Eining - 01.07.1955, Page 14

Eining - 01.07.1955, Page 14
14 EINING aðila erlendis. Er enn talsvert ógert utn samning reglugerða, samkvæmt lögunum. Þegar sýnt var, að verkfall myndi skella á í vetur, gerði áfengisvarnaráð þegar tillögu til ráðuneytisins um lokun áfengisverzlun- arinnar, og fékkst því þegar framgengt, en tilmælum um bann við áfengissölu í veit- ingahúsum var hafnað af lögreglustjóra. — Kvartað var yfir af hálfu ráðsins ólögleg- um dansleikjum fram á nótt með vínveit- ingum á veitingahúsum, og var sú kvörtun tekin til greina af dómsmálaráðuneytinu og málinu þar með kippt í lag. Enn fremur fann ráðið að því við ráðu- neytið, að veitingahús hér tæki upp á því að loka kl. 9 síðdegis þá daga (mið- vikudaga), er eigi má selja þar áfengi eftir náttmál. Ráðuneytið tók kvörtun ráðsins til greina og var þá hætt að loka fyrr á mið- vikudögum en aðra daga. Ráðið gerði og allt, er í þess valdi stóð, til þess að koma í veg fyrir, að veitt yrði vínveitingaleyfi í Þjóðleikhúskjallaranum, er það telur með öllu óviðeigandi. — Enn fremur hefur ráðið barizt gegn „vínbörun- um“, er auðvitað eru settir upp af veitinga- mönnum til þess að örva áfengisneyzluna, en dómsmálaráðherra telur sig ekki geta bannað þá. Til þess vanti heimild í lögin. Þá fékk áfengisvarnaráð því til vegar komið, að ráðuneytið lagði fyrir Áfengis- verzlun ríkisins að gefa út ársfjórðungs- lega sundurliðaða skrá um sölumagn áfeng- is og verð, og hve mikið væri selt til veit- ingahúsa og hve mikið í útsölum, en þrátt fyrir þessi fyrirmæli sendir verzlunin jafn- ófullkomna staðfræði yfir söluna fyrsta fjórðung ársins 1955, sem sýnir sig í blað- inu. Mun ekki skilizt við það mál við svo búið. Þá komst upp um starfsmenn Áfeng- isverzlunarinnar í vetur, að selt höfðu fjór- um sinnum yngri mönnum en 21 árs áfengi, þvert ofan í lögin. Sluppu þessir menn með áminningu að sinni. Staðfræði þá, sem hér er látin í té, eig- um vér að mestu leyti að þakka Hagstofu íslands. Hina útlendu staðfræði höfum vér tekið eftir hinu merka tímariti sænska „Tirfing“. Að öðru leyti hefur sakadómara- embættið, lögreglustjórar, bæði í Reykjavík og annars staðar í landinu, látið oss stað- fræði (statistik) í té. Kunnum vér þakkir fyrir. Þá hefur talsverður tími gengið í það, eins og geta má nærri fyrir stofnun, sem er verið að setja á laggirnar, að útvega öll helztu skrifstofugögn, afla nauðsynlegustu blaða og bóka, útlendra og innlendra, og koma skipan á allt, og vantar þó mikið á, svo að vel sé. Vér þökkum öllum, sem hafa uppörvað oss og greitt götuna. Þessa stofnun er ekki hægt að dæma eftir þann stutta tíma, sem hún hefur starfað, en vér höfum ekki legið í leti, og æðimargt af því, sem gert hefur verið og að gagni hefur komið, verður ekki talið fram á þessum blöðum. Samkomulag í áfengisvarnaráði og samvinna öll hefur ver- ið hin ánægjulegasta, og yfirleitt hefur dá- lítið þokast í áttina um starf áfengis- varnanefndanna, þó að við margt sé að stríða enn fyrir frumbýlinginn. Manni finnst stundum, að alltof margir sinni bet- ur hagsmunum þeirra, sem selja áfengi og lifa á skemmtunum í sambandi við það, heldur en unggróðrinum í skógi þjóðlífs- ins. — Minnumst þess öll, að þeir, sem standa áfengisins megin, verða svo oft, iðulega án þess að athuga, hvað þeir eru að gera, til þess að ræna blessuð börnin fegurð, ást, yndi og þokka. Bindindishreyfingin hér á landi hefur fengið betri starfsskilyrði en áður, en skugga ber yfir þjóðlífið frá veitingahús- unum, þar sem Bakkus ræður ríkjum. Samt munum vér bindindismenn og bind- indisvinir ekki missa móðinn. Reynum að vera allir samtaka. Stofnum öflugt lands- samband með haustinu til þess að stytta veturinn í þjóðlífi íslendinga, lengja dag- inn. Það er trú mín, að margir verði til þess að láta sér annt um trúarlega og sið- ferðilega viðreisn þjóðar vorrar. Allir þeir, sem það gera, hljóta að leggja