti en verið hefur á Suðurlandsundirlend- inu í samvinnu við sýslumenn þar og áfeng- isvarnanefndir, með góðum vilja dómsmála- ráðuneytisins. Nú fyrir nokki-u var ráðinn þriðji erind- rekinn, frú Guðlaug Narfadóttir, er á sæti í áfengisvarnaráði. Hefur hún mætt á kven- félagafundum á Akranesi og Selfossi og ferðast víðar í sama tilgangi og hinir er- indrekarnir. Allir erindrekarnir gefa jafnóðum skýrsl- ur til ráðsins, og er á þeim, sem fyrr seg- ir, mikið að græða fyrir ráðið. Er svo til ætlazt, að þessir eiúndrekar starfi um þriggja mánaða skeið á yfirstandandi ári. Þeir mæta einnig á fundum, þar sem lík- legt er að þeir geti unnið eitthvað fyrir bindindismálið. Einnig ferðuðust þeir um nokkurn hluta Borgarfjarðar í vetur Ólafur B. Björns- son og Þórleifur Bjarnason námsstjóri. Alls staðar hefur erindrekunum verið tekið hið bezta, og óskað hefur verið eftir þeim víð- ar en þeir hafa getað komizt yfir. Það er áríðandi að fá að vita, hvernig ástandið er í öllu landinu, svo að vér kunnum tök á við- fangsefnunum á hverjum stað. Áfengisvarnaráðunautur ferðaðist fyrri hluta vetrar til Akureyrar og ísafjarðar og í apríl aftur norður í land í erindum ráðs- ins. Flutt hefur hann erindi í Gagnfræða- skólanum á ísafirði, í Menntaskólanum á Akureyri og í Kennaraskólanum. Auk þess ferðaðist hann til Stokkhólms snemma í janúar á fund norrænu bindindisnefndar- innar, þar sem samin voru fyrstu drög til dagskrár næsta norræna bindindisþingsins, en það verður haldið í Aarhus 8.—12. ágúst 1956. Einnig gaf hann nokkrar upp- lýsingar frá íslandi á fundi, er haldinn var samtímis í Stokkhólmi meðal bindind- isþingmanna frá Norðurlöndunum, en þar mætti enginn þingmaður frá íslandi. Sett var þar nefnd til þess að stofna samband meðal bindindis-þingmanna á Norðurlönd- um, og var Magnús Jónsson alþm., sem á sæti í áfengisvamaráði, kosinn í hana af íslands hálfu, samkvæmt tillögu minni. Skal nú þar til máls taka, er fyrr var frá horfið, að um 80% áfengisvarnanefnda höfðu 6. maí s.l. skilað skýrslum til ráðs- ins. Má það kallast allgóð eftirtekja og spáir góðu um greið viðskipti milli ráðsins og nefndanna í framtíðinni. — Að sjálf- sögðu bárust skýrslur úr öllum kaupstöð- unum. Þar næst komu Strandamenn. Aust- ur-Skaftfellingar, Vestur-ísfirðingar, Vest- ur-Húnvetningar. Því næst Vestur-Skaft- fellingar og Mýramenn og biskupsstólahér- uðin, Skagafjörður og Árnesþing. í næsta flokki Gullbringu- og Kjósarsýsla, Eyja- fjarðarsýsla og Snæfellsness- og Hnappa- dalssýsla. Allgóð skil eru og úr Múlasýsl- um og Þingeyjarsýslum. Samkvæmt skýrsl- unum er ástandið svipað og árið á undan í 135 hreppsfélögum og kaupstöðum, betra í 34 hreppum og kaupstöðum, en verra í 7 manna, er þeir eru við störf sín, muni vera freklega brotin, og skorar því á ríkisstjórnina og aðra aðila að sjá um að ákvæðum þessum sé fylgt eins og lög mæla fyrir um. 4. Stórstúkuþingið átelur þá starfshætti áfengisverzlunar ríkis- ins að afhenda hömlulítið áfengi, að magni til næstum hvers sem er, og senda það gegn póstkröfum um land allt, jafnvel þótt sýnt sé, að þetta áfengi muni fara beint til leynivínsala. Þar sem ríkiseinkasala á áfengi ætti að hafa þann megin til- gang, að draga úr og hamla gegn misnotkun áfengis, skorar þingið á ríkisstjórnina að reka áfengisverzlunina í samræmi við þann tilgang. 5. Stórstúkuþingið telur það gagnslítið að aðeins tveir eftirlits- menn séu við sex veitingahús í Reykjavík, þar sem sala áfengis fer fram, og skorar því á dómsmálaráðuneytið að fjölga þess- um eftirlitsmönnum svo, að einn eftirlitsmaður komi á hvert veitingahús. 6. Þar sem reynsla hefur þegar sýnt, að vínveitingar við hina svokölluðu „bari“ leiða til síaukinnar áfengisneyzlu, skorar stórstúkuþingið á ríkisstjórnina að beita sér eindregið gegn slíkum veitingum. 7. Stórstúkuþingið lítur svo á, að sá leiði siður, sem mjög hefur farið í vöxt, að halda drykkjuveizlur í tilefni af afmælum, merkisdögum og við öll möguleg tækifæri, sé mjög til þess fall- inn að eyðileggja bindindissemi þjóðarinnar. Skorar þingið því á stjórnarvöld, kirkju, stjórnmálasamtök og allan almenning að vinna gegn þessu og breyta almenningsálitinu í heilbrigðari átt. 8. Þar sem líkur benda til, að allmikið áfengismagn berizt út af Keflavíkurflugvelli, af því áfengi, sem flutt er inn vegna setu- liðsins, skorar þingið á utanríkisráðherra að gera allar hugs- anlegar ráðstafanir til að fyrirbyggja slíkt. 9. Stórstúkuþingið telur nauðsyn bera til náinnar samvinnu allra aðila sem vinna að áfengisvörnum og bindindisstarfsemi. Ósk- ar þingið eftir öflugri sókn gegn ómenningu áfengisflóðsins, sérstaklega með auknu bindindisstarfi í skólum, unglingastúk- um og æskulýðsfélögum. 10. Stórstúkuþingið flytur áfengisvarnaráði þakkir fyrir ágætt starf við að skipuleggja áfengisvarnir í landinu, og þá einkum formanni þess, áfengisvarnaráðunaut ríkisins, Bi’ynleifi To- biassyni. Fleiri samþykktir gerði þingið, svo sem: að Reglan gerðist aðili að Landssambandi gegn áfengisbölinu, en það samband verður stofnað á komanda hausti að frum- kvæði áfengisvarnaráðs, að ráða framkvæmdastjóra fyrir Regluna, að stofna til happdrættis fyrir Regluna, að leita samstarfs við blöð og útvarp um bindindisfræðslu og áfengisvarnir, auk ýmsra annarra samþykkta um félagsmál.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.