Eining - 01.06.1956, Qupperneq 4
4
EINING
FUNDUR MEÐ FORMÖNNUM ÁFENG-
ISVARNANEFNDA VIÐ EYJAFJÖRÐ
haldinn í Skjaldborg á Akureyri 24. marz 1956
Brynleifur Tobiasson, áfengisvarna-
ráðunautur, setti fundinn og bauð fund-
armenn velkomna og flutti þeim kveðjur
frá áfengisvarnaráði. Hann nefndi til
fundarstjóra Þorstein M. Jónsson og
fundarritara Brynjólf Sveinsson, Efsta-
landskoti, og Eirík Sigurðsson, Akur-
eyri.
Tekið fundarmanntal. Á fundinum
voru mættir þessir menn:
Brynleifur Tobiasson, áfengisvarna-
ráðunautur, Reykjavík.
Pétur Björnsson, erindreki, Siglufirði.
Brynjólfur Sveinsson, form. áfengis-
vaman. Svalbarðsstrandarhrepps.
Páll Ólafsson, form. áfengisvarnan.
Skriðuhrepps.
Davíð Árnason, form. áfengisvarnan.
Glæsibæjarhrepps.
Þorsteinn M. Jónsson, form. áfengis-
varnan. Akureyrar.
Ari Bjarnason, form. áfengisvarnan.
Grýtubakkahrepps.
Guðm. Benediktsson, form. áfengis-
varnan. Svalbarðsstrandahrepps.
Tryggvi Sigmundsson, form. áfengis-
varnan. Öngulstaðahrepps.
Hjalti Finnsson fyrir áfengisvarnan.
Saurbæj arhrepps.
Halldór Guðlaugsson, form. áfengis-
varnan. Hrafnagilshrepps.
Eiríkur Sigurðsson, framkv.stj. áfeng-
isvarnan. Akureyrar.
Síðar komu fleiri á fundinn.
Útbýtt var meðal fundarmanna:
Reglugerð fyrir áfengisvarnaráð frá 22.
okt. 1954 og lögum fyrir Landssamband
gegn áfengisbölinu.
Áfengisvarnaráðunautur skýrði frá
stofnun áfengisvarnaráðs og störfum
þess. Fyrst skýrði hann frá sambandi
ráðsins við áfengisvarnanefndir og störf-
um erindrekanna, sem ferðast hafa milli
nefndanna. Hefur Pétur Björnsson haft
þetta starf hér á Norður- og Austur-
landi. Þá hefur að tilhlutun ráðsins og
nefndanna verið ritað allmikið í blöð
um þetta efni á síðastliðnu ári. Áfengis-
varnaráð hefur einnig gefið út nokkra
bæklinga um áfengis- og bindindismál.
Áfengisvarnaráðunautur hefur annast
ritstjórn handbókar um bindindisfræðslu
í skólum, og hefur hún verið send öllum
kennurum.
Þá skýrði ræðumaður frá stofnun
Landssambands gegn áfengisbölinu á
síðastliðnu hausti. Stóðu að þeirri stofn-
un 22 félagasambönd. Eru miklar von-
ir bundnar við þessi samtök.
Áfengisvarnaráð ásamt stórstúkunni
og Bindindisfélagi ísl. kennara gekkst
fyrir bindindismálasýningu í Reykjavík
í vetur, og hefur hún nú verið sýnd á
Akureyri, ísafirði, Vestmannaeyjum og
Akranesi. Aðsókn að henni hefur verið
mjög góð og hefur hún verið sýnd nem-
endum í skólum á öllum þessum stöð-
um.
Hófust þá almennar umræður, og
tóku þessir til máls: Davíð Árnason,
Eiríkur Sigurðsson, Þorsteinn M. Jóns-
son, Halldór Guðlaugsson, Hjalti Finns-
son, Páll Ólafsson, Guðmundur Bene-
diktsson og Ari Bjarnason og sumir
oftar en einu sinni. Kom fram í ræðum
manna, að þeir teldu sölubann áfengis
á Akureyri hafa dregið úr áfengisnautn
á Akureyri og í nærliggjandi sveitum,
og bragur á skemmtunum batnað.
Áfengisvarnaráðunautur skýrði frá
hugmynd sinni um félög áfengisvarna-
nefnda í hverri sýslu og ráðningu fram-
kvæmdarstjóra. Bæri honum að hafa
samvinnu við önnur menningarfélög.
Bar hann fram eftirfarandi tillögu:
„Fundurinn samþykkir að kjósa 5
manna nefnd til að undirbúa félag
meðal áfengisvarnanefnda fyrir Eyja-
fjarðarsýslu, Akureyri og þrjá vest-
ustu hreppa S.-Þingeyjarsýslu og
gera uppkast að lögum fyrir félagið".
