Eining - 01.04.1956, Qupperneq 1

Eining - 01.04.1956, Qupperneq 1
14. árg. Reykjavík, apríl 1955. 4. tbl. Konimgur og drottning Danaveldis heimsækja ísland Með fögnuði bjóðum vér Friðrik IX Danakonung og Ingiríði drottningu hans velkomin til íslands. Þau eru fyrst allra erlendra þjóðhöfðingja til þess að heilsa upp á íslendinga eftir stofnun lýðveldisins. Standa þau líka án efa nær hjarta íslenzku þjóðarinnar en aðrir er- lendir þjóðhöfðingjar, og ber margt til þess. — Það fyrst, að konungur og drottning voru íslenzkir ríkisarfar, hann 32 ár og hún krónprinsessa vor 9 ár. Annað, að þau áunnu sér hylli þjóðar vorrar sem slík og persónulega vin- áttu margra góðra manna og kvenna meðal íslendinga. Þau heimsóttu oss sumarið 1938 og ferðuðust þá um land- ið, og minnumst vér öll hér heima, sem kynntumst þeim þá, hinna göfugu og glæsilegu hjóna með þökk og virðingu. Þeim fylgdi birta og ylur. Þar fóru góð- ir menn, sem þau voru. Friðrik konungur kom enn fremur í opinbera heimsókn sem ríkisarfi íslands sumarið 1933, en þá var hann enn ó- kvæntur. Enn fremur kom hann hingað í fylgd með föður sínum og móður, Kristjáni konungi X. og Alexandrínu drottningu, sumarið 1921, er þau fyrsta sinni gistu ísland. Hið þriðja, sem eykur vinsældir nú- verandi Danajöfurs, er ættarhróður hans. — Faðir hans, afi og langafi voru allir konungar vorir, og gátu þeir sér allir góðan orðstír hér á landi. Með langafa Hans Hátignar, Frið- riks konungs IX., hófst Gliicksborgar- ætt til valda í Danmörku. Aldinborgarætt, sem ríkt hafði í Dan- mörku frá 1448, stóð á enda með Frið- rik konungi VII. haustið 1863. Sam- kvæmt konungserfðalögunum kom til valda að honum látnum Kristján prins af Glúcksborg. Kom hann til ríkis 15. nóv. 1863 og tók sér nafnið Kristján IX. Var hann kvæntur Louise, hertoga- ynju af Hessen-Kassel, systurdóttur Kristjáns konungs VIII., en hann var faðir Friðriks VII. Það var Kristján VIII. Hennar hátign Ingrid drottning. Hans hátign Frederik konungur IX.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.