Eining - 01.04.1956, Side 2

Eining - 01.04.1956, Side 2
2 EINING sem stofnaði Alþingi hið nýja, er fyrst kom saman 1845, og varð hann af því mjög ástsæll meðal íslendinga. Orti Jónas Hallgrímsson fagurt kvæði til konungs. Það er skemmst að segja af Gliicks- borgarkonungum, að þeir hafa allir þótt merkir menn, góðviljaðir þjóðum sín- um og skilningsglöggir á óskir þeirra. Kristján IX. réð ríkjum nærfellt 43 ár. Sótti hann oss íslendinga heim fyrstur allra konunga vorra á hátíð þeirri, er hér var haldin 1874, til minn- ingar um þúsund ára byggingu lands- ins, og gaf oss af eignu fullveldi stjórn- arskrá um hin sérstaklegu málefni Is- lands. Lauk þar með konunglegu ein- veldi á íslandi, en það hafði staðið hér frá 1662. Fékk nú Alþingi löggjafar- vald í sérmálum íslands og fjárveitinga- vald. Varð nú þingið löggjafarþing. Konungur varð ástsæll meðal Islend- inga, og gaf hann stórgjöf til verðlauna þeim, er sköruðu fram úr í landbúnaði („Heiðursgjöf Kristjáns konungs IX“.) Það kemur glöggt fram í dagbókum A. F. Kriegers, ráðherra, að í ríkisráði Dana var konungurinn bezti vinur Is- lendinga, er stjórnarskráin var í undir- búningi. Næsti áfanginn í sjálfstjórnarbaráttu Islendinga var 1904, er vér fengum inn- lendan ráðherra, sem bera skyldi á- byrgð stjórnarathafna sinna fyrir Al- þingi, samkvæmt stjórnskipunarlögun- um 1903. Það var hinn aldni konungur, Kristján IX., sem staðfesti þau lög. Hófst þá þingræði á íslandi. Alkunna er, hve miklu barnaláni Kristján konungur IX. átti að fagna, Var hann síðustu ár ævi sinnar löngum kallaður ýmist ,,afi eða tengdafaðir Ev- rópu“. Sonur hans einn varð konungur í Grikklandi, dóttir ein keisarinna í Rússlandi og önnur drottning í Breta- veldi, og síðasta árið, sem konungur lifði, kvöddu Norðmenn sonarson hans til konungs í Noregi. Fékk það konungs- öldungnum mikils fagnaðar. Kristján IX. var heiðursmaðurinn par excellence, er mat mikils fornar dyggðir, maður heilsteyptur og guðræk- inn, sparneytinn og skyldurækinn, gerði strangar kröfur til annarra, en þó mest- ar til sjálfs sín. Ó1 hann börn sín upp í þessum anda, og studdi hin gáfaða drottning hans hann með ráðum og dáð. Var heimilislíf konungshjónanna miög rómað um alla álfuna. Þegar Kristján IX. dó, 29. jan. 1906, kom til ríkis elzti sonur hans, Friðrik VIII., 62 ára að aldri. Bauð hann ráð- herra Islands og Alþingi Islendinga til Danmerkur þegar sumarið 1906, og fóru flestir alþingismenn þessa för. Kon- ungur vildi fyrir hvem mun glæða gagn- kvæman skilning milli bræðraþjóðanna, Dana og íslendinga, og var heimboð hans til þess ætlað. — Konungsförin mæltist mjög vel fyrir, og rómuðu þing- menn mjög ljúfmennsku konungs, góð- vild hans í garð Islendinga og góðar viðtökur, bæði í konungsgarði, og dönsku þjóðarinnar í heild sinni. Svo kom önnur konungsheimsókn, sumarið 1907, er Friðrik VIII., forsætis- ráherra hans, I. C. Christensen, og 40 ríkisþingmenn komu til Islands. Var þá skipuð sambandslaganefndin til þess að gera tillögur um breytingu á stöðu ís- lands í veldi Danakonungs, því að kon- ungi lék hugur á að verða við óskum Is- lendinga um rýmkun á stjómarháttum. Friðrik VIII. lét sér ekki nægja að heimsækja höfuðstaðinn og Þingvelli og ferðast um Suðurlandsundirlendið. Hann kom til ísafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar. Varð hann mjög ástsæll af Islendingum. — I ræðu, sem hann flutti að Kolviðarhóli, talaði hann um ,,bæði ríkin sín“. Fögnuðu íslendingar því og fundu í þessum ummælum kon- ungs hlýtt hugarþel hans til lands og þjóðar og vilja til að veita Islendingum réttindi sem fullvalda ríki. — Þegar konungur kom í austurförinni á Kamba- brún og Suðurlandsundirlendið blasti við í hásumardýrðinni, varð hann frá sér numinn og kallaði upp yfir sig: „Þetta er þá heilt konungsríki“. Samningaumleitanir Dana og íslend- inga 1908 leiddu þó ekki til breyttrar skipanar á stjórnarlegri stöðu Islands, og urðu konungi það mikil vonbrigði. — En vinsældir konungs komu greini- lega í ljós við sviplegt fráfall hans vorið 1912, því að