Tillagan var samþyktt í einu hljóði.
I nefndina voru kosnir: Eiríkur Sig-
urðsson, Guðm. Benediktsson, Halldór
Guðlaugsson, séra Sigurður Stefánsson
og séra Stefán Snævarr.
Þá var útbýtt meðal fundarmanna
þrem bæklingum frá áfengisvarnaráði,
en síðan gefið fundarhlé og drukkið
kaffi í boði áfengisvarnaráðs.
Þá mættu á fundinum Hannes J.
Magnússon, formaður Bindindisfélags
íslenzkra kennara, Friðjón Skarphéð-
insson, bæjarfógeti, og Jón Benedikts-
son yfirlögregluþjónn.
Áfengismálaráðunautur reifaði þá
næsta mál fundarins, sem var löggcezla
á skemmtunum og tollgcezla. Skýrði
hann frá, að nú væru til athugunar til-
lögur í dómsmálaráðuneytinu frá sýslu-
mönnam um þetta efni. Er gert ráð fyr-
ir auknu fé til þessara mála.
Þá tók til máls Friðjón Skarphéðins-
son, bæjarfógeti og ræddi um tillögur
þær, er hann sendi ráðuneytinu í þess-
um mánuði um löggæzlu og tollgæzlu.
Taldi hann ekki unnt að sameina þetta
hér, meðan ekki væri sameiginlegt hús-
næði fyrir þessa starfsemi. Þá ræddi
hann nokkuð um löggæzlu á samkom-
um í sveitum. Ekki hefur fengizt fé frá
ríkinu fyrir einkennisbúningum handa
þessum mönnum. Taldi hann, að bif-
reiðaeftirlitsmenn gætu annast meira
eftirlit með umferð á vegum úti en nú
er. Sagði ræðumaður, að hann hefði
lagt til í tillögum sínum, að allsherjar-
reglugerð yrði samin fyrir allt landið í
þessu efni. Þar yrði ákveðið kaup lög-
gæzlumanna og einkennisbúningur.
Tollgæzlunni er í mörgu ábótavænt.
Lítið eftirlit er á smærri höfnum og
tollverðir of fáir. Vörugeymslur vantar,
svo að hægt sé að tollskoða vörurnar.
Vinnuskilyrði lögreglunnar hér eru
erfið. Lögregluhúsið er of lítið, og eng-
in skilyrði þar fyrir rannsóknarlögreglu.
Hér eru 10 lögregluþjónar og geta ekki
verið nema 2—3 á vakt í einu, þar sem
þeim er skipt í þrjár vaktir á sólar-
hring.
Áfengisvarnaráðunautur þakkaði
ræðu bæjarfógeta og beindi því til hans,
og yfirlögregluþjónsins, hvernig þeir
litu á árangur héraðsbannsins.
Bæjarfógeti taldi sig ekki hafa að-
stöðu til að kveða upp rökstutt álit í
þessu efni, en þó virtist ástandið hafa
batnað, en beindi því til yfirlögreglu-
þjónsins að öðru leyti, því að hann
fylgdist með þessu daglega.
Jón Benediktsson, yfirlögregluþjónn,
taldi að lokun áfengisverzlunarinnar
hafi orðið til mikilla bóta hér í bænum,
bæði fjárhags- og menningarlega. BæjL
arbragur hafi mjög mikið batnað. Hér
þyrfti að bæta við 4—6 lögregluþjón-
um, ef vínbúðin yrði opnuð aftur. Segir
það sína sögu.
Pétur Björnsson ræddi um, að ekki
væri samræmi í því, hvað ríkið greiddi
fyrir löggæzlu í hinum ýmsu sýslum.
Þetta þyrfti að samræma.
Þá þakkaði áfengisvarnaráðunautur
bæjarfógeta og yfirlögregluþjóni kom-
una, og viku þeir þá af fundi.
Var þá tekið fyrir síðasta mál dag-
skrárinnar: Hvað geta áfengisvarna-
nefndirnar gert til eflingar bindindis-
hreyfingunni?
Flutti Pétur Björnsson fróðlegt og at-
hyglisvert erindi um þetta efni og byggði
þar á reynslu sinni.
Áfengisvarnaráðunautur flutti að
lokum kveðjuorð og þakkaði fundar-
mönnum komuna og þátttöku þeirra í
fundinum.
Þá flutti fundarstjóri kveðjuorð og
óskaði mönnum góðrar heimferðar.
Fundargerð var þá upplesin og sam-
þykkt. — Fundi slitið.
Þorsteinn M. Jónsson,
fundarstjóri.
Brynj. Sveinsson, Eiríkur Sigurðsson,
fundarritarar.