Eining - 01.06.1956, Blaðsíða 11
EINING
11
um sjá. Pétur bar hann á morgnana á háhesti út í slægjuna
og á kvöldin fylgdust þeir að heim. Hrafnhildi þótti stundum
nóg um, hve hann lét með drenginn. Ekkert það var til, er
hann léti ekki eftir honum.
Eitt sinn, er Hrafnhildi varð litið út um gluggann, sá
hún að Pétur gekk fram og aftur fyrir utan á fjórum fótum
og lék hest fyrir Hákon litla, sem sat á baki hans. Það fór
einhver unaðsalda um sál Hrafnhildar og hana langaði til
að taka þátt í leiknum. Æskufjörið, sem vegna heimilis-
ástæðanna hafði um langan tíma verið svo niðurbælt, gerði
nú vart við sig og hún var komin niður í miðjan stigann,
er hún áttaði sig og sagði við sjálfa sig: „Nei, enn er skap
hans svo viðkvæmt og veikt, að mistök af minni hendi gætu
orðið honum að fótakefli. Ég verð víst að láta eins og ég
hafi ekki séð til þeirra“. Hún sneri því aftur upp, settist við
gluggann og hélt áfram við vinnu sína.
Eftir stutta stund kom Pétur upp, gekk að glugganum
og horfði út. „Líklega er hér fallegasta hússtæðið þar sem
gamla húsið var“, sagði hann. Hrafhildur stóð upp og gekk
að glugganum. „Já, það hugsa ég“, sagði hún. „Mamma
hafði orð á því, hve gamla húsið hefði verið fallegt, en var
það ekki fjarska stórt?“
,,Ég man lítið eftir því þar til nóttina, sem það brann“,
sagði Pétur, „það var sorglegt að þannig skyldi fara, enda
hefur Hraun aldrei beðið þess bætur“.
Augu þeirra mættust, og Hrafnhildi sárlangaði til að
fljúga í fang hans og fullvissa hann um, að ef þau tvö að-
eins héldu vel saman, mundi Hraun rísa aftur úr rúst og
verða að höfuðbóli eins og í tíð feðra hans, en fyrr en varði
var hann horfinn aftur niður stigann. Hún sá, að hann gekk
yfir túnið að gamla hússtæðinu og fór að fást þar við eitt-
hvað. Hún settist aftur við vinnu sína: „Gat það verið, að
mestu áhyggjuefni lífs hennar væru nú að hverfa? en því
þorði hún ekki að treysta eins örugglega nú og þá, er hún
kom fyrst að Hrauni, þótt hún þættist hafa lesið það í aug-
um manns síns, að hún ætti meiri ítök í huga hans og sálu,
en hann vildi láta í ljós“.
Hún sá Pétur hvern dag, er hann átti frístund, við
gömlu rústirnar. Hann hlóð stóra hrúgu af grjóti, er hann
tíndi saman í kringum grunninn. Stundum vogaði hún sér
út til hans, með litlu telpuna, þegar veður var gott, en fátt
var um samtal milli þeirra fyrst í stað. Það var eins og ein-
hver þröskuldur væri í veginum, en eftir því sem hún kom
oftar, færðust þau nær hvort öðru og það bar jafnvel við,
að þau settust niður og tækju að bollaleggja um húsbygg-
ingu og framtíðarhorfur. Svo fylgdust þau að heim og báru
sitt barnið hvort. Þessara unaðsstunda minntist Hrafnhildur
jafnan síðan.
Sumarið leið og fyrr en varði var haustið gengið í garð
með öllum þess fallvaldeik. Skrúðgræni hjúpurinn, sem
breytt hafði fegurð yfir tún og úthaga, var fölnaður og bar
merki dauðans. Hvergi var grænan blett að sjá, nema hæst
upp undir klettum, þar sem ljósgræn mosadrög biðu eftir
snjónum til þess að hylja sig. Allt annað var visnað og
óþekkjanlegt frá því, sem verið hafði. Að vísu gerði blóð-
rautt bláberj alyngið sitt ítrasta til að sýna, að jafnvel sjálfur
dauðinn geti haft fegurð í för með sér, en einnig það átti
þess skammt að bíða að verða hulið helköldum hjúpi vetr-
arins. Hrafnarnir voru teknir að búa sig undir haustþing
sitt og lóurnar hvíldu sig fyrir ofan bæinn, áður en þær lögðu
upp í langflugið. Öll náttúran bar því vitni, að eitthvað al-
varlegt væri í aðsigi. Bændur voru búnir að fara í fyrstu
haustgöngur. Tíð hafði verið hagstæð og fjárheimtur góðar.
