Eining - 01.07.1955, Síða 16
16
EINING
Frá B.Í.K.
Bindindisfélag íslenzkra kennara hélt
aðalfund sinn 10. júní í Reykjavík, að
undangengnu tveggja daga námskeiði
um bindindismál.
Formaður B.Í.K., Hannes J. Magn-
ússon skólastjóri, stjórnaði námskeið-
inu. í setningarræðu sinni lagði hann
aðallega áherzlu á lífrænt samband fé-
lagsins við sem flesta starfandi aðila í
skólamálum þjóðarinnar og nauðsyn
þess, að bindindishugsjónin eignist hvar
vetna skelegga baráttumenn.
A námskeiðinu voru flutt þessi erindi:
Sigurður Gunnarsson, skólastjóri í
Húsavík: Bindindissamtökin á Norður-
löndum.
Kristján Þorvarðarson, læknir í
Reykjavík: Áhrii áfengis á mannslíkam-
ann.
Sveinn Sæmundsson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík: Áfengi og afbrot.
Esra Pétursson, læknir í Reykjavík:
Tóhafeið.
Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi í
Reykjavík: Átengi og íþróttir.
Öll voru erindin hin ahyglisverðustu.
Umræður urðu um sum þeirra. Þau
voru öll tekin upp á segulband.
Þátttakendur voru 40—50.
Að loknu námskeiðinu var svo aðal-
fundur B.Í.K.
Formaður félagsins gaf skýrslu um
störf þess á s. 1. ári, og rædd voru af
miklum og almennum áhuga framtíðar-
störf og fyrirætlanir félagsins, svo sem
útgáfa smárita um bindindismál og
kennslubókar til fræðslu í barna- og
unglingaskólum, árleg námskeið o. fl.
Hann skýrði frá því, að Guðjón Krist-
insson, gagnfræðaskólastjóri á ísafirði,
myndi sækja norræna kennaraviku
bindindismanna, er haldin verður í
Finnlandi í næsta mánuði. Nýtur hann
til þess styrks frá B.Í.K. og Áfengis-
varnaráði.
Kristinn Gíslason lagði fram síðasta
ársreikning félagsins, og var hann sam-
þykktur. Félagið nýtur nú styrks frá
Áfengisvarnaráði, og er því allvel statt
fjárhagslega.
Áfengismálaráðunautur ríkisins, Bryn-
leifur Tobíasson stórtemplar, mætti á
fundinum og flutti snjalla hvatningar-
ræðu til félagsmanna. Hann skýrði frá
því, að ákveðið væri að stofna á þessu
ári landssamband allra bindindissam-
taka á Islandi. Fól fundurinn stjórn fé-
lagsins að tilnefna tvo fulltrúa til að
mæta á stofnfundi þess.
Stjórn og endurskoðendur voru end-
urkjörnir, en þar eiga sæti: Hannes J.
Magnússon, skólastjóri, Akureyri, íor-
maSur; Jóhannes Óli Sæmundsson,
námsstjóri Akureyri, ritari; Helgi
Tryggvason, kennaraskólakennari Rvík,
varaformaSur; Kristinn Gíslason kenn-
ari Rvík, gjaldkeri; Eiríkur Sigurðsson,
yfirkennari Akureyri, vararitari; Marinó
L. Stefánsson, kennari Rvík, og Sigurð-
ur Gunnarsson, skólastjóri Húsavík,
endurskoSendur.
í námskeiSsnefnd voru kjörnir:
Marinó L. Stefánsson kennari, Þor-
steinn Einarsson, íþróttafulltrúi og
Þórður Kristjánsson kennar, allir úr
Reykjavík.
Félagsmenn B.Í.K. eru nú um 70.
Fjölgaði þeim um 10 á s. 1. ári.
Gleðileg nýjung í mannkyns-
sögunni.
Hin geysivíðtæku samtök þjóða til líkn-
ar og hjálpar þurfandi og þjáðum, er ein
gleðilegasta nýjungin í sögu mannkynsins.
Árið 1954 veitti barnahjálparsjóður Sam-
einuðu þjóðanna 31 milljón barna og mæðra
lijálp í 88 löndum. Til þessa var varið 18
milljónum dollara og lögðu 60 þjóðir fram
þetta fé.
Þessi saintök þjóðanna vinna kappsamlega
að alls konar líknarstarfi, heilsuvernd, upp-
lýsingu og menningarrækt. Hinn þekkti
klerkur, dr. Norman Vincent Peale, var
spurður eitt sinn, hvort honum veittist ekki
erfitt að trúa á Guð í þessum heimi vand-
ræðanna.
Klerkurinn svaraði því, að sér veittist
mjög auðvelt að trúa á Guð sökum þess, að
heimurinn væri svo auðugur af því, er leysti
vandræðin og sigraðist á hörmungum.
Það er liollt fyrir heilsu okkar, hæði sál-
ar og líkama, að horfa fremur á þessa hlið
mannlífsins og hugleiða hana, cn að dvelja
um of við skuggahliðina.
VEL SVARAÐ
Ungri frú í Suður-Afríku lánaðist aldrei
að lialda þjónustustúlkum sínum. Ein þeirra
var að yfirgefa hana skömmu áður en frúin
átti von á fyrsta barni sínu.