þá mátti kalla sem yrði þjóðarsorg á Islandi. — Ekki sízt ís- lenzkir Góðtemplarar og aðrir bindind- ismenn á íslandi heiðra minninguna um Friðrik konung VIII. Þegar sendinefnd bindindismanna kom á fund konungs 1909 til að þakka honum fyrir að hafa staðfest íslenzku bannlögin, veitti hann nefndinni góðfúslega áheyrn og sagði: „Fátt, ef nokkuð af verkum mínum, síð- an ég varð konungur, hefur glatt mig jafn mikið semstaðfestinghinnaíslenzku bannlaga, og ef ríkisþing Dana sam- þykkti slík lög, þá myndi ég enn glaðari skrifa undir“. Þessum konungsorðum gleyma íslenzkir bindindis- og bann- menn aldrei. Að Friðrik konungi VIII. látnum kom Kristján X. til ríkis. Heimstyrjöldin fyrri reið í garð skömmu síðar, og varð ekki af samningum til rýmkunar á stjórnarháttum Islendinga í bráð, enda þótt tilraunir væru gerðar til þess. Hugðu þá sumir jafnvel, að hinn nýi konungur myndi lítt fáanlegur til að greiða veg íslendinga til fyllra stjórn- frelsis, en tíminn leiddi annað í ljós. — Þegar Jón Magnússon forsætisráðherra fór þess á leit við konung í ríkisráði 1917, að fáni vor yrði gerður annað og meira en staðarfáni, kvað konungur svo að orði, að bezt væri að taka alla stjóm- arfarslega stöðu Islands ogfánamálið þar með til meðferðar að nýju í sambands laganefnd. Þar af leiddi svo samningana milli Dana og Islendinga 1918, og voru afskipti Kristjáns konungs X. hin giftu- samlegustu af þeim málum. Hann stað- festi dönsk íslenzk sambandslög 30. nóv. 1918, þar sem Island er viður- kennt fullvalda ríki og Island tekið upp í titil konungs. Þjóðfrelsisdagur vor er 1. desember, en þann dag gekk full- veldið í gildi, og var þá lokið þriðja áfanganum í sjálfstjómarbaráttu vorri. Ártölin 1874 og 1904 í sögu íslendinga standa í órjúfanlegu sambandi við nafn Kristjáns konungs IX. og nafn Kristjáns konungs X. í órofa tengslum við full- veldisviðurkenninguna 1918. — Þegar Kristján X., drottning hans Alexand- rine og ríkisarfinn og Knud prins komu í sína fyrstu heimsókn til íslands 1921, var það konungur og drottning og rík- isarfi íslands, sem stigu hér á land. Konungsfjölskyldan hafði aðsetur á sama stað og haft höfðu faðir og afi Kristjáns X. Skapgerð Kristjáns kon- ungs X. var göfug og traust. Hann var danskastur þeirra feðga þriggja, og varð hann því allra ástsælastur þeirra með Dönum, en hér á landi má segja, að Kristján IX. var metinn sem góður faðir, Friðrik VIII. elskaður sem góður bróðir og Kristján X. virtur sem góð- ur konungur. Árið 1926 komu konungshiónin aftur til Islands og ferðuðust þá norður í land. Á 1000 ára afmæli Alþingis komu þau enn, og setti konungur Al- þingi að Þingvöllum, og í fjórða og síð- asta sinni komu þau 1936, og einnig þá ferðuðust þau um Norðurland. Eina drottning vor, sem komið hefur til íslands, er Alexandrína drottning. Hún naut hér mikilla vinsælda og virð- ingar, bæði fyrir hina hispurslausu og alþýðlegu framkomu sína og fyrir það, að hún kunni svo vel íslenzka tungu. Mælti hún á íslenzku, svo að varla varð greint, að hún væri útlendingur. Gladdi það Islendinga mjög. Síðari heimsstyrjöldin varð til þess að rjúfa samband Islendinga við konung sinn. Islendingar neyttu uppsagnarrétt- ar síns samkvæmt sambandslögunum. Atburðirnir höguðu svo rás sinni, að vissast þótti að stofna hér lýðveldi, og er leitað var úrskurðar þjóðarinnar, fékkst einhugur um málið, en það var áreiðanlega ekki gert af andstöðu við Kristján konung X. og ríkisarfa, heldur þrátt fyrir vinsældir þeirra. — Og það gleymist aldrei hér á landi, hvernig Kristján konungur X. tók lýðveldis- stofnuninni. Vér, sem vorum stödd á lýðveldishátíðinni 1944, munum aldrei gleyma þeim fögnuði, sem hreif hátíðar- gesti, þegar skeytið frá hinum aldna konungi var lesið á hátíðinni, þar sem hann árnaði íslendingum farsællar framtíðar. Þannig brást hann við, er konungsvaldinu lauk á Islandi. Aðeins mikill maður og góður verður þannig við á slíkri örlagastundu, sem hér var um að ræða. Nú eru liðin tólf ár síðan þessir at-

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.