I síðari göngunum hrepptu þeir mesta hrakviðri og
komu hraktir eftir margra klukkustunda göngu aftur niður
á dalinn. Þeir voru holdvotir og höfðu hvorki bragðað vott
né þurrt síðan um morguninn, er þeir lögðu af stað. Þeir
settust nú undir stóran stein til þess að hvíla sig og fá sér
matarbita, en kuldinn ætlaði að gera alveg út af við þá.
Einn þeirra tók þá upp hjá sér heilflösku af brennivíni og
sagði: „Sjáið, piltar, hvað ég hef geymt í allan dag, ef
vera kynni að einhver okkar þyrfti að fá sér hressingu. Ég
hef ekki þorað að sýna ykkur hana fyrr en nú, að við erum
komnir niður á jafnsléttu, ætti þá að vera óhætt að bragða
dropann“, sagði hann kampakátur.
Það færðist bros yfir andlit flestra gangnamannanna,
nema Péturs. Hann hleypti brúnum, og þegar honum var
rétt flaskan, afþakkaði hann.
„Ó, láttu ekki svona, Pétur“, sagði sá er rétti honum
flöskuna, „þú hefur gott af því að hleypa í þig hita“. En
Pétur rétti flöskuna hinum næsta, en áður en sá hafði tekið
við henni, hrifsaði Pétur hana til sín aftur, hcillaði sér aftur
á bak, setti stút að munni og lét brennivínið renna ofan í
sig, og hefði áreiðanlega tæmt flöskuna, ef Gísli hefði ekki
tekið hana af honum.
Pétur varð dálítið sneypulegur fyrst í stað, en brátt tók
að hýrna jdir honum og fór hann þá að segja ýmsar kýmni-
sögur og lofsyngja þenna blessaða töfradrykk, sem kveikt
gæti eld í jafnvel köldum steini.
Þeir félagar hresstust allir við mat og drykk, en er halda
skyldi af stað, gat Pétur ekki staðið á fótunum. Þeir reyndu
að leiða hann, tveir á milli sín, en það blessaðist ekki. Þeir
náðu þá í hest og settu hann á bak, og Gísli í Gerði bauðst
til að fylgja honum heim.
Framh.
Til gamans
Hún við hann: „Þú heldur víst að þú
sért einhver engill". -— „Nei, góða bezta,
því að þá liefði ég fyrir löngu flogið mína
„í gærkveldi liljóp á snæri mitt“, sagði
telpa í Finnlandi, „fyrst fóru þau pabbi
og mamma í leikliúsið og gáfu mér 50 mörk
til þess að ég væri heima, en svo kom kær-
asti Önnu Maríu og hún gaf mér 100 mörk
til þess að ég væri úti“.
'k
Þjónustufús ungur maður hafði gengið
rösklega fram í að hjálpa aldurhníginni
konu upp í járnbrautarvagninn, bera ferða-
töskur hennar inn og koma þeim og öðru,
er hún hafði meðferðis, á sinn rétta stað.
„Þúsundfaldar þakkir“, sagði gamla kon-
an, „en má ég spyrja, ungi maður, reykið
þér?“
„Já, ég reyki“, svaraði ungi maðurinn í
eftirvæntingu.
„Það grunaði mig“, sagði sú gamla, „hæði
mæðist þér fljótt og svo er af yður svo
sterkur tóbaksþefur".
★
„Mikil breyting hefur orðið á mörgu. Nú
fara menn á einni nóttu yfir Atlantsliafið,
þótt áður væri það viku ferð eða meira.
Áður voru menn eins marga daga og nú
klukkustundir að fara yfir Norðursjóinn,
og nú er unnl að síma á örfáum mínútum
hoðskap, sem áður gat verið mánuði á
leiðinni. Samt sem áður er konan mín enn
þrjár klukkustundir að búa sig til mið-
degisverðar“.
Þetta var reynsla hans.
Hembygden.
Stórstúka íslands
70 ára
í þessum mánuði verður Stórstúka íslands
70 ára. Þessu merkisafmæli stórstúkunnar
verða ger skil í næsta blaði, að afstöðnu
afmælinu og stórstúkuþinginu.
Þá verður og sagt frá vorþingum um-
dæmisstúknanna, sem haldin voru 26. og
27. f. mán.
Verstu svikin
Fjársvik mörgum manni bjó
mein, og gekk þar ncerri,
en ástasvikin eru þó
öllum svikum stœrri.