hönd á plóg- inn í baráttunni gegn áfengisplágunni. Brynleifur Tobiasson. Ráðnir eftirlitsmenn. Ráðuneytið tilkynnti áfengisvai'naráði 18. júlí, að Gunnar Ólafsson, Langholts- vegi 69, og Guðbjartur Ólafsson, Framnes- vegi 17, hefði verið ráðnir eftirlitsmenn með veitingahúsum, hinn fyrrnefndi frá 15. júlí, en hinn síðarnefndi frá 15. ágúst að telja. — Líklegt er, að þriðja eftirlitsmann- inum verði bráðlega bætt við. Erindrelcarnir. Pétur Björnsson, kaupmaður á Siglu- firði, hefur nú heimsótt allar áfengisvarna- nefndir í Norðlendingafjórðungi, nema í Vestur-Hunavatnssýslu og nokkrar nefndir í Suður-Þingeyjarsýslu, og mun hann hafa ferðast um allan fjórðunginn, er blaðið kemur út í ágúst. Eru skýrslur erindrekans hinar athyglisverðustu og mikið á þeim að græða. Frú Guðlaug Narfadóttir hefur ferðast um í Austuramtinu gamla, nefnilega Norð- ur-Þingeyjarsýslu, Norður-Múlasýslu og nokkuð af Suður-Múlasýslu, og mætt á kvennafundum. Eru skýrslur frú Guðlaug- ar rækilegar og fullar af fróðleik um á- standið. Bindindissýningin, sem áfengisvarnaráð hefur áformað að halda næstkomandi haust, er nú í undir- búningi. Sýningarnefnd skipa þessir: Pét- ur Sigurðsson, ritstjóri, tilnefndur af á- fengisvarnaráði, Þorsteinn Einarsson, í- þróttafulltrúi, tilnefndur af Bindindisfé- lagi íslenzkra kennara (B.Í.K.), og Einar Björnsson þingtemplar, tilnefndur af fram- kvæmdanefnd Stórstúku íslands. — Fram- kvæmdastjóri er ráðinn Ólafur Hjartar bókavörður. Frá Umdæmisstúku Suðurlands Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 1 var haldið í Reykjavík dagana 7. og 8. maí 1955. Þingið sátu 86 fulltrúar úr umdæm- inu. Miklar umræður urðu á þinginu um það ástand, sem nú ríkir hér á landi hvað snertir áfengisneyzlu og vínveit- ingar. Meðal þeirra samþykkta, sem þingið gerði, var áskorun til framkvæmda- nefndar umdæmisstúkunnar um að hefja í Ríkisútvarpinu og víðar öfluga áróð- ursstarfsemi gegn áfengisbölinu og að leita samstarfs við stórstúku Islands og áfengisvarnaráð um auknar áfengis- varnir og boðun bindindis. Einnig voru samþykktar svohljóðandi tillögur: „Vorþing umdæmisstúkunnar gerir þá kröfu til hlutaðeigandi aðila, að framfylgt sé til fullnustu því lagaákvæði, að unglingum innan 21 árs aldurs sé ekki veitt vín í veitingahúsum. Telur þingið nauðsynlegt að allir, sem vín er veitt á slíkum stöðum, hafi í höndum aldursvottorð í vegabréfsformi“. „Þar sem reynslan hefur sýnt, að vínveitingar við hina svonefndu bari leiða til síaukinnar áfengisneyzlu, skor- ar vorþing umdæmisstúkunnar á fram- kvæmdanefnd stórstúkunnar og áfengis- varnaráð að beita sér eindregið fyrir banni gegn slíkum veitingum“. Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupmaður, var kosinn umdæmistemplar. Aðrir í framkvæmdanefnd umdæmisstúkunnar eru þessir: Þórður Steindórsson, Svan- laug Einarsdóttir, Maríus Ólafsson, Páll Kolbeins, Jón Kr. Jóhannesson, Karl Karlsson, Bjarni Halldórsson, Kristjana Ó. Benediktsdóttir, Jón Hjörtur Jóns- son og Sigurður Guðmundsson. Um- boðsmaður stórtemplars í stúkunni er Gísli Sigurgeirsson, Hafnarfirði. Áfengisneyzla á bœna- samkomum. 111 er sú gjöf, sem menningarþjóðir færa oftast frumstæðum þjóðum. Áfengisneyzla Grænlendinga er orðin dönsku stjórninni áhyggjuefni, en þeim sjálfum mikið böl. Maður nokkur, sem þekkir vel til í Suður- Afríku, hefur sagt, að hann óttist, að eftir 20 ár verði allir afríkanir orðnir iniklir drykkjumenn. Þessi orð voru sögð á árs; fundi Ilvíta Bandsins í Suður-Afríku, og ennfremur, að foreldrarnir brugguðu öl heiina hjá sér og kenndu börnum sínuin að selja það, jafnvel á bænasamkomum kvenna ætti drykkjuskapur sér stað, börnum innan 16 ára aldurs væri veitt áfengi, embættis- menn gæfu slæmt fordæmi og lagaákvæðum viðvíkjandi meðferð áfengis væri illa fram- fylgt. í járnbrautarvögnum reykja menn ópíum.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.