Eining - 01.06.1956, Page 1

Eining - 01.06.1956, Page 1
14. árg. Reykjavík, júní 1956. 6. tbl. Unglingareglan 70 ára Stofnun. Hinn 9. maí síðastl. voru liðin 70 ár frá því Unglingareglan á Islandi hóf starf sitt. Hún er grein af stofni Góð- templarareglunnar, sem stofnuð var í Bandaríkjum N.-Ámeríku 1851. Til- laga um að stofna barnadeildir innan Reglunnar kom fyrst fram á hástúku- þinginu í Nashville, Tennessefylki, árið 1860, en það var árið 1874, sem há- siúkan viðurkenndi formlega stofnun slíkrar deildar. Um sama leyti stofnaði hún embætti stórgæzlumanns unglinga- starfs, sem er yfirmaður barnadeildanna og á sæti í framkvæmdanefnd hverrar stórstúku. Barnadeildir þessar voru fyrst nefndar ,,barnamusteri“. Svo var einnig hér á landi, en nú eru þær al- mennt nefndar barnastúkur. MarkmiS. Markmið unglingadeildanna var fyrst og fremst að veita yngri kynslóðinni fræðslu um hugsjónir Góðtemplara- reglunnar, sem eru Brtz&ralag allra manna, efling bindindis og útrýming áfengisnautnar. Einkunnarorð hennar eru trú, von og kcerleikur. Unglinga- reglunni voru valin einkunnarorðin: Sannleikur, kœrleikur, sakleysi. Börnin lofuðu að forðast áfengisnautn, tóbaks- nautn og peningaspil. Þau skyldu og forðast Ijótt orðbragð, en temja sér háttprýði, hjálpsemi gagnvart félögun- um, hlýðni og skyldurækni í skólum og heimilum. Þetta er takmarkið, sem stefnt er að með unglingareglustarfinu. Æskan nr. 1. Saga unglingareglunnar hér á landi hefst með stofnun barnastúkunnar, Æskan nr. 1 í Reykjavík. Hún var stofnuð 9. maí 1886. Stofnandinn var Björn Pálsson, ljósmyndari. Stofnendur c -i Hátíðarfundurinn í barnastiikunni Æskunni.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.