,,Ég vona, að þú eignist fallegan, lítinn
son, frú mín góð“, sagði stúlkan, er hún
var að kveðja.
„Hvernig veizt þú að það muni verða
drengur?“ spurði frúin.
„Ég er viss um, frú mín góð, að það verð-
ur drengur. Engin stúlka mundi hafa toll-
að hjá þér níu mánuði“.
* * *
Bankastjóri nokkur kom ungum syni sín-
um í sveit. Kom svo eitt sinn að heimsækja
hóndann og spurði Jjá, hvernig pilturinn
dyggði til verka. Bóndi vildi sem minnst
segja um það, en sagði þó, að ef drengur-
inn hefði þriðju hendina, mundi hann þurfa
þriðja buxnavasann til að stinga henni í.
Hvílíkur skemmtilestur.
Hver skyldi vera tilgangurinn með sögu-
lestri, eins og t. d. sinásögunni Reiersen á
Suðurstjörnunni, eftir Knud Hamsund? —
Saga þessi var lesin í útvarpið 15. júní ’55.
Yfirleitt hlusta ég aldrei á sögulesturinn,
en nú heyrði ég, að kona ætlaði að lesa smá-
sögu, og varð forvitinn. Það getur þá aldrei
verið mikill óþverri, hugsaði ég. Hvernig
fór svo? Mig undraði stórum á eftir lestrin-
um, að kona skyldi fást til að lesa þessa
sögu.
Hvert var svo efni sögunnar? Skipstjóri á
skútu. Sjómaður var hann víst duglegur, en
frægð lians lá þó í því, að hann var talinn
geta komizt yfir allar stúlkur í voginum.
Hann skipti óspart um þær á heztu árum
sínum. Ein þeirra var naumast fermd. Eina
var hann með inni í einhverju nausti, eftir-
minnilega nótt. Hún missti síðar sjón á öðru
auganu og „frelsaðist" svo eftir það.
Þegar Reiersen var tekinn að eldast, liár
og skegg að grána, vildu ungu stúlkurnar
ekki koma um horð til hans. En þegar verk
þurfti að vinna þar og aðrar fengust ekki,
gaf Pálína — hin eineygða — sig fram.
Þetta vildi hann launa henni með því að
hjóða henni niður í til sín, gefa henni
liagldabrauð og vel í staupinu, og þó hún
væri eineygð, var hún aðeins fertug, „liold-
ug eins og stóðhryssa“, þannig var lýsingin.
Hann reyndi að faðina hana og fá hana til
við sig, en fékk þá ærlegt kjaftshögg.
Nú var spurningin, hvort liann ætti að
taka að snúa sér til Guðs, fyrst svo var
komið, að kvenfólkið vildi ekki sinna hon-
um eins og áður. Mönnum hrá, er þeir
heyrðu liann segja: „Guð sé lof“, þegar bú-
ið var að flytja fiskinn um borð í skútuna,
og svo ætlaði hann að sigla strax, ef „Guð
lofaði“. Var nú skröggurinn búinn að taka
sinnaskiptum eftir kjaftshöggið hjá Pálínu?
-—- Sagan endaði svo fljótt á því, að hann
sigldi út og hugðist leita fyrir sér á öðrum
slóðum, taldi Jiað „helvíti hart, ef liann
væri dauður úr öllum æðum“.
Eru slíkar klámsögur ljúflingsréttur al-
mennings?
Gjafir og greiðsla til blaðsins.
Steindór Björnssoir, Reykjavík, 100 kr.;
Margrét Jónsdóttir, Reykjavík, 50 kr.; Gunn-
ar Árnason, Reykjavík, 100 kr.; Pétur Sig-
urðsson, Grafarnesi, 100 kr.; Ásgeir Jó-
liannesson, Ólafsvík, 100 kr.; Kristinn
Árnason, .Reykjavík, 50 kr.; séra Jón Tlior-
arensen, 100 kr.; Tryggvi Sigmundsson,
Ytra-Hóli, Eyjafirði, 50 kr.; Sigurður Tóm-
asson, Barkastöðum, Fljótshlíð, 200 kr.; Jó-
hannes Guðmundsson, kennari, Húsavík, 100
kr.; Guðjón Kristinsson, skólastjóri, ísafirði,
50 kr.; Jóhanna Pálsdóttir, Reykjavík, 50
kr.; Hólmfríður Sigurðardóttir, Borgarnesi,
100 kr.; séra Leó Júlíusson, Borg á Mýrum,
100 kr.; Guðjón Magnússon, Hafnarfirði, 50
kr., Halldór Friðjónsson, Akureyri, 50 kr.;
Runólfur Runólfsson, Reykjavík, 50 kr.;
Stefán Guðmundsson, Hólum, Dýrafirði, 50
kr.; Þórarinn Magnússon, Reykjavík, 50 kr.;
Benedikt Guttorinsson, Eskifirði, 150 kr.;
Óskar læknir Einarsson, Reykjavík, 150 kr.;
Þorsteinn Jónsson, Ytri-Sólheimum, Vestur-
Skaftafellssýslu, 50 kr.; Þórarinn Stefáns-
son, kennari, Laugarvatni, 100 kr.; Grímur
Kristgeirsson, rakari, Reykjavík, 100 kr.
Ritstjórn blaðsins þakkar hið bezta góð-
hug og fórnfýsi þessara velunnara þess.