Eining - 01.12.1956, Síða 2
2
EINING
/ ríki þessara tveggja er varSveizla liins
varanlega friöar ekkerl vandamál. Þegar
þjóöirnar fara að deemi þessara barna, ekki
aöeins á jólum, í kringum jólatré, heldur
ævinlega, þá rennur mannkyni upp guðs-
ríkisöld. — Börnin lieita Ragnhildur Ás-
björnsdóttir og Brynjólfur Erlingsson.
sína að vera þessa sama eðlis sem vér,
er hann íklæddist mannlegu holdi og
fæddist sem lítið barn, hann var það
áður, þótt munurinn væri mikill milli
hans og vor. Og þegar hann steig nið-
ur úr dýrð sinni, gerði hann það til
þess, að hefja oss upp. „Fyrir því var
það, að hann átti í öllum greinum að
verða líkur bræðrunum“. Kristur, sem
var englunum hærri, sætti sig við það,
að vera gerður englunum lægri — og
það er það, sem vér erum nú — til þess
að vér mættum í samfélaginu við hann
ná upp til þeirrar tignar og sælu, sem
hann steig niður frá. Einn af nafnkennd-
ustu trúfræðingum miðaldanna, sá er
rétt-trúnaðarstefnan gamla hefur haldið
sér fastast við, setti fram þá spumingu:
„Hvers vegna gerðist Guð maður ?“
Og hann svaraði: Guð gerðist maður,
til þess að maðurinn gæti orðið guð.
Það er þessi mikli sannleikur, sem Páll
átti við, er hann talaði um, að þótt rík-
ur væri, hafi Kristur vor vegna gerzt
fátækur, til þess að vér skyldum auðg-
ast af fátækt hans. Er það ekki hið eigin-
legasta gleðiefni jólanna, að frá hinum
hæsta ljósheim Guðs, þar sem hinar
fullkomnustu verur búa í geisladýrð
Guðs eigin auglitis, skuli einn hafa stig-
ið niður til þessarar jarðar og lifað sem
maður meðal vor, og hann gerði þetta,
af því að innsta eðli vort, vor ódauðlegi
andi„ er líka runninn þaðan og af því að
oss er ætlað þangað að komast, af því
að vér erum líka líf af Guðs lífi, sál af
hans sálu . . . ?
Þessa kenningu um fortilveruna hef-
ur eitt af stórskáldum veraldarinnar sett
fram í þessu erindi :
„Fæðing er gleymska, svefn um
stuttar stundir
og stjarna lífsins — sál vor — jörðu á
er gengin áður undir,
aðkomin langt í frá.
En alger gleymskan ekki er
og aldrei naktir komum vér
úr faðmi drottins, heldur draumaský
af dýrð hans klæddir í“.
Hafið þér aldrei fundið til þess, er
þér stóðuð við vöggu nýfædds barns, að
yður fannst barnið heilagt ? Sérhver
móðir finnur það ósjálfrátt, ef hún á
nokkra lotningu í sál sinni. Ég vona,
að flestir feður finni til hins sama. Fyr-
ir nokkru átti ég tal um þetta við konu.
Heilög alvara færðist yfir andlit hennar
og hún mælti: „Alltaf þegar börnin mín
voru nýfædd, fylltist hugur minn djúpri
lotningu og mér fannst mig og alla í
kringum mig langa til að færa barninu
reykelsi og myrru“. Mér fannst þetta
yndislega sagt. Það er hinn næmi skiln-
ingur konunnar, sem fundið hefur, hve
háleitt er að vera móðir, vitandi að sér-
hver barnssál er runnin frá Guði, er
líf af hans lífi og sál af hans sálu. Hvað
má þá Maríu hafa fundizt, er hún stóð
yfir litla drengnum sínum.
Það er eigi ófyrirsynju, að jólin eru
hátíð barnanna. Með því að fæðast í
þenna heim hefur jólabarnið vakið lotn-
ingu vora fyrir hverri barnsfæðingu,
hverri barnssál. Þér mæður, gleymið
eigi að vekja lotningu hjá börnunum
fyrir honum, sem fæddist á jólunum.
Engan mun iðra þess, að hafa kennt
öðrum að elska hann. En minnið þau
einnig á, að sál þeirra sé frá Guði kom-
in, og svo góður sé Guð, að hann ætli
oss öllum að verða að lokum Kristi líkir.
Það sé markmið vort, að láta hann
helga oss, svo að vér náum að síðustu
til hans dýrðar.
En gætið þess vel, að ég er ekki
með þessu að halda því fram, að fortil-
vera vor sé lík hans. Nei„ ekkert slíkt
kemur mér til hugar. Hann er fullkom-
inn, vér mjög ófullkomnir, hann kom-
inn alla leið að takmarkinu, vér næsta
veikir og ófullkomnir byrjendur. En þó
segir texti vor oss, að vér séum bræður
hans. I því er fólgið mikið fyrirheit. Sál
vor er og neisti frá hinum bjarta loga
Guðs veru.
Og mitt í ófullkomleik vorum er það
gleði vor, að finna með flestum — eða
á ég ekki heldur að segja með öllum
— einhverja löngun til þess, sem er gott
og fagurt og heilagt, verða varir við
góðleik í einhverri mynd, og það stund-
um ríkast með þeim, sem breyskastir
eru.
Ég minntist á lotningu móðurinnar
fyrir börnunum. Má ég segja yður sanna
sögu af lotningu barnsins fyrir móður-
inni ?
Þessir ungu sveinar eru engir gjálífis úti-
legumenn. Þeir eru sennilega að bíða, hvort
ekki sjái þeir til ferða heilags Kláusar
(Santa Claus).
Einu sinni var lítill drengur, sem hét
Eiríkur. Þegar hann var fjögurra ára
gamall, var honum gefin mynd af engli,
sem laut yfir barn í vöggu. Um kvöld-
ið, þegar hann var háttaður og móðir
hans laut niður að honum til þess að
faðma hann að sér enn einu sinni og
bjóða honum góðar nætur með kossi,
lagði hann allt í einu þessa spurningu
fyrir hana: „Heyrðu, mamma, tók Guð
vængina þína af þér, af því að það var
ekki pláss fyrir þá í litla húsinu okkar?“
Barnið hafði uppgötvað ósjálfrátt, að
fyrir elskuna, sem móðir þess sýndi því,
hlaut hún líka að vera engill, komin frá
Guði. En það hélt, að englar hlytu ávallt
að vera með vængi. Og barnið hafði rétt
fyrir sér. Sérhver mannssál er engill frá
Guði, sendur hingað niður í jarðlífið til
að þroskast, fyrst hér og síðan stig af
stigi, upp hinn mikla tilverustiga eilífð-
arinnar, unz vér komumst upp á það
sviðið, þar sem þeir dveljast, er náð
hafa vaxtartakmarki Krists-fyllingarinn-
ar. Þá vonum vér að vera orðnir honum
líkir, sem var „ljómi Guðs dýrðar og
ímynd veru hans“.
Þessa von vekur jólabarnið þér.
„Hvílíkt djúp ríkdóms og speki og
þekkingar Guðs ! Hversu órannsakandi
dómar hans og órekjandi vegir hans!“
Árin og eilífðin, bls. 379—387.
Eining óskar öllum lesendum sínum
þess, að hátíðin, sem nú nálgast, verði
þeim í sannleika
GLEÐILEG JÓL.