Eining - 01.12.1956, Page 1

Eining - 01.12.1956, Page 1
14. árg. Reykjavík, Desember, 1956. 12. tbl. ami Eftir prófessor Harald Nielsson ólabarnið og þú, þið mætizt þessa dagana — við jötuna Jólin eru þá líka hátíð barns ins og barnanna. Og jólaboð skapurinn veitir barnslund inni svo ágætt viðfangsefni Barnshugurinn er fús á að stað næmast við jötuna og virða fyrir sér barnið, sem þar hvílir. Og þó engu ófúsari á að bregða sér út í hagann til hirðanna, þar sem englarnir birtast. Það er svo undursamlegt ævintýri, að fátæki sveinninn skuli hafa svona frítt föruneyti inn í þenna heim, og vita þó ekki af því. Allir stórviðburðir eru að einhverju leyti ævintýrakenndir. Og fæðing Krists var stórviðburður. enda boðuð fyrir fram. Engill Guðs hafði birzt móður hans, sagt henni, að hún mundi eign- ast son, og talið hana sæla að vera val- in til þess, að verða móðir hans. Mikl- ir atburðir virðast iðulega vera boðaðir fyrir fram frá ósýnilegum heimi. Ver- öldin er nú að opna augun fyrir þeirri sannreynd, svo að sú frásaga ritningar- innar er að því leyti engan veginn ótrú- leg. Um þenna atburð fer einn af postul- um drottins, sá er virðist hafa verið opn- astur fyrir vitrunum frá æðra heimi, síðar þessum orðum : ,,Þér þekkið náð drottins vors Jesú Krists, að hann, þótt ríkur væri, gerðist yðar vegna fátækur, til þess að þér auðguðuzt af fátækt hans“ (II. Kor. 8,9). Og sjálfur mælti Jesús þessum orðum, þá er hann var að því kominn að leggja út í dauðann : ,,Og ger þú mig nú dýrðlegan, faðir, hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér áður en heimurinn var til“ (Jóh. 17, 5). Hér og víða annars staðar í ritning- unni er því haldið fram, að barnið, sem fæddist á jólunum, hafi verið í dýrð hjá Guði, áður en hann fæddist hér á jörð. Hann hafi haft fortilveru, verið guðdóm- leg vera, fullur náðar og miskunnar. Hann hafi verið fullkominn og heilagur og hafi lifað í alsælu, en af einskærri ást til mannanna og af tómri þrá til að hjálpa mannkyninu hafi hann stigið nið- ur í jarðlífið, látið fæðast í þenna heim . . . Hann byrjaði eigi fyrst við fæðingu ú

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.